Sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2019 19:56 Vegagerðin sótti í dag um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps til lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Svo langt hefur þessi umdeilda vegagerð aldrei áður náð í undirbúningsferli, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Forsenda framkvæmdaleyfis er samþykkt hreppsnefndar Reykhólahrepps um miðjan október á breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Skipulagsstofnun staðfesti svo aðalskipulagsbreytinguna í síðasta mánuði. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir Þorskafjörð með þverun á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Stefnt er að því að framkvæmdaleyfið verði afgreitt á fyrsta fundi sveitarstjórnar í janúar, að sögn Tryggva Harðarsonar sveitarstjóra. Miðað við forsögu málsins má fastlega búast við að útgáfa þess verði kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Sjá einnig: Við trúum þessu ekki fyrr en vinnuvélarnar fara í gang Samkvæmt upplýsingum Magnúsar Vals Jóhannssonar, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, miða áætlanir samt sem áður við að verkið verði boðið út fyrir vorið með því markmiði að framkvæmdir hefjist næsta sumar. Þetta 7,2 milljarða króna verk er að fullu fjármagnað á samgönguáætlun, með 1.500 milljóna króna fjárveitingu á næsta ári, 2.700 milljónum króna árið 2021, 700 milljónum árið 2022 og 2.300 milljónum króna árið 2023, en þá á verkið að klárast. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Tálknafjörður Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35 Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15. október 2019 18:26 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Vegagerðin sótti í dag um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps til lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Svo langt hefur þessi umdeilda vegagerð aldrei áður náð í undirbúningsferli, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Forsenda framkvæmdaleyfis er samþykkt hreppsnefndar Reykhólahrepps um miðjan október á breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Skipulagsstofnun staðfesti svo aðalskipulagsbreytinguna í síðasta mánuði. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir Þorskafjörð með þverun á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Stefnt er að því að framkvæmdaleyfið verði afgreitt á fyrsta fundi sveitarstjórnar í janúar, að sögn Tryggva Harðarsonar sveitarstjóra. Miðað við forsögu málsins má fastlega búast við að útgáfa þess verði kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Sjá einnig: Við trúum þessu ekki fyrr en vinnuvélarnar fara í gang Samkvæmt upplýsingum Magnúsar Vals Jóhannssonar, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, miða áætlanir samt sem áður við að verkið verði boðið út fyrir vorið með því markmiði að framkvæmdir hefjist næsta sumar. Þetta 7,2 milljarða króna verk er að fullu fjármagnað á samgönguáætlun, með 1.500 milljóna króna fjárveitingu á næsta ári, 2.700 milljónum króna árið 2021, 700 milljónum árið 2022 og 2.300 milljónum króna árið 2023, en þá á verkið að klárast. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Tálknafjörður Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35 Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15. október 2019 18:26 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15
Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35
Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15. október 2019 18:26