Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Andri Eysteinsson skrifar 1. desember 2019 22:56 Virginia Giuffre, konan sem hefur sakað Andrés prins um að nauðga sér þrisvar sinnum þegar hún var 17 ára. vísir/getty Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, segir sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. Í þættinum, sem ber heitið Prinsinn og Epstein-hneykslið. (e. The Prince and the Epstein Scandal), er talið að frekari tengsl Andrésar og Jeffrey Epstein komi upp á yfirborðið. Unnið hefur verið að gerð þáttarins, sem mun fjalla um tengsl Andrésar við Epstein-hneykslið, mánuðum saman og verður þátturinn lengri en vaninn er. Blaðamenn Panorama ræddu við Guiffre í nóvember, áður en að prinsinn mætti sjálfur í frægt viðtal hjá Newsnight.Prinsinn þótt hafa komist afar illa frá viðtalinu við Newsnight og var um fátt annað rætt í breskum fjölmiðlum eftir sýningu viðtalsins. Var því líkt meðal annars við bílslys og stórslys. Prinsinn sagðist þó sjálfur sáttur við viðtalið og stóð við það.Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnarÍ viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað Virginiu Guiffre árin 2001 og 2002 en þá var hún aðeins 17 ára gömul.Í viðtalinu sem birtast mun á morgun, sem er það fyrsta sem Guiffre veitir breskum fjölmiðli, mun Guiffre ræða Epstein og prinsinn. Í stuttu myndbroti sem birt hefur verið segir Guiffre. „Þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Hann veit hvað gerðist, ég veit hvað gerðist. Það er bara annað okkar að segja satt frá.“He knows what happened, I know what happened and there’s only one of us telling the truth.” The Prince and the Epstein Scandal | @BBCOne | Monday 2nd December, 9pm#BBCPanoramapic.twitter.com/tMIwWBztRR — Panorama (@BBCPanorama) November 28, 2019Þar sem að viðtalið við Guiffre var tekið upp áður en viðtalið við prinsinn birtist mun hún ekki svara orðum Andrésar. Andrés sagði við Newsnight að hann hafi ekki nauðgað Guiffre þar sem að hann hafi verið á veitingastaðnum Pizza Express í Woking daginn sem hún segir atburðinn hafa gerst.BBC segir að í þættinum muni nýjar upplýsingar um Epstein líta dagsins ljós og verður einnig fjallað um þátt Ghislaine Maxwell i hneykslinu. Ekki hefur spurst til Maxwell mánuðum saman en það var á heimili hennar sem mynd var tekin af Andrési og Virginiu Guiffre. Bretland Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisleg áreitni valdamanna Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, segir sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. Í þættinum, sem ber heitið Prinsinn og Epstein-hneykslið. (e. The Prince and the Epstein Scandal), er talið að frekari tengsl Andrésar og Jeffrey Epstein komi upp á yfirborðið. Unnið hefur verið að gerð þáttarins, sem mun fjalla um tengsl Andrésar við Epstein-hneykslið, mánuðum saman og verður þátturinn lengri en vaninn er. Blaðamenn Panorama ræddu við Guiffre í nóvember, áður en að prinsinn mætti sjálfur í frægt viðtal hjá Newsnight.Prinsinn þótt hafa komist afar illa frá viðtalinu við Newsnight og var um fátt annað rætt í breskum fjölmiðlum eftir sýningu viðtalsins. Var því líkt meðal annars við bílslys og stórslys. Prinsinn sagðist þó sjálfur sáttur við viðtalið og stóð við það.Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnarÍ viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað Virginiu Guiffre árin 2001 og 2002 en þá var hún aðeins 17 ára gömul.Í viðtalinu sem birtast mun á morgun, sem er það fyrsta sem Guiffre veitir breskum fjölmiðli, mun Guiffre ræða Epstein og prinsinn. Í stuttu myndbroti sem birt hefur verið segir Guiffre. „Þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Hann veit hvað gerðist, ég veit hvað gerðist. Það er bara annað okkar að segja satt frá.“He knows what happened, I know what happened and there’s only one of us telling the truth.” The Prince and the Epstein Scandal | @BBCOne | Monday 2nd December, 9pm#BBCPanoramapic.twitter.com/tMIwWBztRR — Panorama (@BBCPanorama) November 28, 2019Þar sem að viðtalið við Guiffre var tekið upp áður en viðtalið við prinsinn birtist mun hún ekki svara orðum Andrésar. Andrés sagði við Newsnight að hann hafi ekki nauðgað Guiffre þar sem að hann hafi verið á veitingastaðnum Pizza Express í Woking daginn sem hún segir atburðinn hafa gerst.BBC segir að í þættinum muni nýjar upplýsingar um Epstein líta dagsins ljós og verður einnig fjallað um þátt Ghislaine Maxwell i hneykslinu. Ekki hefur spurst til Maxwell mánuðum saman en það var á heimili hennar sem mynd var tekin af Andrési og Virginiu Guiffre.
Bretland Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisleg áreitni valdamanna Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira