Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2019 14:14 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð í lok júní þar sem veiðiheimildir á makríl í íslenskri lögsögu voru auknar úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonn. Breski miðillinn The Guardian segir að í óbirtri sameiginlegri yfirlýsingu sendinefnda Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja um makrílveiðar séu Íslendingar harðlega gagnrýndir fyrir óábyrga stefnu í veiðunum. Sjávarútvegsráðherra segir Íslendinga hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast að þessu samningaborði í mörg ár. „Þessi þrjú ríki (ESB, Noregur og Færeyjar) sem þú nefnir tóku vitandi vits það hátt hlutfall vísindalegrar ráðgjafar af heildarveiði að þeim mátti vera ljóst að þau settu Ísland, Grænland og Rússland í mjög erfiða stöðu,“ segir Kristján Þór. Hann hafi hins vegar engan áhuga á að munnhöggvast við þessa aðila heldur fá að koma Íslendingum að samningaborðinu enda séu hagsmunir þjóðanna allra sameiginlegir í þessum efnum. „Fulltrúar okkar á þessum sameiginlegu fundum hafa tekið þetta ítrekað upp og lagt fram hugmyndir um nálgun að málinu. Á það hefur hingað til ekki verið fallist,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það sé hjáróma hjá þessum ríkjum að tala um ábyrgðarleysi í veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa sem eigi eins og hinar þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljað fara að ráðleggingum sérfræðinga varðandi veiðarnar. „Það má nefna það líka að samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa verið bornar hafa þessar þrjár þjóðir farið umfram ráðgjöf vísindamanna í afla töluvert umfram þann heildarafla sem Íslendingar hafa tekið úr þessum stofni alla tíð,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Evrópusambandið Færeyjar Grænland Noregur Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð í lok júní þar sem veiðiheimildir á makríl í íslenskri lögsögu voru auknar úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonn. Breski miðillinn The Guardian segir að í óbirtri sameiginlegri yfirlýsingu sendinefnda Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja um makrílveiðar séu Íslendingar harðlega gagnrýndir fyrir óábyrga stefnu í veiðunum. Sjávarútvegsráðherra segir Íslendinga hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast að þessu samningaborði í mörg ár. „Þessi þrjú ríki (ESB, Noregur og Færeyjar) sem þú nefnir tóku vitandi vits það hátt hlutfall vísindalegrar ráðgjafar af heildarveiði að þeim mátti vera ljóst að þau settu Ísland, Grænland og Rússland í mjög erfiða stöðu,“ segir Kristján Þór. Hann hafi hins vegar engan áhuga á að munnhöggvast við þessa aðila heldur fá að koma Íslendingum að samningaborðinu enda séu hagsmunir þjóðanna allra sameiginlegir í þessum efnum. „Fulltrúar okkar á þessum sameiginlegu fundum hafa tekið þetta ítrekað upp og lagt fram hugmyndir um nálgun að málinu. Á það hefur hingað til ekki verið fallist,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það sé hjáróma hjá þessum ríkjum að tala um ábyrgðarleysi í veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa sem eigi eins og hinar þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljað fara að ráðleggingum sérfræðinga varðandi veiðarnar. „Það má nefna það líka að samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa verið bornar hafa þessar þrjár þjóðir farið umfram ráðgjöf vísindamanna í afla töluvert umfram þann heildarafla sem Íslendingar hafa tekið úr þessum stofni alla tíð,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Evrópusambandið Færeyjar Grænland Noregur Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Sjá meira