Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm

„Það er ágreiningur sem við erum að reyna að jafna sem snýst um ákveðin tæknileg atriði þar sem við skiptastjórarnir eru ekki sammála fulltrúa flugfreyja. Það kemur í ljós hvort við náum að leysa úr því einhvern veginn. Þetta snýst aðallega um útreikninga á launum og launatengdum kröfum í uppsagnarfresti. Við höfum beitt ákveðinni aðferðarfræði við afgreiðslu á kröfum annarra hópa og það hefur allt saman gengið eftir,“ segir Sveinn Andri.
Í lok nóvember voru samþykktar launakröfur í búið sem alls 3,8 milljörðum króna. Aðspurður hvort flugfreyjur fái greidd vangoldin laun segir Sveinn Andri.
„Þær eru auðvitað bara í sömu stöðu og aðrir fyrrum starfsmenn WOW og þeir fá hlutfallslega greitt upp í sín laun annars vegar miðað við þær reglur sem gilda hjá ábyrgðarsjóði launa og hins vegar eftir atvikum það sem kemur út úr búinu við úthlutun í lokin. Það miðast alltaf við sömu hlutföllin.“
Skiptastjórarnir munu halda áfram að reyna að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur.
„Við höldum áfram að fara yfir þetta með fulltrúa flugfreyja. Ef ekki tekst að jafna ágreining þá þarf að fara með slíkan ágreining til héraðsdóms til að fá úr honum leyst, lögin gera ráð fyrir því,“ segir Sveinn Andri.
Rúmlega 400 flugfreyjur og flugþjónar misstu vinnuna þegar WOW Air varð gjaldþrota.
Tengdar fréttir

Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu
Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag.

3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air
Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar.

Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð
Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna.

Fær ekki milljónirnar eftir uppsögn hjá Wow í aðdraganda gjaldþrotsins
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað þrotabú flugfélagsins Wow air af kröfum flugvirkja sem sagt var upp störfum hjá flugfélaginu í desember síðastliðnum, skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta eins og frægt er orðið.