Barnabótakerfið fátæktarhjálp en ekki almennur stuðningur við barnafjölskyldur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2019 09:00 Barnabótakerfið á Íslandi styður eingöngu við allra tekjulægstu hópana í samfélaginu og er í raun fátæktarhjálp í stað þess að vera almennur stuðningur við barnafjölskyldur eins og annarsstaðar á Norðurlöndunum. Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur vann skýrslu fyrir BSRB um barnabótakerfið á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Stóra niðurstaðan er sú að hið íslenska er mjög ólíkt hinum kerfunum.Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur.Stöð2„Munurinn felst í því að íslenska barnabótakerfið er ákaflega lágtekjumiðað á meðan að norrænu barnabótakerfin miða frekar að því að draga úr fjárhagslegum afleiðingum barneigna fyrir fjölskyldur óháð efnahag almennt,“ segir Kolbeinn. Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar. Skerðingarmörkin liggja lágt og skerðingarhlutfallið er hátt. Eins og sést á skýringarmynd hér að neðan fær par á Íslandi með meðallaun og tvö börn undir sjö ára aldri nær engar bætur, eða tæpar 500 krónur á mánuði. Á meðan eru bæturnar 30.000 – 40.000 krónur á mánuði í hinum löndunum.Bæturnar eru ívið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Grafík/HafsteinnÞeir sem eru með lægri tekjur fá þó einhverjar bætur. Par með rétt yfir lágmarkslaunum og tvö börn yngri en sjö ára. Undir þeim kringumstæðum fær íslenskra parið háar bætur í samanburði við aðra. En þegar börnin eru orðin eldri en sjö ára verða bæturnar lægstar hér á landi.Gula súlan sýnir bætur ef börn eru eldri en sjö ára gömul. Sú bláa ef börn eru yngri en sjö ára.Grafík/HafsteinnÁ Íslandi eru greiddar uppbætur fyrir yngri börn. „Það er ekki endilega augljóst að þetta sé rökrétt. Erlendar rannsóknir benda til dæmis til þess að kostnaður við yngri börn sé kannski meiri í tíma og orku en þegar börnin verða eldri þá taki þau minni tíma en fara að kosta meiri peninga, segir Kolbeinn. Eina landið sem er með tekjuskerðingu eins og íslenska kerfið er Danmörk. Skerðingarmörkin þar eru hins vegar mun hærri. „Í staðinn fyrir að vera með lágtekjumiðað barnabótakerfi eru þau með kerfi sem dregur úr stuðningi við hátekjufjölskyldur, segir Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Barnabótakerfið á Íslandi styður eingöngu við allra tekjulægstu hópana í samfélaginu og er í raun fátæktarhjálp í stað þess að vera almennur stuðningur við barnafjölskyldur eins og annarsstaðar á Norðurlöndunum. Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur vann skýrslu fyrir BSRB um barnabótakerfið á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Stóra niðurstaðan er sú að hið íslenska er mjög ólíkt hinum kerfunum.Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur.Stöð2„Munurinn felst í því að íslenska barnabótakerfið er ákaflega lágtekjumiðað á meðan að norrænu barnabótakerfin miða frekar að því að draga úr fjárhagslegum afleiðingum barneigna fyrir fjölskyldur óháð efnahag almennt,“ segir Kolbeinn. Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar. Skerðingarmörkin liggja lágt og skerðingarhlutfallið er hátt. Eins og sést á skýringarmynd hér að neðan fær par á Íslandi með meðallaun og tvö börn undir sjö ára aldri nær engar bætur, eða tæpar 500 krónur á mánuði. Á meðan eru bæturnar 30.000 – 40.000 krónur á mánuði í hinum löndunum.Bæturnar eru ívið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Grafík/HafsteinnÞeir sem eru með lægri tekjur fá þó einhverjar bætur. Par með rétt yfir lágmarkslaunum og tvö börn yngri en sjö ára. Undir þeim kringumstæðum fær íslenskra parið háar bætur í samanburði við aðra. En þegar börnin eru orðin eldri en sjö ára verða bæturnar lægstar hér á landi.Gula súlan sýnir bætur ef börn eru eldri en sjö ára gömul. Sú bláa ef börn eru yngri en sjö ára.Grafík/HafsteinnÁ Íslandi eru greiddar uppbætur fyrir yngri börn. „Það er ekki endilega augljóst að þetta sé rökrétt. Erlendar rannsóknir benda til dæmis til þess að kostnaður við yngri börn sé kannski meiri í tíma og orku en þegar börnin verða eldri þá taki þau minni tíma en fara að kosta meiri peninga, segir Kolbeinn. Eina landið sem er með tekjuskerðingu eins og íslenska kerfið er Danmörk. Skerðingarmörkin þar eru hins vegar mun hærri. „Í staðinn fyrir að vera með lágtekjumiðað barnabótakerfi eru þau með kerfi sem dregur úr stuðningi við hátekjufjölskyldur, segir Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira