Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. desember 2019 06:25 Skjáskot af forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ritstjórinn skrifar fréttina en annars eru síður blaðsins auðar. Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Í forsíðufréttinni rekur ritstjórinn þá ákvörðun stjórnenda að blaðið komi út með þeim hætti sem það gerir í dag: „Það er fullt starf fjölda starfsmanna á ritstjórn að skila efni í hvert tölublað og því var ekki mögulegt annað en að blað dagsins bæri merki þessara aðgerða. Fréttablaðið hefur skyldur við lesendur og auglýsendur og því var tvennt sem lagt var til grundvallar þeirri ákvörðun að blaðið yrði gefið út við þessar aðstæður. Annars vegar að virða rétt blaðamanna til vinnustöðvunar. Því eru ekki fréttir í þessu tölublaði, en birt er annað ritstjórnarefni, sem tilbúið var áður en verkfall brast á. Hins vegar að auglýsendur geti reitt sig á auglýsingamátt blaðsins og ekki kæmi rof í nærri tuttugu ára útgáfusögu þess. Eins og kunnugt er berst Fréttablaðið lesendum sínum þeim að kostnaðarlausu og eru auglýsingar eina tekjulind þess,“ segir í fréttinni.Aðgerðirnar virðast hafa haft minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem síður þess fyrrnefnda eru ekki auðar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði ekki heyrt af neinum vandræðum með verkfallið. Staðan yrði tekin á morgun þegar blöðin kæmu út. Fyrri þrjár vinnustöðvanir BÍ tóku til ljósmyndara, myndatökumanna og þeirra blaðamanna sem starfa á netmiðlum. Þær aðgerðir gengu ekki hnökralaust fyrir sig en BÍ stefndi Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifuðu fréttir á mbl.is á meðan á verkfallsaðgerðum netblaðamanna stóð. Þær aðgerðir voru fordæmdar af blaðamönnum mbl.is sem höfðu lagt niður störf. Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum BÍ við SA þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar og það að blaðamenn felldu nýjan kjarasamning við SA í síðustu viku með rúmlega 70% greiddra atkvæða.Blaðamenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. 5. desember 2019 10:24 Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5. desember 2019 13:17 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Í forsíðufréttinni rekur ritstjórinn þá ákvörðun stjórnenda að blaðið komi út með þeim hætti sem það gerir í dag: „Það er fullt starf fjölda starfsmanna á ritstjórn að skila efni í hvert tölublað og því var ekki mögulegt annað en að blað dagsins bæri merki þessara aðgerða. Fréttablaðið hefur skyldur við lesendur og auglýsendur og því var tvennt sem lagt var til grundvallar þeirri ákvörðun að blaðið yrði gefið út við þessar aðstæður. Annars vegar að virða rétt blaðamanna til vinnustöðvunar. Því eru ekki fréttir í þessu tölublaði, en birt er annað ritstjórnarefni, sem tilbúið var áður en verkfall brast á. Hins vegar að auglýsendur geti reitt sig á auglýsingamátt blaðsins og ekki kæmi rof í nærri tuttugu ára útgáfusögu þess. Eins og kunnugt er berst Fréttablaðið lesendum sínum þeim að kostnaðarlausu og eru auglýsingar eina tekjulind þess,“ segir í fréttinni.Aðgerðirnar virðast hafa haft minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem síður þess fyrrnefnda eru ekki auðar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði ekki heyrt af neinum vandræðum með verkfallið. Staðan yrði tekin á morgun þegar blöðin kæmu út. Fyrri þrjár vinnustöðvanir BÍ tóku til ljósmyndara, myndatökumanna og þeirra blaðamanna sem starfa á netmiðlum. Þær aðgerðir gengu ekki hnökralaust fyrir sig en BÍ stefndi Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifuðu fréttir á mbl.is á meðan á verkfallsaðgerðum netblaðamanna stóð. Þær aðgerðir voru fordæmdar af blaðamönnum mbl.is sem höfðu lagt niður störf. Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum BÍ við SA þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar og það að blaðamenn felldu nýjan kjarasamning við SA í síðustu viku með rúmlega 70% greiddra atkvæða.Blaðamenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. 5. desember 2019 10:24 Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5. desember 2019 13:17 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. 5. desember 2019 10:24
Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5. desember 2019 13:17
Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39