Er ég nógu merkilegur? Friðrik Agni Árnason skrifar 8. desember 2019 10:00 „Ég hélt þú ættir heima í risa einbýlishúsi og ættir ríka foreldra.“ Þetta var sagt við mig eitt sinn og var það vinkona sem heimsótti mig í fyrsta skipti. Henni til dálítillar furðu átti ég heima í blokk og íbúð sem var ekkert sérlega íburðarmikil. En þetta var mitt heimili þar sem ást foreldra minna til okkar systkina var til staðar og það var svo sem alltaf nóg fyrir mig. Þegar ég hins vegar áttaði mig á því að krakkar, vinir og vinkonur í kringum mig áttu oftast heima í einbýlishúsum og áttu alltaf það nýjasta af öllu þá byrjaði samanburðurinn og minnimáttarkenndin. Þetta átti sérstaklega við um dansheiminn sem ég ólst upp í. Ég hugsa að ég hafi ákveðið eða jafnvel ómeðvitað sett mér það markmið að verða ótrúlega góður í dansi til að bæta upp fyrir það sem ég var ekki í alvörunni. Ekki nógu ríkur eða merkilegur í lífinu en mjög góður dansari. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en rosalega mjór. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en afburða námsmaður… Þið sjáið kannski hvert ég er að fara með þetta. Samanburðurinn og minnimáttarkenndin varð að óöryggi sem svo leiddi af sér fullkomnunaráráttu, átröskun og kvíða hjá mér á ungmennaárunum. Alla þessa kvilla berst ég við á hverjum degi enn þann dag í dag þó af mun minni ákafa. Ég sigraðist á átröskuninni en er hræddur um að hinir brestirnir fylgi mér enn. Í nútímasamfélagi er svo auðvelt að vera í samanburðar pakkanum því allt okkar líf er svo opið okkar á milli. Ekki bara samfélagið sem maður býr í heldur heimsamfélagið. Hver er mælikvarðinn á að vera merkilegur og eiga skilið hrós eða virðingu? Mér finnst í sumum aðstæðum að fólk taki ekki eftir mér eða velji jafnvel að heilsa mér ekki og það má vel vera að það sé einungis mín upplifun út frá mínu eigin óöryggi. Getur það samt verið að fólk dæmi út frá t.d. sýnileika á samfélagsmiðlum, er hann frægur? Af hverju ætti ég að yrða á hann? Hugsanlega ætti maður að yrða á alla, veita auglit, kinka kolli, segja hæ. Það er líka skrítið að þurfa eitthvert samhengi og stöðu einhvers til þess að dæma um hvort sá sami eigi skilið að honum sé veitt athygli. í grunninn er í raun enginn einn aðili merkilegri en annar. Ég reyni allavega alltaf að minna sjálfan mig á að þegar ég kem inn í aðstæður þar sem er nýtt fólk, að vera opinn, brosa og jafnvel heilsa. Hvaða máli skipti það t.d. fyrir ungu vinkonu mína, þá kannski ekki nema ellefu ára, í hverskyns húsnæði ég bjó í. Hvaða hugmyndir hafði hún búið sér til í huganum og út frá hvaða upplýsingum? Krakkar mynda skoðanir út frá því sem þeim er kennt og því sem þeir taka eftir í kringum sig og oftast eru þá foreldrarnir helsta fordæmið. Þetta byrjar svo snemma, dómurinn og samanburðurinn, skiptingin. Það er erfitt að vera í hópaðstæðum þar sem maður bókstaflega finnur að ekki allir eru jafnir og þegar maður sjálfur er einhvern veginn ekki metinn eftir þeim verðleikum sem maður veit að maður býr yfir. Einstaka sinnum breytist viðhorf fólks við það eitt að sjá mann ræða við einhvern sem kannski er þekktur. Þá er í lagi að veita mér aðeins meiri athygli. Eða eftir að hafa komist að því í hverju maður sé menntaður eða eftir dans- og atvinnureynslu o.s.frv. Er þetta ekki furðulegt, að við skulum hegða okkur svona? Við vitum ekkert um fólk nema með því að opna á samtalið. Við þurfum ekki að láta afrek eða tengslanet fólks ákvarða það hvort það eigi skilið okkar virðingu eða athygli. Allir eru merkilegir. Við erum alveg stórmerkileg meira að segja sem dýrategund myndi ég halda. Og mig grunar að allir þrái bara að þeim sé veitt smá eftirtekt og fái staðfestingu á að þeir séu nógu góðir og að þeir eru hér. Hluti af heildinni, rétt eins og við öll einfaldlega erum. Kannski er frekar hægt að segja að við séum öll jafn ómerkileg. Svona í stóra samhenginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Ég hélt þú ættir heima í risa einbýlishúsi og ættir ríka foreldra.“ Þetta var sagt við mig eitt sinn og var það vinkona sem heimsótti mig í fyrsta skipti. Henni til dálítillar furðu átti ég heima í blokk og íbúð sem var ekkert sérlega íburðarmikil. En þetta var mitt heimili þar sem ást foreldra minna til okkar systkina var til staðar og það var svo sem alltaf nóg fyrir mig. Þegar ég hins vegar áttaði mig á því að krakkar, vinir og vinkonur í kringum mig áttu oftast heima í einbýlishúsum og áttu alltaf það nýjasta af öllu þá byrjaði samanburðurinn og minnimáttarkenndin. Þetta átti sérstaklega við um dansheiminn sem ég ólst upp í. Ég hugsa að ég hafi ákveðið eða jafnvel ómeðvitað sett mér það markmið að verða ótrúlega góður í dansi til að bæta upp fyrir það sem ég var ekki í alvörunni. Ekki nógu ríkur eða merkilegur í lífinu en mjög góður dansari. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en rosalega mjór. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en afburða námsmaður… Þið sjáið kannski hvert ég er að fara með þetta. Samanburðurinn og minnimáttarkenndin varð að óöryggi sem svo leiddi af sér fullkomnunaráráttu, átröskun og kvíða hjá mér á ungmennaárunum. Alla þessa kvilla berst ég við á hverjum degi enn þann dag í dag þó af mun minni ákafa. Ég sigraðist á átröskuninni en er hræddur um að hinir brestirnir fylgi mér enn. Í nútímasamfélagi er svo auðvelt að vera í samanburðar pakkanum því allt okkar líf er svo opið okkar á milli. Ekki bara samfélagið sem maður býr í heldur heimsamfélagið. Hver er mælikvarðinn á að vera merkilegur og eiga skilið hrós eða virðingu? Mér finnst í sumum aðstæðum að fólk taki ekki eftir mér eða velji jafnvel að heilsa mér ekki og það má vel vera að það sé einungis mín upplifun út frá mínu eigin óöryggi. Getur það samt verið að fólk dæmi út frá t.d. sýnileika á samfélagsmiðlum, er hann frægur? Af hverju ætti ég að yrða á hann? Hugsanlega ætti maður að yrða á alla, veita auglit, kinka kolli, segja hæ. Það er líka skrítið að þurfa eitthvert samhengi og stöðu einhvers til þess að dæma um hvort sá sami eigi skilið að honum sé veitt athygli. í grunninn er í raun enginn einn aðili merkilegri en annar. Ég reyni allavega alltaf að minna sjálfan mig á að þegar ég kem inn í aðstæður þar sem er nýtt fólk, að vera opinn, brosa og jafnvel heilsa. Hvaða máli skipti það t.d. fyrir ungu vinkonu mína, þá kannski ekki nema ellefu ára, í hverskyns húsnæði ég bjó í. Hvaða hugmyndir hafði hún búið sér til í huganum og út frá hvaða upplýsingum? Krakkar mynda skoðanir út frá því sem þeim er kennt og því sem þeir taka eftir í kringum sig og oftast eru þá foreldrarnir helsta fordæmið. Þetta byrjar svo snemma, dómurinn og samanburðurinn, skiptingin. Það er erfitt að vera í hópaðstæðum þar sem maður bókstaflega finnur að ekki allir eru jafnir og þegar maður sjálfur er einhvern veginn ekki metinn eftir þeim verðleikum sem maður veit að maður býr yfir. Einstaka sinnum breytist viðhorf fólks við það eitt að sjá mann ræða við einhvern sem kannski er þekktur. Þá er í lagi að veita mér aðeins meiri athygli. Eða eftir að hafa komist að því í hverju maður sé menntaður eða eftir dans- og atvinnureynslu o.s.frv. Er þetta ekki furðulegt, að við skulum hegða okkur svona? Við vitum ekkert um fólk nema með því að opna á samtalið. Við þurfum ekki að láta afrek eða tengslanet fólks ákvarða það hvort það eigi skilið okkar virðingu eða athygli. Allir eru merkilegir. Við erum alveg stórmerkileg meira að segja sem dýrategund myndi ég halda. Og mig grunar að allir þrái bara að þeim sé veitt smá eftirtekt og fái staðfestingu á að þeir séu nógu góðir og að þeir eru hér. Hluti af heildinni, rétt eins og við öll einfaldlega erum. Kannski er frekar hægt að segja að við séum öll jafn ómerkileg. Svona í stóra samhenginu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun