Sakar Leonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Sonur forsetans hafði áður viðrað svipaðar ásakanir á Twitter. Getty/Vivien Killilea - China News Service Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakaði í gær bandaríska leikarann og umhverfisverndarsinnann Leonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vitnar þar í brasilíska miðilinn Folha De S.Paulo. „Þessi Leonardo DiCaprio er svalur náungi, er það ekki? Gefandi peninga til þess að brenna Amazon skóginn,“ var haft eftir forsetanum á fundi hans með stuðningsmönnum sínum í gær. Bolsonaro hefur áður lýst því yfir að hann vilji reka umhverfisverndarsamtök í burtu frá landinu og gagnrýnt erlend stjórnvöld harðlega fyrir meint afskipti af innanríkismálum eftir að margir kölluðu eftir róttækum aðgerðum vegna skógarelda í landinu.Sjá einnig: Ætlar ekki að þiggja aðstoð G7-ríkja fyrr en Macron biðst afsökunarMiklir eldar hafa logað í Amazon regnskóginum frá því í ágúst á þessu ári. Tilkynnti þá bandaríski stórleikarinn að umhverfisverndarsamtökin Earth Alliance sem hann ætti þátt í að stofna myndu leggja til fimm milljónir Bandaríkjadala til þess að berjast gegn skógareldunum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem forsetinn ber fram þessar ásakanir á hendur DiCaprio en um sólarhring áður sagði hann leikarann eiga þátt í brunanum í útsendingu á Facebook og að hann væri hluti af alþjóðlegri „herferð gegn Brasilíu.“Sjá einnig: Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginumFyrrnefndir fjölmiðlar töldu sér skylt að árétta að ekkert bendir til þess að samtök tengd leikaranum eigi þátt í bruna skógarins. Ásakanir forsetans koma í kjölfar þess að fjórir sjálfboðaliðar sem unnu að því að slökkva elda í skóginum voru handteknir síðasta þriðjudag. Voru þeir sakaðir um það af lögreglu að hafa kveikt í skóginum í þeim tilgangi að ýta undir peningaöflun alþjóðlegra félagasamtaka. Fólkinu var síðar sleppt úr haldi í kjölfar þrýstings frá almenningi en lögreglan hefur ekki greint frá neinum sönnunargögnum sem styðja ásakanirnar. Brasilía Tengdar fréttir Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. 12. september 2019 20:00 G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amazon-regnskógunum. 26. ágúst 2019 07:49 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Opinberir starfsmenn segja yfirvöld hafa vitað af íkveikjuáætlunum í Amazon Brasilískum yfirvöldum barst viðvörun frá opinberum starfsmönnum sem starfa við umhverfismál um að bændur og aðrir sem ásældust land í Amazon regnskóginum hefðu skipulagt að kveikja skógarelda á þann 10. ágúst. 26. ágúst 2019 23:53 Sextíu daga brunabann í Amazon Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum. 29. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakaði í gær bandaríska leikarann og umhverfisverndarsinnann Leonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vitnar þar í brasilíska miðilinn Folha De S.Paulo. „Þessi Leonardo DiCaprio er svalur náungi, er það ekki? Gefandi peninga til þess að brenna Amazon skóginn,“ var haft eftir forsetanum á fundi hans með stuðningsmönnum sínum í gær. Bolsonaro hefur áður lýst því yfir að hann vilji reka umhverfisverndarsamtök í burtu frá landinu og gagnrýnt erlend stjórnvöld harðlega fyrir meint afskipti af innanríkismálum eftir að margir kölluðu eftir róttækum aðgerðum vegna skógarelda í landinu.Sjá einnig: Ætlar ekki að þiggja aðstoð G7-ríkja fyrr en Macron biðst afsökunarMiklir eldar hafa logað í Amazon regnskóginum frá því í ágúst á þessu ári. Tilkynnti þá bandaríski stórleikarinn að umhverfisverndarsamtökin Earth Alliance sem hann ætti þátt í að stofna myndu leggja til fimm milljónir Bandaríkjadala til þess að berjast gegn skógareldunum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem forsetinn ber fram þessar ásakanir á hendur DiCaprio en um sólarhring áður sagði hann leikarann eiga þátt í brunanum í útsendingu á Facebook og að hann væri hluti af alþjóðlegri „herferð gegn Brasilíu.“Sjá einnig: Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginumFyrrnefndir fjölmiðlar töldu sér skylt að árétta að ekkert bendir til þess að samtök tengd leikaranum eigi þátt í bruna skógarins. Ásakanir forsetans koma í kjölfar þess að fjórir sjálfboðaliðar sem unnu að því að slökkva elda í skóginum voru handteknir síðasta þriðjudag. Voru þeir sakaðir um það af lögreglu að hafa kveikt í skóginum í þeim tilgangi að ýta undir peningaöflun alþjóðlegra félagasamtaka. Fólkinu var síðar sleppt úr haldi í kjölfar þrýstings frá almenningi en lögreglan hefur ekki greint frá neinum sönnunargögnum sem styðja ásakanirnar.
Brasilía Tengdar fréttir Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. 12. september 2019 20:00 G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amazon-regnskógunum. 26. ágúst 2019 07:49 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Opinberir starfsmenn segja yfirvöld hafa vitað af íkveikjuáætlunum í Amazon Brasilískum yfirvöldum barst viðvörun frá opinberum starfsmönnum sem starfa við umhverfismál um að bændur og aðrir sem ásældust land í Amazon regnskóginum hefðu skipulagt að kveikja skógarelda á þann 10. ágúst. 26. ágúst 2019 23:53 Sextíu daga brunabann í Amazon Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum. 29. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. 12. september 2019 20:00
G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amazon-regnskógunum. 26. ágúst 2019 07:49
Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14
Opinberir starfsmenn segja yfirvöld hafa vitað af íkveikjuáætlunum í Amazon Brasilískum yfirvöldum barst viðvörun frá opinberum starfsmönnum sem starfa við umhverfismál um að bændur og aðrir sem ásældust land í Amazon regnskóginum hefðu skipulagt að kveikja skógarelda á þann 10. ágúst. 26. ágúst 2019 23:53
Sextíu daga brunabann í Amazon Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum. 29. ágúst 2019 11:30