Fær ekki að grafa upp lík Dillinger fyrir sjónvarpsþætti History Channel Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2019 22:55 FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Vísir/AP Frænda hins fræga bandaríska glæpamanns John Dillinger hefur verið meinað að grafa upp lík hans vegna gerðar sjónvarpsþátta fyrir History Channel. Dillinger var skotinn til bana af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fyrir utan kvikmyndahús í Chicago árið 1934 og grafinn í Crown Hill kirkjugarðinum í Indiana þar sem fjölskyldumeðlimir hans voru einnig jarðaðir. Michael Thompson, ættingi Dillinger, segist sitja á sönnunargögnum um að lögregluþjónarnir hafi í raun ekki skotið Dillinger, heldur einhvern annan og grafið hann.Johnny Depp lék Dillinger í nýjustu kvikmyndinni um glæpamanninn, Public Enemies, sem frumsýnd var árið 2009.Thompson ætlaði sér að grafa upp Dillinger í sumar en var meinað að gera það af forsvarsmönnum kirkjugarðsins. Hann höfðaði mál í ágúst og fékkst niðurstaða í það í dag. History Channel sleit sig þó frá verkefninu í september. Lögmenn kirkjugarðsins segja kröfu Thompson byggja á áratuga gamalli samsæriskenningu. Krufning á líki Dillinger hafi farið fram á sínum tíma og ættingjar hans hafi borið kennsl á hann áður en hann var grafinn. Þá hafi þing Indiana hafa veitt forsvarsmönnum kirkjugarða rétt til að neita uppgreftri til að vernda grafir gegn óþarfa röskunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Lögmaður Thompson segir skjólstæðing sinn þó hafa fengið skjöl frá FBI sem bendi til þess að svo sé ekki. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað. Nokkrum dögum eftir að Dillinger var grafinn lét faðir hans hylja kistuna með járnstyrktri steypu svo skemmdarvargar reyndu ekki að grafa hana upp. Aðrir ættingjar glæpamannsins fræga hafa lýst sig andsnúna uppgreftri líks hans og ætla leita til dómstóla til að koma í veg fyrir að Thompson nái sínu framgengt með áfrýjun.Hér má sjá frétt CBS um málið frá því í sumar. Bandaríkin Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Frænda hins fræga bandaríska glæpamanns John Dillinger hefur verið meinað að grafa upp lík hans vegna gerðar sjónvarpsþátta fyrir History Channel. Dillinger var skotinn til bana af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fyrir utan kvikmyndahús í Chicago árið 1934 og grafinn í Crown Hill kirkjugarðinum í Indiana þar sem fjölskyldumeðlimir hans voru einnig jarðaðir. Michael Thompson, ættingi Dillinger, segist sitja á sönnunargögnum um að lögregluþjónarnir hafi í raun ekki skotið Dillinger, heldur einhvern annan og grafið hann.Johnny Depp lék Dillinger í nýjustu kvikmyndinni um glæpamanninn, Public Enemies, sem frumsýnd var árið 2009.Thompson ætlaði sér að grafa upp Dillinger í sumar en var meinað að gera það af forsvarsmönnum kirkjugarðsins. Hann höfðaði mál í ágúst og fékkst niðurstaða í það í dag. History Channel sleit sig þó frá verkefninu í september. Lögmenn kirkjugarðsins segja kröfu Thompson byggja á áratuga gamalli samsæriskenningu. Krufning á líki Dillinger hafi farið fram á sínum tíma og ættingjar hans hafi borið kennsl á hann áður en hann var grafinn. Þá hafi þing Indiana hafa veitt forsvarsmönnum kirkjugarða rétt til að neita uppgreftri til að vernda grafir gegn óþarfa röskunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Lögmaður Thompson segir skjólstæðing sinn þó hafa fengið skjöl frá FBI sem bendi til þess að svo sé ekki. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað. Nokkrum dögum eftir að Dillinger var grafinn lét faðir hans hylja kistuna með járnstyrktri steypu svo skemmdarvargar reyndu ekki að grafa hana upp. Aðrir ættingjar glæpamannsins fræga hafa lýst sig andsnúna uppgreftri líks hans og ætla leita til dómstóla til að koma í veg fyrir að Thompson nái sínu framgengt með áfrýjun.Hér má sjá frétt CBS um málið frá því í sumar.
Bandaríkin Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira