Lék tveimur skjöldum og fékk nítján ára dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 23:26 Jerry Chun Shing Lee er 55 ára. Fyrrverandi útsendari Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, var í dag dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi - aðgerðir sem raktar eru til svika umrædds útsendara. Útsendarinn heitir Jerry Chun Shing Lee og er 55 ára. Hann hætti hjá leyniþjónustunni árið 2007 eftir þrettán ár í starfi og var í kjölfarið ráðinn til starfa hjá útsendurum kínversku ríkisstjórnarinnar í Hong Kong, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lee var þannig greitt fyrir að leka upplýsingum um þjóðaröryggismál Bandaríkjanna til kínverskra yfirvalda.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Saksóknarar héldu því fram Lee hefði þegið hundruð þúsundir Bandaríkjadala fyrir að láta í té umræddar upplýsingar. Hann hafi raunar lekið öllu sem hann komst á snoðir um á þrettán ára leyniþjónustuferli sínum til kínverskra embættismanna. Lee játaði við réttarhöld í maí síðastliðnum að hafa lagt á ráðin um að leka slíkum upplýsingum í þágu erlends ríkis. Lögmenn hans héldu því hins vegar fram að brotin væru ekki jafnumfangsmikil og saksóknari vildi vera láta. Þannig hefði aldrei verið hægt að rekja slóð peninganna, sem lagðir voru inn á reikninga hans, til kínverskra embættismanna og þá hefði heldur ekki tekist að sanna að hann hafi lagt á ráðin um að leka hernaðarleyndarmálum.Hélt utan um nöfn og símanúmer útsendara Brot Lee eru rakin til ársins 2010, þegar kínverskir leyniþjónustumenn eru fyrst sagðir hafa sett sig í samband við hann. Árin 2010 til 2013 voru háar fjárhæðir lagðar inn á bankareikninga hans í Hong Kong. Á meðal gagna málsins er jafnframt skjal sem Lee setti saman, með lykilupplýsingum um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hélt til að mynda utan um rétt nöfn og símanúmer bandarískra útsendara. Lee var loks handtekinn á JFK-flugvelli í New York-borg í janúar árið 2018. Í frétt BBC segir að með hjálp Lee hafi Kínverjum tekist að uppræta stórtækt net bandarískra útsendara í Kína á árunum 2010 til 2012. Talið er að um tuttugu manns hafi verið myrtir eða fangelsaðir á umræddu tímabili. Málið er sagt hið allra alvarlegasta sem komið hefur upp innan bandarískrar leyniþjónustu frá tímum Kalda stríðsins, þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. 17. janúar 2018 10:30 CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. 18. maí 2019 11:35 Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. 18. janúar 2018 13:31 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Fyrrverandi útsendari Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, var í dag dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi - aðgerðir sem raktar eru til svika umrædds útsendara. Útsendarinn heitir Jerry Chun Shing Lee og er 55 ára. Hann hætti hjá leyniþjónustunni árið 2007 eftir þrettán ár í starfi og var í kjölfarið ráðinn til starfa hjá útsendurum kínversku ríkisstjórnarinnar í Hong Kong, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lee var þannig greitt fyrir að leka upplýsingum um þjóðaröryggismál Bandaríkjanna til kínverskra yfirvalda.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Saksóknarar héldu því fram Lee hefði þegið hundruð þúsundir Bandaríkjadala fyrir að láta í té umræddar upplýsingar. Hann hafi raunar lekið öllu sem hann komst á snoðir um á þrettán ára leyniþjónustuferli sínum til kínverskra embættismanna. Lee játaði við réttarhöld í maí síðastliðnum að hafa lagt á ráðin um að leka slíkum upplýsingum í þágu erlends ríkis. Lögmenn hans héldu því hins vegar fram að brotin væru ekki jafnumfangsmikil og saksóknari vildi vera láta. Þannig hefði aldrei verið hægt að rekja slóð peninganna, sem lagðir voru inn á reikninga hans, til kínverskra embættismanna og þá hefði heldur ekki tekist að sanna að hann hafi lagt á ráðin um að leka hernaðarleyndarmálum.Hélt utan um nöfn og símanúmer útsendara Brot Lee eru rakin til ársins 2010, þegar kínverskir leyniþjónustumenn eru fyrst sagðir hafa sett sig í samband við hann. Árin 2010 til 2013 voru háar fjárhæðir lagðar inn á bankareikninga hans í Hong Kong. Á meðal gagna málsins er jafnframt skjal sem Lee setti saman, með lykilupplýsingum um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hélt til að mynda utan um rétt nöfn og símanúmer bandarískra útsendara. Lee var loks handtekinn á JFK-flugvelli í New York-borg í janúar árið 2018. Í frétt BBC segir að með hjálp Lee hafi Kínverjum tekist að uppræta stórtækt net bandarískra útsendara í Kína á árunum 2010 til 2012. Talið er að um tuttugu manns hafi verið myrtir eða fangelsaðir á umræddu tímabili. Málið er sagt hið allra alvarlegasta sem komið hefur upp innan bandarískrar leyniþjónustu frá tímum Kalda stríðsins, þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. 17. janúar 2018 10:30 CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. 18. maí 2019 11:35 Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. 18. janúar 2018 13:31 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. 17. janúar 2018 10:30
CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. 18. maí 2019 11:35
Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. 18. janúar 2018 13:31
Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00