Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 13:19 Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóra á Suðurlandi tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 1. janúar næstkomandi. Hann tekur því við af Haraldi Johannessen sem tillkynnti afsögn sína í dag og hverfur frá störfum um áramótin. Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. Þetta kom fram á blaðamannafundi dómsmálaráðherra um lögreglumál sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum nú eftir hádegi. Áslaug sagði á fundinum að þau Haraldur hefðu verið sammála um að hleypa nýju starfsfólki að hjá embættinu. Hún hefði samþykkt afsögn hans. Þá tók hún sérstaklega fram að starfslok Haraldar væru gerð í góðri sátt. Fyrst um sinn mun i Haraldur sinna verkefnum í ráðuneytinu en hann hefur lýst yfir áhuga á því að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála. Áslaug þakkaði Haraldi fyrir áralöng störf í þágu lögreglu. Þá tilkynnti Áslaug að hún hefði skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi í embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Hann hefur þó gefið það út að hann muni ekki sækja um stöðuna. Nýju lögregluráði komið á fót Áslaug kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar á lögreglumálum í landinu á fundinum. Hún taldi ekki tímabært að svo stöddu að sameina lögregluembætti. Áður hefur komið fram að til standi meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Einhver bið verður á því. Þá boðaði Áslaug stofnun nýs lögregluráðs, þar sem eiga sæti allir lögreglustjórar á landinu auk ríkislögreglustjóra. Nánari samvinna á landsvísu geri lögreglunni til dæmis betur kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Sterkt lögregluráð leiði til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla. Þannig verði lögreglan í vaxandi mæli rekin sem ein heild. Ráðið mun funda mánaðarlega og ríkislögreglustjóra ber að hafa samráð við lögregluráð um allar veigamiklar ákvarðanir. Ráðið tekur til starfa 1. janúar 2020.Upptöku af blaðamannafundi ráðherra í Ráðherrabústaðnum má horfa á í spilaranum hér að neðan. Mikið hefur mætt á Áslaugu Örnu síðan hún tók við embætti dómsmálaráðherra í september, einkum vegna ólgu innan lögreglunnar. Mannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Þá lýstu átta af níu lögreglustjórum á landinu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóra á Suðurlandi tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 1. janúar næstkomandi. Hann tekur því við af Haraldi Johannessen sem tillkynnti afsögn sína í dag og hverfur frá störfum um áramótin. Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. Þetta kom fram á blaðamannafundi dómsmálaráðherra um lögreglumál sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum nú eftir hádegi. Áslaug sagði á fundinum að þau Haraldur hefðu verið sammála um að hleypa nýju starfsfólki að hjá embættinu. Hún hefði samþykkt afsögn hans. Þá tók hún sérstaklega fram að starfslok Haraldar væru gerð í góðri sátt. Fyrst um sinn mun i Haraldur sinna verkefnum í ráðuneytinu en hann hefur lýst yfir áhuga á því að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála. Áslaug þakkaði Haraldi fyrir áralöng störf í þágu lögreglu. Þá tilkynnti Áslaug að hún hefði skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi í embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Hann hefur þó gefið það út að hann muni ekki sækja um stöðuna. Nýju lögregluráði komið á fót Áslaug kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar á lögreglumálum í landinu á fundinum. Hún taldi ekki tímabært að svo stöddu að sameina lögregluembætti. Áður hefur komið fram að til standi meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Einhver bið verður á því. Þá boðaði Áslaug stofnun nýs lögregluráðs, þar sem eiga sæti allir lögreglustjórar á landinu auk ríkislögreglustjóra. Nánari samvinna á landsvísu geri lögreglunni til dæmis betur kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Sterkt lögregluráð leiði til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla. Þannig verði lögreglan í vaxandi mæli rekin sem ein heild. Ráðið mun funda mánaðarlega og ríkislögreglustjóra ber að hafa samráð við lögregluráð um allar veigamiklar ákvarðanir. Ráðið tekur til starfa 1. janúar 2020.Upptöku af blaðamannafundi ráðherra í Ráðherrabústaðnum má horfa á í spilaranum hér að neðan. Mikið hefur mætt á Áslaugu Örnu síðan hún tók við embætti dómsmálaráðherra í september, einkum vegna ólgu innan lögreglunnar. Mannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Þá lýstu átta af níu lögreglustjórum á landinu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira