„Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 10:00 Fjölmiðlakonan Maria Ressa var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu. Vísir/Friðrik Þór Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi. Maria Ressa starfaði lengi sem rannsóknarblaðamaður hjá CNN en hún ásamt fleirum stofnaði vefmiðilinn Rappler fyrir nokkrum árum. Hún er einn virtasti fjölmiðlamaður Filippseyja en Rappler er nú einn af stærstu fjölmiðlum landsins sem leggur áherslu á baráttuna gegn falsfréttum. „Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd. Ef við höfum ekki staðreyndir getum við ekki haft sannleika. Án sannleika getum við ekki haft traust. Án þessara þriggja atriða er lýðræðið eins og við þekkjum það dautt,“ segir Ressa í samtali við fréttastofu. Þessi hætta eigi ekki aðeins við á Filippseyjum, heldur einnig á Íslandi og um allan heim. „Vandamálið í þessu nýja upplýsingavistkerfi, þegar tæknin afsalar sér ábyrgðinni, er að þeir sem segja sannleikann, sjálfstæðir fjölmiðlar, eru mun varnarlausari nú en nokkru sinni fyrr.“ Þetta þekkir hún af eigin skinni en frá því í janúar í fyrra hefur ríkisstjórn Rodrigo Dutere höfðað alls ellefu mál á hendur henni og Rappler. „Lögfræðingurinn okkar, Amal Clooney, komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti farið í fangelsi í 63 ár ef ég tapa öllum þessum málum,“ segir Ressa. Hún segir að ákærurnar megir meðal annars rekja til vanþóknunar stjórnvalda á umfjöllun Rappler um stríð Duterte gegn fíkniefnum og þau mannréttabrot sem framin hafa verið af hálfu stjórnvalda. „Það er augljóst að þetta er gert til að hrella okkur, kúga okkur til að þegja.“ Þá hefur henni margoft verið hótað lífláti, nauðgun og barsmíðum. „Það hefur verið brotið á réttindum mínum og ég krefst þess að réttarríkið færi mér aftur þessa vernd,“ segir Ressa. Viðtal við hana í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Filippseyjar Fjölmiðlar Mannréttindi Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi. Maria Ressa starfaði lengi sem rannsóknarblaðamaður hjá CNN en hún ásamt fleirum stofnaði vefmiðilinn Rappler fyrir nokkrum árum. Hún er einn virtasti fjölmiðlamaður Filippseyja en Rappler er nú einn af stærstu fjölmiðlum landsins sem leggur áherslu á baráttuna gegn falsfréttum. „Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd. Ef við höfum ekki staðreyndir getum við ekki haft sannleika. Án sannleika getum við ekki haft traust. Án þessara þriggja atriða er lýðræðið eins og við þekkjum það dautt,“ segir Ressa í samtali við fréttastofu. Þessi hætta eigi ekki aðeins við á Filippseyjum, heldur einnig á Íslandi og um allan heim. „Vandamálið í þessu nýja upplýsingavistkerfi, þegar tæknin afsalar sér ábyrgðinni, er að þeir sem segja sannleikann, sjálfstæðir fjölmiðlar, eru mun varnarlausari nú en nokkru sinni fyrr.“ Þetta þekkir hún af eigin skinni en frá því í janúar í fyrra hefur ríkisstjórn Rodrigo Dutere höfðað alls ellefu mál á hendur henni og Rappler. „Lögfræðingurinn okkar, Amal Clooney, komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti farið í fangelsi í 63 ár ef ég tapa öllum þessum málum,“ segir Ressa. Hún segir að ákærurnar megir meðal annars rekja til vanþóknunar stjórnvalda á umfjöllun Rappler um stríð Duterte gegn fíkniefnum og þau mannréttabrot sem framin hafa verið af hálfu stjórnvalda. „Það er augljóst að þetta er gert til að hrella okkur, kúga okkur til að þegja.“ Þá hefur henni margoft verið hótað lífláti, nauðgun og barsmíðum. „Það hefur verið brotið á réttindum mínum og ég krefst þess að réttarríkið færi mér aftur þessa vernd,“ segir Ressa. Viðtal við hana í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Filippseyjar Fjölmiðlar Mannréttindi Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira