Leit á atvinnumissinn sem tækifæri til að láta draumana rætast Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. desember 2019 07:00 Íris Ösp Heiðrúnardóttir segir að allir ættu að gefa sér tíma fyrir jóga og slökun. Vísir/Vilhelm Íris Ösp Heiðrúnardóttir var ósátt og fordómafull gagnvart því að flytja til Grænlands sem unglingur en endaði á að finna ástina þar. Hún segir að hún eigi erfitt með að hafa fasta rútínu í lífinu og líður best þegar hún býr erlendis og þarf ekki að nota bíl. Nú auðveldar hún Íslendingum að stunda jóga heima hjá sér með sniðugum jógaspilum sem kallast Yoger. „Við fjölskyldan fluttum til Grænlands árið 2009 og ég var þar með hléum til ársins 2015,“ segir Íris. Hún er fædd á Ísafirði og faðir hennar missti vinnuna í byggingariðnaðinum hér á landi í hruninu. Hann fékk svo starf á Grænlandi og ákvað fjölskyldan þá að flytja saman þangað og áttu það eftir að verða þeim mjög góð ár. „Ég fór út með fordóma og hélt að þetta yrði ekki í lagi. Ég hélt bara að þetta væru allt hjólbeinóttir og tannlausir gamlir karlar.“ Talar hægar á Grænlandi Íris var 16 ára þegar þau fluttu og segir að hún hafi komið heim betri manneskja eftir að búa á Grænlandi. Það sem stendur upp úr eftir dvölina var að þar kynntist hún kærastanum sínum. „Ég tók hann með mér heim. Við kynntumst þar árið 2012 og hann hefur litað lífið mitt mikið. Hann er grænlenskur og við eigum fjölskyldu þar sem við förum og hittum á hverju ári.“ Hún segir að á Grænlandi hafi verið mikil ró, lífsstíll fólks þar sé mjög ólíkur og allt sé hægara þar. „Ég er mjög æst manneskja með ADHD og allan pakkann en það er einhvers konar ró þarna. Maður setur í einhvern Grænlands-gír. Ég geri allt hægar, ég tala hægar og ég nýt mín betur. Ég lærði það á Grænlandi og minni mig reglulega á það að það er þar sem mér líður best í rauninni. Ég reyni því stundum að halda í Grænlendinginn í mér og leyfa hlutunum að flæða dálítið, sem þau eru best í.“ Íris og Kaali í Grænlensku brúðkaupi í fyrrasumarMynd úr einkasafni Heilluð af mannslíkamanum Íris er mjög félagslynd og á því oft erfitt með geta ekki grúskað í fólki á Grænlandi og kynnst því betur. „Það er óróleiki þar stundum og sorg, sem ég á ótrúlega erfitt með. Fólk er pínu fast í rauninni, það eru margir sem eru bæði fastir inni í sér og fastir á Grænlandi og halda að þeir komist ekki þaðan. Eiga erfitt með að þróast einhvern veginn.“ Íris talar nokkur tungumál og segir hún að þrátt fyrir að hún skilji grænlensku þá geti hún ekki talað hana, tungumálið sé einfaldlega of erfitt. „Ég reyndi að læra spænsku en það gekk ekkert rosalega vel. Ég kann samt alveg jóga á spænsku og hugtökin, sem er mjög fyndið. Ég tala reiprennandi dönsku og tala dönsku við kærastann minn. Við erum reyndar eiginlega búin að búa til okkar eigið tungumál því hann talar alveg íslensku líka, svo blandast grænlenska inn í þetta inn á milli og eitt og eitt enskt orð,“ segir Íris og hlær. „Svo á ég norska bestu vinkonu svo ég tala norsku líka.“ Íris er sjálfstætt starfandi listakona og eru verkin mörg innblásin af hennar ferðalögum og mismunandi menningarheimum. Hún hefur líka gaman af því að mála kvenlíkamann og segist heilluð af hreyfingu og formum líkamans. „Ég byrjaði á því að læra fatahönnun í Danmörku og svo lærði ég fatahönnun í FB. Svo lærði ég líka að teikna í Grænlandi. Ég útskrifaðist úr Myndlistarskólanum í Nuuk og var þá eina konan sem útskrifaðist.“ Vísir/Vilhelm Fann frelsi og ró í jóga Íris fékk áhuga á jóga fyrir fimm árum síðan og hefur síðustu ár verið mjög virk í sinni jógaiðkun. „Ég hef alltaf heillast af hugmyndinni á bak við jóga og þessa innri ró. Mig vantaði innri ró fyrir svona nokkrum árum síðan og þá fór ég að stunda jóga á hverjum degi.“ Á þeim tíma var Íris komin í einhvern neikvæðan vítahring og vantaði að komast út úr honum. „Ég er engin rútínumanneskja en var allt í einu komin í einhverja rútínu sem mér líkaði ekki við. Ég þurfti því að fá eitthvað til að hressa upp á tímann minn, það var ekki dramatískara en það. Ég var orðin svo þreytt á hversdagsleikanum. Ég er mikið fiðrildi, ævintýramanneskja og mikill frelsisdýrkandi. Bara það að vera föst í að vera að mæta alltaf á ákveðnum stað á ákveðnum tíma að gera svipaða hluti á hverjum degi pirraði mig. Ég þráði frelsi og ég fann þetta frelsi og þessa ró með því að mæta í jóga.“ Breytingin leyndi sér ekki og segir Íris að jóga hafi breytt lífi sínu á allan hátt. „Ég fann mjög mikinn líkamlegan mun. Ég var mjög liðug fyrir en mér vantaði allan styrkleika á móti. Ég komst í allar stöður en vantaði styrk til að viðhalda mínum liðleika. Í rauninni var liðleikinn að valda mínum verkjum. Ég fann mig bara í jóga, ég fann mig, styrkinn minn og byrjaði að blómstra eins og blómið sem ég er.“ Jóga í Indinósíu.Mynd úr einkasafni Rankaði við sér með páskaegg á höfðinu Ástæðan fyrir verkjum Írisar var að hún lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum en passaði ekki upp á að leyfa líkamanum að jafna sig eftir það. Hún hunsaði að það hafði gerst og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. „Ég var nýkomin með bílpróf og var bara vitleysingur. Ég var að keyra Súðavíkurveginn frá Ísafirði til Súðavíkur. Þá kom kona á móti mér, það var sleipt og ég rann á fjallsvegg, á klett. Ég var ein í bílnum og bíllinn bara gjöreyðilagðist. Ég ruglaðist pínu í rýminu og varð smá vönkuð en fór svo á snjóbretti nokkrum dögum seinna og gerði ekkert í þessu. Ég hefði auðvitað átt að gera eitthvað en var bara 17 ára.“ Þrátt fyrir að hafa vankast í þessu slysi þá man Íris ennþá augnablikið þegar hún rankaði við sér. „Ég var nýbúin að kaupa mér páskaegg og ranka svo við mér með páskaegg á hausnum, ég var öll í súkkulaði.“ Íris getur hlegið að þessu í dag en þetta bílslys hafði mikil áhrif á hennar líkama seinna. Hún viðurkennir að hún sjái það í dag að það að hunsa þetta var ekki það skynsamlegasta sem hún gat gert í stöðunni. „Ég var bara ung og vitlaus og lin því ég fann ekkert mikið fyrir þessu þá en byrjaði að finna fyrir þessu nokkrum árum síðar.“ Í jógastöðu á töfrandi stað á SikileyMynd úr einkasafni Alltaf verið með ævintýraþrá Hún er samt ánægð með eitt sem kom út úr þessu slysi, þegar hún var byrjuð að upplifa mikla verki alla daga þá uppgötvaði hún jóga. „Jóga breytti líkamlegri og andlegri líðan minni algjörlega, alveg 360 gráður. Ég fór alveg heilan hring.“ Með jóga byrjaði Íris að breyta sínu lífsmunstri og ekki leið á löngu þangað til hún var byrjuð að vera sjálfri sér lík aftur. „Jóga varð til þess að ég fann þennan styrk í sjálfri mér að hætta þessu. Að leita frekar að ævintýrunum sem ég hef alltaf verið að vonast eftir og frelsinu sem ég hef alltaf þráð.“ Í febrúar á þessu ári missti Íris vinnuna en hún lét það ekki draga sig niður og sá þessa breytingu sem tækifæri til þess að láta fleiri drauma rætast. Hún leit aldrei á atvinnumissinn sem eitthvað neikvætt og hennar tilfinningalegu viðbrögð við þessum breyttu aðstæðum voru léttir og svo spenningur fyrir því sem framtíðin myndi færa henni. „Þetta var það besta sem hefur komið fyrir mig. Það voru skipulagsbreytingar þar sem ég var að vinna og mér var sagt upp ásamt öðru fólki. Þegar hann var að segja mér upp, sá ég mig fyrir mér í Tansaníu.“ Íris segir að hún hafi strax hugsað út í heim og byrjaði hún samstundis að undirbúa það að yfirgefa Ísland. „Ég er búin að vera að ferðast mjög mikið og síðustu átta ár höfum við kærastinn minn ferðast í svona þrjá til fjóra mánuði á ári, annað hvort samfleytt eða í skömmtum. Ég var þarna nýkomin frá Tansaníu og Keníu nokkrum mánuðum áður.“ Þegar Íris kom heim til sín var það fyrsta sem hún gerði að senda leigusalanum þeirra skilaboð og spyrja hvort hún mætti framleigja íbúðina í einhvern tíma. „Sem við gerðum og tveimur vikum síðar vorum við komin til Barcelona. Það tók ekki lengri tíma. Við hikuðum aldrei, ég fann bara að þetta var það sem átti að gerast og kærastinn minn fann það líka.“ Í vespuferðalagiMyndir úr einkasafni Frelsi að vera bíllaus Parið bjó í þrjá mánuði í Barcelona og Íris stundaði jóga þar allan tímann. Yoga hefur átt hug hennar allan síðan hún missti vinnuna. Eftir margra ára iðkun og áhuga á jóga lét hún verða að því að fara í jógakennaranám. „Ég fór í mjög stíft jóganám þar sem ég fór í þrjá jógatíma á hverjum einasta degi. Svo tók ég þrjár vikur þar sem ég var í jóga frá sjö á morgnana til átta á kvöldin. Bootcamp í rauninni“ Eftir útskriftina fóru þau svo í fjögurra mánaða Asíureisu og segir íris að þar hafi hún lært meira á sjálfa sig ásamt því að læra meira um jóga, söguna og hugmyndafræðina á bak við jóga. Íris segir að það besta við að búa erlendis sé frelsið. „Ég týni mér alltaf svolítið þegar ég kem til Íslands. Ég þarf alltaf að hafa fyrir því að halda í sjálfa mig. Það er allt þetta með að setjast inn í bílinn sinn og keyra frá A til B, að þurfa að hafa fyrir því að uppgötva eitthvað nýtt af því að maður dettur alltaf ósjálfrátt inn í einhverja rútínu. Maður er alltaf að gera það sama.“ Hún upplifir mikið frelsi þegar hún dvelur erlendis og er þar opnari fyrir öllu því sem viðkomandi land hefur upp á að bjóða og nýtir tímann vel. „Að vera bíllaus er einhvers konar frelsi. Maður veit líka að maður er ekki að fara að vera þarna til æviloka þannig að maður nýtir hvert tækifæri í að finna sér eitthvað að gera, uppgötva eitthvað nýtt, smakka nýjan mat og kynnast nýju fólki áður en ég fer heim aftur þar sem ég veit að ég fer aftur í sama farið.“ Frá Asíureisunni en þar kenndi hún börnum jóga.Myndir úr einkasafni Málaði jógastöður í rigningunni Parið dvaldi í Víetnam yfir rigningartímabilið og málaði Íris nokkur jóga vatnsmálverk úti í rigningunni. Eftir að Íris kom heim hélt hún áfram að mála jógamyndir. Fljótlega fékk hún svo hugmyndina af því að búa til jógaspilastokk sem fékk svo nafnið Yoger. Myndirnar á spilunum málaði hún sjálf. „Mér finnst vanta íslenskar upplýsingar og íslenska útgáfu af heimaiðkun á jóga. Það eru til ein eða tvær bækur á íslensku en mér fannst vanta eitthvað eins og þetta.“ Yoger er spilastokkur með 52 mismunandi vatnsmáluðum yogastöðum til þess að gera heima hjá sér eða á ferðalögum. Útskýringar eru á hverju spili og nöfnin eru bæði skrifuð á íslensku og Sanskrit. Möguleikarnir eru margir því það er hægt að útbúa hinar ýmsu rútínur úr þessum 52 stöðum. Spilinu fylgja líka níu tilbúnar rútínur. „Hver tilbúin rútína hefur standandi, liggjandi og sitjandi stöður sem og eina krefjandi stöðu til að æfa sig á.“ Íris notar hjarta, spaða, tígul og lauf til að aðgreina áherslu spilanna hvort sem það er á jafnvægi, blóðflæði eða annað. Liturinn á málverkunum hefur líka merkingu en hver litur sýnir áherslu á ákveðna eiginleika stöðu. Svo má líka nota spilin sem hefðbundin spilastokk líka. Íris segir að Yoger henti bæði byrjendum og lengra komnum.Vísir/Vilhelm Markmiðinu náð á fimm dögum Íris ákvað að fjármagna gerð spilsins með því að safna á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Þar gat fólk forpantað spilastokkinn og Íris hafði þá efni á að láta prenta hann út. Viðbrögðin sýndu að það var augljóslega þörf fyrir þessa hugmynd á spilamarkaðinum. „Ég þurfti að ná markmiðinu sem var einhver 180 þúsund og ég gaf mér alveg 30 daga í það. En ég held að ég hafi náð markmiðinu á fimm dögum. Allt umfram það var í rauninni bara bónus. Nú er spilið komið í búðir. Ég er með nokkra sölustaði Skúmaskot, Systrasamlagið, Akkúrat, Litla hönnunar búðin í Hafnarfirði, Hús Handanna á Egilsstöðum og Heimabyggð á Ísafirði.“ Íris er ein af tíu hönnuðum og listakonum sem eru í Skúmaskoti og þar er öll hennar list til sölu. Hennar vinnuaðstaða er samt í Hafnarfirði í byggingu sem kallast Íshúsið. „Ég er þar með vinnuaðstöðu og stúdíó. Það er ótrúlega gefandi því það eru algjörir snillingar sem vinna þarna. Þetta er mjög frjótt umhverfi, það er yfirleitt verið að skapa eitthvað og allir hjálpa öllum. Við höfum allt til alls þarna.“ Í húsinu er mikill fjöldi sem leigir sér vinnuaðstöðu og reglulega er svo haldið opið hús þar sem gestir og gangandi geta skoðað sig um og verslað af hönnuðunum, smiðunum, höfundunum og öðrum sem þar starfa. „Ég kalla þetta Íshúshælið vegna þess að þú finnur allt furðulegasta og frábærasta fólkið þar. Sérstaklega núna fyrir jólin, þá er svona vertíð og fólk er smá stressað og pínu æst. Þetta er bara eins og hæli núna.“ Einu sinni skyssaði Íris allt í gamlar bækur. Myndin lengst til vinstri varð til í heimsókn á hjúkrunarheimili aldraðra í Nuuk.Myndir úr einkasafni Hugurinn leitar til Ísafjarðar Íris kennir jóga sem jógaleiðbeinandi og er með ákveðna fasta tíma í hverri viku og leysir svo af líka þess á milli. Rútínan hennar er mjög fjölbreytt og hefur Íris nógan tíma til að vinna í sinni myndlist meðfram jógakennslunni. Þessi sveigjanleiki og fjölbreytileiki hentar henni alveg einstaklega vel. Íris vonar að hún geti unnið við myndlist og jóga út ævina og segist algjörlega vera búin að finna sig. Framundan er svo að þýða spilið yfir á önnur tungumál og ætlar hún að byrja á ensku og dönsku. „Mig dreymdi alltaf um að geta tvinnað þetta tvennt saman, myndlist og jóga. Svo fann ég þessa leið til þess með Yoger spilinu, sem ég er sjúklega stolt af.“ Hún gæti alveg hugsað sér að flytja aftur á Ísafjörð einn daginn og á ennþá sterkar rætur þar. „Ég á ömmu þar sem er mín besta vinkona og á part í mínu uppeldi. Mig dreymir um að geta búið meira hjá henni, þó að ég væri kannski ekkert alltaf þar. Ég vildi að ég gæti eytt meiri tíma á Ísafirði til að vera með litlu frænkum mínum og henni. Ég sé mig alveg fyrir mér í krúttlegu húsi á Smiðjugötu á Ísafirði. Það er jógastúdíó þar sem er með ótrúlega fallegu útsýni. Ég elska að fá að kenna jóga á Ísafirði og dýrka að vera þar. Ég sé mig alveg fyrir mér þar en það eina er að það er svo erfitt að komast þaðan, sem er eiginlega það sama á Grænlandi. Ég þarf því helst að fá útrás fyrir fiðrildið mitt fyrst.“ Íris segir að allir geti stundað jóga ef þeir vilji það. Jógað styrki líkama, huga og sál. „Það er algengur misskilningur að þetta sé bara líkamsrækt, sem þetta er alveg en það er bara bónus. Þetta er allt þetta huglæga líka, einbeitingin og þessi ró sem fylgir. Mér finnst að allir ættu að gefa sér þennan tíma, þó að það sé ekki í nema nokkrar mínútur á dag í að slaka á. Að finna sig, hugleiða eða fara í jóga. Gefa sér tíma í sjálfan sig. Mér finnst fólk ekki nógu duglegt að tileinka tímanum sínum sjálfum sér.“ Ferðalög Grænland Heilsa Helgarviðtal Ísafjarðarbær Viðtal Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Íris Ösp Heiðrúnardóttir var ósátt og fordómafull gagnvart því að flytja til Grænlands sem unglingur en endaði á að finna ástina þar. Hún segir að hún eigi erfitt með að hafa fasta rútínu í lífinu og líður best þegar hún býr erlendis og þarf ekki að nota bíl. Nú auðveldar hún Íslendingum að stunda jóga heima hjá sér með sniðugum jógaspilum sem kallast Yoger. „Við fjölskyldan fluttum til Grænlands árið 2009 og ég var þar með hléum til ársins 2015,“ segir Íris. Hún er fædd á Ísafirði og faðir hennar missti vinnuna í byggingariðnaðinum hér á landi í hruninu. Hann fékk svo starf á Grænlandi og ákvað fjölskyldan þá að flytja saman þangað og áttu það eftir að verða þeim mjög góð ár. „Ég fór út með fordóma og hélt að þetta yrði ekki í lagi. Ég hélt bara að þetta væru allt hjólbeinóttir og tannlausir gamlir karlar.“ Talar hægar á Grænlandi Íris var 16 ára þegar þau fluttu og segir að hún hafi komið heim betri manneskja eftir að búa á Grænlandi. Það sem stendur upp úr eftir dvölina var að þar kynntist hún kærastanum sínum. „Ég tók hann með mér heim. Við kynntumst þar árið 2012 og hann hefur litað lífið mitt mikið. Hann er grænlenskur og við eigum fjölskyldu þar sem við förum og hittum á hverju ári.“ Hún segir að á Grænlandi hafi verið mikil ró, lífsstíll fólks þar sé mjög ólíkur og allt sé hægara þar. „Ég er mjög æst manneskja með ADHD og allan pakkann en það er einhvers konar ró þarna. Maður setur í einhvern Grænlands-gír. Ég geri allt hægar, ég tala hægar og ég nýt mín betur. Ég lærði það á Grænlandi og minni mig reglulega á það að það er þar sem mér líður best í rauninni. Ég reyni því stundum að halda í Grænlendinginn í mér og leyfa hlutunum að flæða dálítið, sem þau eru best í.“ Íris og Kaali í Grænlensku brúðkaupi í fyrrasumarMynd úr einkasafni Heilluð af mannslíkamanum Íris er mjög félagslynd og á því oft erfitt með geta ekki grúskað í fólki á Grænlandi og kynnst því betur. „Það er óróleiki þar stundum og sorg, sem ég á ótrúlega erfitt með. Fólk er pínu fast í rauninni, það eru margir sem eru bæði fastir inni í sér og fastir á Grænlandi og halda að þeir komist ekki þaðan. Eiga erfitt með að þróast einhvern veginn.“ Íris talar nokkur tungumál og segir hún að þrátt fyrir að hún skilji grænlensku þá geti hún ekki talað hana, tungumálið sé einfaldlega of erfitt. „Ég reyndi að læra spænsku en það gekk ekkert rosalega vel. Ég kann samt alveg jóga á spænsku og hugtökin, sem er mjög fyndið. Ég tala reiprennandi dönsku og tala dönsku við kærastann minn. Við erum reyndar eiginlega búin að búa til okkar eigið tungumál því hann talar alveg íslensku líka, svo blandast grænlenska inn í þetta inn á milli og eitt og eitt enskt orð,“ segir Íris og hlær. „Svo á ég norska bestu vinkonu svo ég tala norsku líka.“ Íris er sjálfstætt starfandi listakona og eru verkin mörg innblásin af hennar ferðalögum og mismunandi menningarheimum. Hún hefur líka gaman af því að mála kvenlíkamann og segist heilluð af hreyfingu og formum líkamans. „Ég byrjaði á því að læra fatahönnun í Danmörku og svo lærði ég fatahönnun í FB. Svo lærði ég líka að teikna í Grænlandi. Ég útskrifaðist úr Myndlistarskólanum í Nuuk og var þá eina konan sem útskrifaðist.“ Vísir/Vilhelm Fann frelsi og ró í jóga Íris fékk áhuga á jóga fyrir fimm árum síðan og hefur síðustu ár verið mjög virk í sinni jógaiðkun. „Ég hef alltaf heillast af hugmyndinni á bak við jóga og þessa innri ró. Mig vantaði innri ró fyrir svona nokkrum árum síðan og þá fór ég að stunda jóga á hverjum degi.“ Á þeim tíma var Íris komin í einhvern neikvæðan vítahring og vantaði að komast út úr honum. „Ég er engin rútínumanneskja en var allt í einu komin í einhverja rútínu sem mér líkaði ekki við. Ég þurfti því að fá eitthvað til að hressa upp á tímann minn, það var ekki dramatískara en það. Ég var orðin svo þreytt á hversdagsleikanum. Ég er mikið fiðrildi, ævintýramanneskja og mikill frelsisdýrkandi. Bara það að vera föst í að vera að mæta alltaf á ákveðnum stað á ákveðnum tíma að gera svipaða hluti á hverjum degi pirraði mig. Ég þráði frelsi og ég fann þetta frelsi og þessa ró með því að mæta í jóga.“ Breytingin leyndi sér ekki og segir Íris að jóga hafi breytt lífi sínu á allan hátt. „Ég fann mjög mikinn líkamlegan mun. Ég var mjög liðug fyrir en mér vantaði allan styrkleika á móti. Ég komst í allar stöður en vantaði styrk til að viðhalda mínum liðleika. Í rauninni var liðleikinn að valda mínum verkjum. Ég fann mig bara í jóga, ég fann mig, styrkinn minn og byrjaði að blómstra eins og blómið sem ég er.“ Jóga í Indinósíu.Mynd úr einkasafni Rankaði við sér með páskaegg á höfðinu Ástæðan fyrir verkjum Írisar var að hún lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum en passaði ekki upp á að leyfa líkamanum að jafna sig eftir það. Hún hunsaði að það hafði gerst og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. „Ég var nýkomin með bílpróf og var bara vitleysingur. Ég var að keyra Súðavíkurveginn frá Ísafirði til Súðavíkur. Þá kom kona á móti mér, það var sleipt og ég rann á fjallsvegg, á klett. Ég var ein í bílnum og bíllinn bara gjöreyðilagðist. Ég ruglaðist pínu í rýminu og varð smá vönkuð en fór svo á snjóbretti nokkrum dögum seinna og gerði ekkert í þessu. Ég hefði auðvitað átt að gera eitthvað en var bara 17 ára.“ Þrátt fyrir að hafa vankast í þessu slysi þá man Íris ennþá augnablikið þegar hún rankaði við sér. „Ég var nýbúin að kaupa mér páskaegg og ranka svo við mér með páskaegg á hausnum, ég var öll í súkkulaði.“ Íris getur hlegið að þessu í dag en þetta bílslys hafði mikil áhrif á hennar líkama seinna. Hún viðurkennir að hún sjái það í dag að það að hunsa þetta var ekki það skynsamlegasta sem hún gat gert í stöðunni. „Ég var bara ung og vitlaus og lin því ég fann ekkert mikið fyrir þessu þá en byrjaði að finna fyrir þessu nokkrum árum síðar.“ Í jógastöðu á töfrandi stað á SikileyMynd úr einkasafni Alltaf verið með ævintýraþrá Hún er samt ánægð með eitt sem kom út úr þessu slysi, þegar hún var byrjuð að upplifa mikla verki alla daga þá uppgötvaði hún jóga. „Jóga breytti líkamlegri og andlegri líðan minni algjörlega, alveg 360 gráður. Ég fór alveg heilan hring.“ Með jóga byrjaði Íris að breyta sínu lífsmunstri og ekki leið á löngu þangað til hún var byrjuð að vera sjálfri sér lík aftur. „Jóga varð til þess að ég fann þennan styrk í sjálfri mér að hætta þessu. Að leita frekar að ævintýrunum sem ég hef alltaf verið að vonast eftir og frelsinu sem ég hef alltaf þráð.“ Í febrúar á þessu ári missti Íris vinnuna en hún lét það ekki draga sig niður og sá þessa breytingu sem tækifæri til þess að láta fleiri drauma rætast. Hún leit aldrei á atvinnumissinn sem eitthvað neikvætt og hennar tilfinningalegu viðbrögð við þessum breyttu aðstæðum voru léttir og svo spenningur fyrir því sem framtíðin myndi færa henni. „Þetta var það besta sem hefur komið fyrir mig. Það voru skipulagsbreytingar þar sem ég var að vinna og mér var sagt upp ásamt öðru fólki. Þegar hann var að segja mér upp, sá ég mig fyrir mér í Tansaníu.“ Íris segir að hún hafi strax hugsað út í heim og byrjaði hún samstundis að undirbúa það að yfirgefa Ísland. „Ég er búin að vera að ferðast mjög mikið og síðustu átta ár höfum við kærastinn minn ferðast í svona þrjá til fjóra mánuði á ári, annað hvort samfleytt eða í skömmtum. Ég var þarna nýkomin frá Tansaníu og Keníu nokkrum mánuðum áður.“ Þegar Íris kom heim til sín var það fyrsta sem hún gerði að senda leigusalanum þeirra skilaboð og spyrja hvort hún mætti framleigja íbúðina í einhvern tíma. „Sem við gerðum og tveimur vikum síðar vorum við komin til Barcelona. Það tók ekki lengri tíma. Við hikuðum aldrei, ég fann bara að þetta var það sem átti að gerast og kærastinn minn fann það líka.“ Í vespuferðalagiMyndir úr einkasafni Frelsi að vera bíllaus Parið bjó í þrjá mánuði í Barcelona og Íris stundaði jóga þar allan tímann. Yoga hefur átt hug hennar allan síðan hún missti vinnuna. Eftir margra ára iðkun og áhuga á jóga lét hún verða að því að fara í jógakennaranám. „Ég fór í mjög stíft jóganám þar sem ég fór í þrjá jógatíma á hverjum einasta degi. Svo tók ég þrjár vikur þar sem ég var í jóga frá sjö á morgnana til átta á kvöldin. Bootcamp í rauninni“ Eftir útskriftina fóru þau svo í fjögurra mánaða Asíureisu og segir íris að þar hafi hún lært meira á sjálfa sig ásamt því að læra meira um jóga, söguna og hugmyndafræðina á bak við jóga. Íris segir að það besta við að búa erlendis sé frelsið. „Ég týni mér alltaf svolítið þegar ég kem til Íslands. Ég þarf alltaf að hafa fyrir því að halda í sjálfa mig. Það er allt þetta með að setjast inn í bílinn sinn og keyra frá A til B, að þurfa að hafa fyrir því að uppgötva eitthvað nýtt af því að maður dettur alltaf ósjálfrátt inn í einhverja rútínu. Maður er alltaf að gera það sama.“ Hún upplifir mikið frelsi þegar hún dvelur erlendis og er þar opnari fyrir öllu því sem viðkomandi land hefur upp á að bjóða og nýtir tímann vel. „Að vera bíllaus er einhvers konar frelsi. Maður veit líka að maður er ekki að fara að vera þarna til æviloka þannig að maður nýtir hvert tækifæri í að finna sér eitthvað að gera, uppgötva eitthvað nýtt, smakka nýjan mat og kynnast nýju fólki áður en ég fer heim aftur þar sem ég veit að ég fer aftur í sama farið.“ Frá Asíureisunni en þar kenndi hún börnum jóga.Myndir úr einkasafni Málaði jógastöður í rigningunni Parið dvaldi í Víetnam yfir rigningartímabilið og málaði Íris nokkur jóga vatnsmálverk úti í rigningunni. Eftir að Íris kom heim hélt hún áfram að mála jógamyndir. Fljótlega fékk hún svo hugmyndina af því að búa til jógaspilastokk sem fékk svo nafnið Yoger. Myndirnar á spilunum málaði hún sjálf. „Mér finnst vanta íslenskar upplýsingar og íslenska útgáfu af heimaiðkun á jóga. Það eru til ein eða tvær bækur á íslensku en mér fannst vanta eitthvað eins og þetta.“ Yoger er spilastokkur með 52 mismunandi vatnsmáluðum yogastöðum til þess að gera heima hjá sér eða á ferðalögum. Útskýringar eru á hverju spili og nöfnin eru bæði skrifuð á íslensku og Sanskrit. Möguleikarnir eru margir því það er hægt að útbúa hinar ýmsu rútínur úr þessum 52 stöðum. Spilinu fylgja líka níu tilbúnar rútínur. „Hver tilbúin rútína hefur standandi, liggjandi og sitjandi stöður sem og eina krefjandi stöðu til að æfa sig á.“ Íris notar hjarta, spaða, tígul og lauf til að aðgreina áherslu spilanna hvort sem það er á jafnvægi, blóðflæði eða annað. Liturinn á málverkunum hefur líka merkingu en hver litur sýnir áherslu á ákveðna eiginleika stöðu. Svo má líka nota spilin sem hefðbundin spilastokk líka. Íris segir að Yoger henti bæði byrjendum og lengra komnum.Vísir/Vilhelm Markmiðinu náð á fimm dögum Íris ákvað að fjármagna gerð spilsins með því að safna á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Þar gat fólk forpantað spilastokkinn og Íris hafði þá efni á að láta prenta hann út. Viðbrögðin sýndu að það var augljóslega þörf fyrir þessa hugmynd á spilamarkaðinum. „Ég þurfti að ná markmiðinu sem var einhver 180 þúsund og ég gaf mér alveg 30 daga í það. En ég held að ég hafi náð markmiðinu á fimm dögum. Allt umfram það var í rauninni bara bónus. Nú er spilið komið í búðir. Ég er með nokkra sölustaði Skúmaskot, Systrasamlagið, Akkúrat, Litla hönnunar búðin í Hafnarfirði, Hús Handanna á Egilsstöðum og Heimabyggð á Ísafirði.“ Íris er ein af tíu hönnuðum og listakonum sem eru í Skúmaskoti og þar er öll hennar list til sölu. Hennar vinnuaðstaða er samt í Hafnarfirði í byggingu sem kallast Íshúsið. „Ég er þar með vinnuaðstöðu og stúdíó. Það er ótrúlega gefandi því það eru algjörir snillingar sem vinna þarna. Þetta er mjög frjótt umhverfi, það er yfirleitt verið að skapa eitthvað og allir hjálpa öllum. Við höfum allt til alls þarna.“ Í húsinu er mikill fjöldi sem leigir sér vinnuaðstöðu og reglulega er svo haldið opið hús þar sem gestir og gangandi geta skoðað sig um og verslað af hönnuðunum, smiðunum, höfundunum og öðrum sem þar starfa. „Ég kalla þetta Íshúshælið vegna þess að þú finnur allt furðulegasta og frábærasta fólkið þar. Sérstaklega núna fyrir jólin, þá er svona vertíð og fólk er smá stressað og pínu æst. Þetta er bara eins og hæli núna.“ Einu sinni skyssaði Íris allt í gamlar bækur. Myndin lengst til vinstri varð til í heimsókn á hjúkrunarheimili aldraðra í Nuuk.Myndir úr einkasafni Hugurinn leitar til Ísafjarðar Íris kennir jóga sem jógaleiðbeinandi og er með ákveðna fasta tíma í hverri viku og leysir svo af líka þess á milli. Rútínan hennar er mjög fjölbreytt og hefur Íris nógan tíma til að vinna í sinni myndlist meðfram jógakennslunni. Þessi sveigjanleiki og fjölbreytileiki hentar henni alveg einstaklega vel. Íris vonar að hún geti unnið við myndlist og jóga út ævina og segist algjörlega vera búin að finna sig. Framundan er svo að þýða spilið yfir á önnur tungumál og ætlar hún að byrja á ensku og dönsku. „Mig dreymdi alltaf um að geta tvinnað þetta tvennt saman, myndlist og jóga. Svo fann ég þessa leið til þess með Yoger spilinu, sem ég er sjúklega stolt af.“ Hún gæti alveg hugsað sér að flytja aftur á Ísafjörð einn daginn og á ennþá sterkar rætur þar. „Ég á ömmu þar sem er mín besta vinkona og á part í mínu uppeldi. Mig dreymir um að geta búið meira hjá henni, þó að ég væri kannski ekkert alltaf þar. Ég vildi að ég gæti eytt meiri tíma á Ísafirði til að vera með litlu frænkum mínum og henni. Ég sé mig alveg fyrir mér í krúttlegu húsi á Smiðjugötu á Ísafirði. Það er jógastúdíó þar sem er með ótrúlega fallegu útsýni. Ég elska að fá að kenna jóga á Ísafirði og dýrka að vera þar. Ég sé mig alveg fyrir mér þar en það eina er að það er svo erfitt að komast þaðan, sem er eiginlega það sama á Grænlandi. Ég þarf því helst að fá útrás fyrir fiðrildið mitt fyrst.“ Íris segir að allir geti stundað jóga ef þeir vilji það. Jógað styrki líkama, huga og sál. „Það er algengur misskilningur að þetta sé bara líkamsrækt, sem þetta er alveg en það er bara bónus. Þetta er allt þetta huglæga líka, einbeitingin og þessi ró sem fylgir. Mér finnst að allir ættu að gefa sér þennan tíma, þó að það sé ekki í nema nokkrar mínútur á dag í að slaka á. Að finna sig, hugleiða eða fara í jóga. Gefa sér tíma í sjálfan sig. Mér finnst fólk ekki nógu duglegt að tileinka tímanum sínum sjálfum sér.“
Ferðalög Grænland Heilsa Helgarviðtal Ísafjarðarbær Viðtal Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira