20 mínútna hreyfing á dag stórminnkar líkur á blöðruhálskrabbameini Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2019 20:00 Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið sem karlmenn glíma við á Íslandi. Getty/James Benet Tuttugu mínútna hreyfing á dag getur minnkað líkur á því að karlmenn þrói með sér krabbamein í blöðruhálskirtli um 51 prósent samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Aldrei of seint að byrja að hreyfa sig segir doktor í lýðheilsu og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu um rannsóknina.Fjallað var um rannsóknina í Reykjavík síðdegis í dag en hún birtist fyrr í mánuðinum í International Journal of Epidemiology, alþjóðlegu fræðitímariti faraldsfræðinga. Jóhanna Eyrún Torfadóttir doktor í lýðheilsu og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu var fengin til að ræða rannsóknina.„Þeir eru að sérstaklega skoða þá sem hreyfa sig mikið á móti þeim sem hreyfa sig mjög lítið,“ sagði Jóhanna. Niðurstöðurnar væru þær að þeir sem eru í hópnum sem hreyfa sig mikið minnka líkurnar á því að fá blöðruhálskrabbamein, algengasta krabbamein í körlum á Íslandi, um 51 prósent. Svo virðist sem að ekki þurfi mjög mikla hreyfingu til. „Þetta eru karlar á miðjum aldri og hreyfing. Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari. Þetta er svona ca. 20 mínútur á dag. Bara að ganga, þessi hóflega hreyfing sem er bara mælt með,“ segir Jóhanna. Aðspurð um hvað það væri við hreyfinguna sem gæti haft þessi áhrif sagði Jóhanna að ýmsir þættir kæmu til.„Til dæmis það að það eru minni bólgur í líkamanum ef við hreyfum okkur reglulega,“ sagði hún. „Svo hefur þetta þessu óbeinu áhrif á þyngdina okkar. Það hefur verið það eiginleg það eina lífstílstengda sem hefur verið tengd við krabbamein í blöðruhálskirtli, er einmitt að vera of þungur.“Hafa verður þó í huga að tuttugu mínútna hreyfing gulltryggi ekki að karlmenn geti verið óttalausir gagnvart blöðruhálskrabbameini.„Það er aldrei þannig að við getum sagt að ef þú gerir þetta þá muntu ekki krabbamein. Það eru minni líkur og þetta er alltaf rannsóknarhópur fólks. Við sjáum auðvitað líka að þeir sem eru að hreyfa sig eru líka að fá krabbamein en það eru færri í þeim hópi, mun færri,“ segir hún.Engu að síður sýni rannsóknin að hreyfing sé af hinu góða.„Þetta er bresk rannsókn. Þar er venjujulega einn á móti sex sem eru að fá krabbamein í blöðruhálskirtli einhvern tímann um ævina. En ef að þú værir með hóp af mönnum sem væru allir að hreyfa sig mikið þá er það einn á móti tólf.“ Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Tuttugu mínútna hreyfing á dag getur minnkað líkur á því að karlmenn þrói með sér krabbamein í blöðruhálskirtli um 51 prósent samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Aldrei of seint að byrja að hreyfa sig segir doktor í lýðheilsu og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu um rannsóknina.Fjallað var um rannsóknina í Reykjavík síðdegis í dag en hún birtist fyrr í mánuðinum í International Journal of Epidemiology, alþjóðlegu fræðitímariti faraldsfræðinga. Jóhanna Eyrún Torfadóttir doktor í lýðheilsu og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu var fengin til að ræða rannsóknina.„Þeir eru að sérstaklega skoða þá sem hreyfa sig mikið á móti þeim sem hreyfa sig mjög lítið,“ sagði Jóhanna. Niðurstöðurnar væru þær að þeir sem eru í hópnum sem hreyfa sig mikið minnka líkurnar á því að fá blöðruhálskrabbamein, algengasta krabbamein í körlum á Íslandi, um 51 prósent. Svo virðist sem að ekki þurfi mjög mikla hreyfingu til. „Þetta eru karlar á miðjum aldri og hreyfing. Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari. Þetta er svona ca. 20 mínútur á dag. Bara að ganga, þessi hóflega hreyfing sem er bara mælt með,“ segir Jóhanna. Aðspurð um hvað það væri við hreyfinguna sem gæti haft þessi áhrif sagði Jóhanna að ýmsir þættir kæmu til.„Til dæmis það að það eru minni bólgur í líkamanum ef við hreyfum okkur reglulega,“ sagði hún. „Svo hefur þetta þessu óbeinu áhrif á þyngdina okkar. Það hefur verið það eiginleg það eina lífstílstengda sem hefur verið tengd við krabbamein í blöðruhálskirtli, er einmitt að vera of þungur.“Hafa verður þó í huga að tuttugu mínútna hreyfing gulltryggi ekki að karlmenn geti verið óttalausir gagnvart blöðruhálskrabbameini.„Það er aldrei þannig að við getum sagt að ef þú gerir þetta þá muntu ekki krabbamein. Það eru minni líkur og þetta er alltaf rannsóknarhópur fólks. Við sjáum auðvitað líka að þeir sem eru að hreyfa sig eru líka að fá krabbamein en það eru færri í þeim hópi, mun færri,“ segir hún.Engu að síður sýni rannsóknin að hreyfing sé af hinu góða.„Þetta er bresk rannsókn. Þar er venjujulega einn á móti sex sem eru að fá krabbamein í blöðruhálskirtli einhvern tímann um ævina. En ef að þú værir með hóp af mönnum sem væru allir að hreyfa sig mikið þá er það einn á móti tólf.“
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira