Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2019 19:15 Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót og hægt verður að leita til hans næstu fimmtán mánuði þar á eftir en að þeim loknum fer hann á biðlaun í sex mánuði. Í bréfi sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri sendi starfsfólki embættisins í dag segir hann að eðli málsins samkvæmt gusti um þann sem gegni þessu starfi og hann hafi ekki farið varhluta af því. Nýleg gagnrýni hans á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hafi ekki verið öllum að skapi.Sjá einnig: Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Sjálfur telji hann eðlilegt að í fámennu samfélagi sé heillavænlegt og í raun óhjákvæmilegt að stefna að því að landið verði eitt löggæsluumdæmi, eitt embætti, einn lögreglustjóri. En hann stígi sáttur frá borði eftir 22 ár í embættinu.Bréf fráfarandi ríkislögreglustjóra til starfsmanna.Grafík/Stöð 2Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að sameina ekki embætti að þessu sinni eins og var ein af þeim hugmyndum sem hún var að skoða.Var lykillinn að málinu að ríkislögreglustjóri lætur af störfum?„Hann ákvað það og ég er sammála því mati hans að það sé rétt að hann stígi til hliðar núna og láti öðrum eftir embætti ríkislögreglustjóra,” segir Áslaug Arna. Hún greindi frá því í dag að stofnað verði lögregluráð sem í eigi sæti allir lögreglustjórar landsins undir formennsku ríkislögreglustjóra.Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi tekur tímabundið við embætti ríkislögreglustjóra um áramótin en það verður auglýst laust til umsóknar bráðlega. Kjartan segist ekki ætla að sækja um embættið og hann reikni ekki með að hann taki stefnumótandi ákvarðanir á meðan hann verður ríkislögreglustjóri. Hann muni undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra. Ráðherra segir að efla verði samráð og samvinnu allra lögreglustjóra landsins. Haraldur komi í ráðuneytið eftir áramót í sérstök verkefni í þrjá mánuði. „Að þeim loknum tekur svo við starfslokasamningur þar sem hægt er að leita til hans til ráðgjafar í ráðuneytinu í fimmtán mánuði. Síðan taka við biðlaun samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í sex mánuði,” segir Áslaug Arna. Haraldur Johannessen verður því á launum hjá ríkinu í 24 mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramótin. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót og hægt verður að leita til hans næstu fimmtán mánuði þar á eftir en að þeim loknum fer hann á biðlaun í sex mánuði. Í bréfi sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri sendi starfsfólki embættisins í dag segir hann að eðli málsins samkvæmt gusti um þann sem gegni þessu starfi og hann hafi ekki farið varhluta af því. Nýleg gagnrýni hans á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hafi ekki verið öllum að skapi.Sjá einnig: Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Sjálfur telji hann eðlilegt að í fámennu samfélagi sé heillavænlegt og í raun óhjákvæmilegt að stefna að því að landið verði eitt löggæsluumdæmi, eitt embætti, einn lögreglustjóri. En hann stígi sáttur frá borði eftir 22 ár í embættinu.Bréf fráfarandi ríkislögreglustjóra til starfsmanna.Grafík/Stöð 2Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að sameina ekki embætti að þessu sinni eins og var ein af þeim hugmyndum sem hún var að skoða.Var lykillinn að málinu að ríkislögreglustjóri lætur af störfum?„Hann ákvað það og ég er sammála því mati hans að það sé rétt að hann stígi til hliðar núna og láti öðrum eftir embætti ríkislögreglustjóra,” segir Áslaug Arna. Hún greindi frá því í dag að stofnað verði lögregluráð sem í eigi sæti allir lögreglustjórar landsins undir formennsku ríkislögreglustjóra.Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi tekur tímabundið við embætti ríkislögreglustjóra um áramótin en það verður auglýst laust til umsóknar bráðlega. Kjartan segist ekki ætla að sækja um embættið og hann reikni ekki með að hann taki stefnumótandi ákvarðanir á meðan hann verður ríkislögreglustjóri. Hann muni undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra. Ráðherra segir að efla verði samráð og samvinnu allra lögreglustjóra landsins. Haraldur komi í ráðuneytið eftir áramót í sérstök verkefni í þrjá mánuði. „Að þeim loknum tekur svo við starfslokasamningur þar sem hægt er að leita til hans til ráðgjafar í ráðuneytinu í fimmtán mánuði. Síðan taka við biðlaun samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í sex mánuði,” segir Áslaug Arna. Haraldur Johannessen verður því á launum hjá ríkinu í 24 mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramótin.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira