Anton Sveinn McKee setti sitt þriðja Íslandsmet í dag í úrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow.
Anton synti á 26,14 sekúndum og endaði í 7. sæti. Rússinn Vladimir Morozov varð Evrópumeistari á 25,51 sekúndu.
Í undanrásunum synti Anton á 26,43 sekúndum og bætti ársgamalt Íslandsmet sitt sem var 26,74 sekúndur.
Í undanúrslitunum synti Anton svo á 26,28 sekúndum. Það met stóð í rúma klukkustund, eða þar til Anton bætti það úrslitunum.
Anton á eftir að keppa í bæði 100 og 200 metra bringusundi á EM.
Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag

Tengdar fréttir

Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM
Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow.

Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit
Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag.