Hátíðin hefur verið haldin á fimm ára fresti, stendur í tvo daga, en árið 2014 er áætlað að um 200 þúsund dýrum hafi verið slátrað.
Hindúar standa fyrir hátíðinni þar sem dýrum er slátrað til heiðurs valdagyðjunni Gadhimai. Koma þar þúsundir hindúa frá Nepal og Indlandi saman við Gadhimai-hofið í Bariyarpur til að slátra kúm, vísundum, geitum, fuglum, rottum og fleiri dýrategundum.
Dýraverndunarsinnar og hæstiréttur Nepals hafa lengi barist fyrir því að stöðva trúarlegar slátranir hátíðarinnar.

