Raddlausu börnin Benedikt Traustason skrifar 1. desember 2019 13:23 Ef það er eitthvað sem tengir saman stúdenta og Jón Sigurðsson, nú 101 ári eftir fullveldi Íslands, þá er það sameiginlegur reynsluheimur. Það sem bæði stúdentar og Fjölnismenn lærðu af sinni baráttu var að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist og enginn mun berjast fyrir sigrunum nema við sjálf. Á næsta ári verða 100 ár frá því að Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað. Það gerir ráðið eldra en nokkurn stjórnmálaflokk í landinu. Það gerir ráðið jafngamalt Veðurstofunni, Hæstarétti, skipun Guðjóns Samúelssonar sem húsameistara ríkisins og Nóa í Nóa Síríus. Það er hollt fyrir okkur sem höfum fengið tækifæri til þess að sækja háskólamenntun að skoða stærra samhengi hlutanna. Við höfum fengið tækifæri sem minnihluti mannkyns lætur sig dreyma um. Tækifæri til þess að elta okkar drauma; læra það sem við höfum áhuga á. Á hverju ári koma börn til Íslands sem flýja hörmungar sem eru okkur svo fjarri að við getum ekki með nokkru móti sett okkur í þeirra spor. Þessi börn hafa ferðast ein um langan veg, að mörkum hins byggilega, í leit að öryggi, samkennd og tækifærum til þess að elta sína drauma. Því miður er viðmót íslenskra stjórnvalda gangvart þessum börnum ekki skilyrðislaust öryggi og samhugur. Þess í stað er frásögn þessara barna dregin í efa og þau send í líkamsrannsókn. Fyrr á þessu ári ákvað Háskóli Íslands að annast þá líkamsrannsókn fyrir stjórnvöld, í stað þess að opna faðm sinn með manngæsku að leiðarljósi. Þessi börn eiga engan málsvara, enga rödd. Það er þess vegna sem við stúdentar höfum ljáð þeim okkar rödd því við vitum að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist. Það er ósk mín að háskólinn endurskoði afstöðu sína, hætti tanngreiningum og bjóði fylgdarlausum flóttabörnum möguleika á framtíð sem þau gætu annars aldrei látið sig dreyma um. Til hamingju með daginn.Hugvekja flutt á fullveldisdaginn, 1. desember.Benedikt Traustason, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Ef það er eitthvað sem tengir saman stúdenta og Jón Sigurðsson, nú 101 ári eftir fullveldi Íslands, þá er það sameiginlegur reynsluheimur. Það sem bæði stúdentar og Fjölnismenn lærðu af sinni baráttu var að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist og enginn mun berjast fyrir sigrunum nema við sjálf. Á næsta ári verða 100 ár frá því að Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað. Það gerir ráðið eldra en nokkurn stjórnmálaflokk í landinu. Það gerir ráðið jafngamalt Veðurstofunni, Hæstarétti, skipun Guðjóns Samúelssonar sem húsameistara ríkisins og Nóa í Nóa Síríus. Það er hollt fyrir okkur sem höfum fengið tækifæri til þess að sækja háskólamenntun að skoða stærra samhengi hlutanna. Við höfum fengið tækifæri sem minnihluti mannkyns lætur sig dreyma um. Tækifæri til þess að elta okkar drauma; læra það sem við höfum áhuga á. Á hverju ári koma börn til Íslands sem flýja hörmungar sem eru okkur svo fjarri að við getum ekki með nokkru móti sett okkur í þeirra spor. Þessi börn hafa ferðast ein um langan veg, að mörkum hins byggilega, í leit að öryggi, samkennd og tækifærum til þess að elta sína drauma. Því miður er viðmót íslenskra stjórnvalda gangvart þessum börnum ekki skilyrðislaust öryggi og samhugur. Þess í stað er frásögn þessara barna dregin í efa og þau send í líkamsrannsókn. Fyrr á þessu ári ákvað Háskóli Íslands að annast þá líkamsrannsókn fyrir stjórnvöld, í stað þess að opna faðm sinn með manngæsku að leiðarljósi. Þessi börn eiga engan málsvara, enga rödd. Það er þess vegna sem við stúdentar höfum ljáð þeim okkar rödd því við vitum að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist. Það er ósk mín að háskólinn endurskoði afstöðu sína, hætti tanngreiningum og bjóði fylgdarlausum flóttabörnum möguleika á framtíð sem þau gætu annars aldrei látið sig dreyma um. Til hamingju með daginn.Hugvekja flutt á fullveldisdaginn, 1. desember.Benedikt Traustason, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar