Viðurkennir ekki ósigur í Namibíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2019 08:58 Panduleni Itula viðurkennir ekki ósigur. AP/Sonja Smith Panduleni Itula, forsetaframbjóðandi í Namibíu, hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningunum sem haldnar voru í síðasta mánuði. Hann segist vera réttkjörinn forseti Namibíu og að hann muni gefa ríkisstjórn landsins sex mánuði til að endurheimta fé sem tapast hefur vegna spillingar.Þessi ummæli lét Itula falla í gær á fjöldafundi stjórnarandstöðuflokka í Oshakati í Namibíu. Greint var frá því að Hage Geingob, sitjandi forseti Namibíu og frambjóðandi SWAPO-flokksins, hafi hlotið endurkjör með 56,3 prósent atkvæða. Itula, sem bauð sig fram sem óháður kom næstur, með 29,3 prósent atkvæða. Á fundinum í gær lýsti Itula hins vegar því yfir að það væri hann sem væri réttkjörinn forseti, ekki Geingob. „Ég segi ykkur það einu sinni enn að það var ég sem sigraði kosningarnar. Þið eruð sigurvegarnir og það getur enginn tekið það frá ykkur,“ sagði Itula. Greint var frá því fyrir helgi að Itula hyggðist kæra niðurstöðu kosninganna þar sem kjörstjórn kosninganna hafi ekki framkvæmt þær á gagnsæjan eða heiðarlegan hátt.Hage Geingob, forseti Namibíu.Vísir/APGefur ríkisstjórninin sex mánuði Á fundinum í gær sendi Itula skýr skilaboð til kjörstjórnarinnar og forsetans um að hann liti svo á að endanleg niðurstaða kosninganna lægi ekki fyrir. Þá sagði hann einnig að hann gæfi ríkisstjórninni sex mánuði til að endurheimta það fé sem tapast hefur vegna spillingar í landinu. Kosningarnar voru haldnar skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins og sitja nú í gæsluvarðhaldi. Þá harmaði hann það að „þúsundir sjómanna“ hefðu misst vinnuna og lífsviðurværi sitt á undanförnum mánuðum. „Við erum á slæmum stað. Það er búið að selja landið okkar burt. Þið hafið kannski ekki tekið eftir því en mikið af okkar ríkidæmi hefur verið selt burt,“ sagði Itula sem lofaði stuðningsmönnum sínum að réttlætið myndi ná fram að ganga og að nýr forseti myndi taka við völdum fyrir 25. desember. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. 1. desember 2019 08:26 Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Panduleni Itula, forsetaframbjóðandi í Namibíu, hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningunum sem haldnar voru í síðasta mánuði. Hann segist vera réttkjörinn forseti Namibíu og að hann muni gefa ríkisstjórn landsins sex mánuði til að endurheimta fé sem tapast hefur vegna spillingar.Þessi ummæli lét Itula falla í gær á fjöldafundi stjórnarandstöðuflokka í Oshakati í Namibíu. Greint var frá því að Hage Geingob, sitjandi forseti Namibíu og frambjóðandi SWAPO-flokksins, hafi hlotið endurkjör með 56,3 prósent atkvæða. Itula, sem bauð sig fram sem óháður kom næstur, með 29,3 prósent atkvæða. Á fundinum í gær lýsti Itula hins vegar því yfir að það væri hann sem væri réttkjörinn forseti, ekki Geingob. „Ég segi ykkur það einu sinni enn að það var ég sem sigraði kosningarnar. Þið eruð sigurvegarnir og það getur enginn tekið það frá ykkur,“ sagði Itula. Greint var frá því fyrir helgi að Itula hyggðist kæra niðurstöðu kosninganna þar sem kjörstjórn kosninganna hafi ekki framkvæmt þær á gagnsæjan eða heiðarlegan hátt.Hage Geingob, forseti Namibíu.Vísir/APGefur ríkisstjórninin sex mánuði Á fundinum í gær sendi Itula skýr skilaboð til kjörstjórnarinnar og forsetans um að hann liti svo á að endanleg niðurstaða kosninganna lægi ekki fyrir. Þá sagði hann einnig að hann gæfi ríkisstjórninni sex mánuði til að endurheimta það fé sem tapast hefur vegna spillingar í landinu. Kosningarnar voru haldnar skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins og sitja nú í gæsluvarðhaldi. Þá harmaði hann það að „þúsundir sjómanna“ hefðu misst vinnuna og lífsviðurværi sitt á undanförnum mánuðum. „Við erum á slæmum stað. Það er búið að selja landið okkar burt. Þið hafið kannski ekki tekið eftir því en mikið af okkar ríkidæmi hefur verið selt burt,“ sagði Itula sem lofaði stuðningsmönnum sínum að réttlætið myndi ná fram að ganga og að nýr forseti myndi taka við völdum fyrir 25. desember.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. 1. desember 2019 08:26 Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45
Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. 1. desember 2019 08:26
Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44