Hví stuðla stjórnvöld að sundrungu fjölskyldna? Arnar Sverrisson skrifar 23. desember 2019 08:00 „Lengi býr að fyrstu gerð.“ Þetta eru gamalkunn sannindi. Stjórnmálamenn almennt virðast aðhyllast þessa speki í orði kveðnu. Barnalög og sáttmálar á alþjóðavettvangi kveða á um, að tryggja skuli börnum þroskavænlegt atlæti í hvívetna og hvarvetna. Þau eiga rétt til að njóta samvista við báða foreldra sína, sem tryggja skulu þeim heillavænlega aðbúnað, firra þau slæmu atlæti og ofbeldi. Góð fræði og vísindi taka undir nauðsyn þessa. Norður-ameríski fræðimaðurinn, Warren Farrell, dregur eftirfarandi ályktun af yfirliti fjölda rannsókna á þessu sviði: „Sterk fjölskylda gefur barni afgerandi óskabyrjun í lífinu.“ ... „Faðmur raunforeldra, sem búa saman, er öruggasta uppeldisumhverfi drengja og telpna.“ Enda þótt mæður og feður gegni sínu hverju hlutverkinu, virðist almennt lögð meiri áhersla á gildi móðurinnar. Til að mynda kom hlutverk hennar í brennidepil í árdaga kvenfrelsunar. „Steinunn H. Bjarnason [1887-1961], kennari og fyrsti formaður Bandalags kvenna, virðist hafa látið í ljós almenna skoðun kvennahreyfingarinnar á fundi í fulltrúaráði Bandalagsins. ... Steinunn sagði að „[s]tarf konunnar á heimilinu væri undirstaðan undir allri menningu mannkynsins“ en menningin væri „undir því komin að konan væri starfi sínu vaxin og leysti það vel af hendi, þegar svo væri komið kæmi alt annað af sjálfu sér, sem framfaravinirnir eru að berjast fyrir.“ Inga Lára Lárusdóttir [1883-1949] var án efa svipaðrar skoðunar en hún taldi að almenn þátttaka kvenna í þjóðfélagsmálum mundi um leið efla konur í móðurhlutverkinu. Þegar konur yrðu „jafn réttháir borgarar karlmönnum“ og öðluðust „auka skyldutilfinningu gagnvart þjóðfélaginu“ mundu þær einnig finna meiri „skyldutilfinningu ... gagnvart sérstöðu sinni sem eiginkona, móðir eða húsmóðir.“ (Sigríður Matthíasdóttir) (Þegar þetta er ritað, bjuggu Íslendingar við eins konar kvenverndarlög, þ.e. að karlar báru að miklu leyti lagalega ábyrgð á framfærslu og hátterni kvenna (og barna).) Norsku systurnar hugsuðu á svipuðum nótum. Kvenfrelsunarforkólfurinn, Jörgine Anna Sverdrup (Gina) Krog (1847-1916), sagði t.d.: “Viti bornu fólki verður æ ljósara, að hin þröngsýna og þekkingarsnauða móðir sé mesta skaðræði samfélagsins. Því er menntun af besta tagi ákjósanleg, eigi hún að vera fær um að ala upp börn, sem búa að greind, frelsi og manngæsku.” Hugleiðingar norskra og íslenskra kvenfrelsara á ofangreindu skeiði (fyrstu bylgju kvenfrelsunar) bera því vott, að þeir geri sér fyllilega ljóst, hver völd þeirra séu og ábyrgð. Heldur er það varla vafa undirorpið, að vald sitt sækja þær til móðurhlutverksins, móðir og börn eru spyrt saman undir vernd og framfærslu föður. Það var ekki farið í grafgötur með völd kvenna. Þau virtust á allra vitorði. Hinn ötuli talsmaður menntunar kvenna og fullra lýðréttinda þeim til handa, franska skáldið og stjórnmálamaðurinn, Victor Marie Hugo (1802-1885), ritaði af alkunnri glöggskyggni sinni: „Þegar kona er nefnd, er barn það einnig ... þ.e.a.s. framtíðin. Úr slíku sjónarhorni birtist úrlausnarefnið í dýpt sinni. Lausnin felur í sér lyktir hinnar æðstu orrustu á félagslegum vettvangi. Hvílík staða mála, torkennileg og brengluð! Í raun réttri er karlinn konunni háður, þar eð konan á bólfestu í hjarta hans. Samkvæmt lögum er hún ósjálfráða og vanhæf. Hún hefur engin stjórnmálaleg réttindi og er meinað að láta til sín taka á opinberum vettvangi. ... Í hnotskurn er hún enginn. Á heimavettvangi hins vegar er hún allt í öllu. Konan er nefnilega móðir. Hún ræður hjartalaginu heima; á heimilinu stjórnar hún góðu og illu.“ (Úrdráttur úr bréfi í Nýju Jórvíkurtímanum (New York Times) 1875.) Gildi föðurins virðist ofangreindum kvenfrelsurum fyrstu bylgju kvenfrelsunar lítt hugleikið. Þeir hlutu þau örlög að sjá stöðugt minna til barna sinna sökum vinnu utan heimilis. Reyndar bendir norður-ameríski kvenfrelsarinn, Gloria Marie Steinem (f. 1934), athygli okkar að þessari staðreynd. „Flest barna í Bandaríkjum Norður-Ameríku þjást af of miklum afskiptum móður og of litlum afskiptum föður.“ (Gloria Steinem). Kvenfrelsunarsysturnar greindi þó á í þessum efnum. Til að mynda sagði landi hennar, skáldið Adrienne Cecelie Rich (1929-2012): „Tengsl móður og barns eru frumtengsl mannkyns. Þess frumeining mannlífsins varð fyrir ofbeldi við stofnun feðraveldisins.“ Bylting sú, sem hún og fleiri kvenfrelsarar annarrar bylgju kvenfrelsunar boða, gengur út að það að endurheimta þetta samband, þannig að móðir ráði hlutverki föðurins. Þegar að þessu kemur, er feðraveldið í dauðateygjunum, segir Adrienne. Feðraveldi í skilningi Adrienne hefur reyndar aldrei verið til, nema í hugskoti ofstopakvenfrelsara. Í raun er það umhyggjufaðirinn, sem skapaði aðstæður til að tengsl móður og barns mættu þroskast og dafna. Hann er um hálfrar milljónar ára gamall. Pólsk-enski mannfræðingurinn, Bronislav Malinowski (1884-1942), segir: „Um ... vensl gætir þeirrar þýðingarmestu reglu í siðferðilegu og lagalegu tilliti, að ekkert barn skyldi í heiminn borið án [þátttöku] karls. Um er að ræða tiltekinn karl, sem tekur að sér hlutverk félagslegs föður, þ.e. umsjónarmanns og verndara, [sem þess vegna verður] hið karllega samband barnsins við samfélagið. ... Að mínum dómi er um að ræða alhæfingu, sem hefur nær því algildi sem félagslegt lögmál.“ Nútímavísindi ljá orðum Warren, Gloríu og Bronislaw aukið vægi. Enski þróunarmannfræðingurinn, Anna Machin, hefur brotið til mergjar rannsóknir síðustu áratuga um gildi feðra. Hún segir m.a.: Í tengslum föður og barns býr sá styrkur „sem hefur afgerandi áhrif á þroska þeirra; hátterni, tilfinningar og sál – frábrugðin áhrifum móður. Þegar sambandið er traust, stuðla feður að góðri heilbrigði, sjálfstæði, þroska tungumáls og hegðunar.“ ... „[S]amband föður og barns er ekki síður náið, afgerandi og blæbrigðaríkt og samband barns og móður.“ ... Reyndar er það svo, að fjöldi nýlegra rannsókna bendir til, að þátttaka föður í öllu því, er lýtur að aðhlynningu á meðgöngu og við fæðingu, stuðli að bættri heilsu móður, barns og hinnar nýju fjölskyldu til langframa.“ ... „Feður hafa sérstök, jákvæð áhrif á andlegan þroska barna og málþroska í frumbernsku og síðar á frammistöðu bæði sona og dætra í skóla á seinni hluta gelgjuskeiðs. Þetta á einnig við um hegðun og þroska almennt.“... „Burtséð frá fræðslu hafa feður einnig sérstöku hlutverki að gegna á viðkvæmasta þroskasviði unglingsins, geðheilsunnar.“ Þetta er algild regla hvarvetna. „Feður hafa sérstöku hlutverki að gegna við að skapa námshvetjandi aðstæður fyrir barnið; móta hegðun, miðla þekkingu og auka trú þess á sjálft sig.“ En því miður eru víða alvarlegar brotalamir. Uppeldisaðstæður margra barna eru síður en svo ákjósanlegar í ljósi þess, sem að ofan er sagt, þ.e. þar sem börn búa við jafnaðarleg aðhlynningu föður og móður á sameiginlegu heimili. Skilnaðir foreldra eru tíðir. Samkvæmt rannsóknum leysast um fimmtíu til sextíu af hundraði hjónabanda/sambúða Á Vesturlöndum upp. Samkvæmt opinberum skýrslum búa rúm níutíu af hundraði barna hjá mæðrum sínum, eftir skilnað. Rannsóknir benda eindregið til þess, að þar með sé fjölda barna búið óheillavænlegt umhverfi. Orsök skilnaða er oft og tíðum að finna í einhvers konar ofbeldishegðun maka. Samkvæmt lagabókstafnum ber hinu opinbera að bregðast skynsamlega við og veita hinni bágstöddu ofbeldisfjölskyldu aðstoð til að jafna ágreining og leita leiða til hamingjunnar. En yfirvöld eru skelfilega vanmáttug í þessu tilliti. Þau reiða sig að töluverðu leyti á kvenfrelsunarsamtök. Þar eru samtök eins og Stígamót og Kvennaathvarf áberandi. Ríkisvald og sveitarfélög lofa og prísa samtökin, veita þeim verðlaun (meira að segja jafnréttisverðlaun) og fjármagna starfssemi þeirra að umtalsverðu leyti. Lögregla, barnavernd, félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta eiga náið samstarf við þessi samtök. Öðrum opinberum eða hálfopinberum stofnunum á þessu sviði er veitt forstaða af kvenfrelsurum. Fáir starfsmenn þeirra búa yfir viðunandi menntun. Lykilhugtök meðferðarhugmyndafræði hvorra tveggju samtakanna eru karlillska og sjúk karlmennska. Þetta felur m.a. í sér, að karlar séu einir ábyrgir fyrir ofbeldi á heimilinu og að nær allt í fari þeirra, sem er konum vanþóknanlegt, sé rakið til sjúkrar karlmennsku eiginkarla/ástmanna. Meðferðin snýst um að kenna skjótstæðingum þennan boðskap, sbr.: „Starfið [í Kvennaathvarfinu] hefur fram að þessu einkennst af hugmyndum kvennahreyfinga að sögn einnar þeirra, enda sprottið upp úr kvennahreyfingum og með áherslu á að rétta við hlut kvenna í samfélaginu og berjast gegn feðraveldi.“ Sagði starfskona. „Sko það er kannski asnalegt að segja það en það er rauðsokkugangur yfir starfsseminni, en mér finnst það ekki neikvætt, ...“ (Bergdís Ýr Guðmundsdóttir - BÝG) Starfsemi kvennaathvarfa hefur verið skoðuð og rannsökuð. „Árið 2009 voru birtar niðurstöður norskrar rannsóknar sem náði til allra þarlendra kvennaathvarfa. ... Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að börnum fannst staða þeirra oft vera ruglingsleg, þau skorti upplýsingar ... [Á]herslan á að halda staðsetningu athvarfsins leyndri flækti líf sumra, þau þurftu sum hver að ljúga og skipuleggja sögu sína vel til þess að koma ekki upp um staðsetninguna. Í nokkrum tilfellum leiddi það til þess að barnið einangraði sig frá lífinu utan athvarfsins. Þátttakendur kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið mikilvægar upplýsingar um dvöl sína, svo sem hvar þau voru, hver væri ástæða dvalar þeirra og hvað tæki við er dvöl í kvennaathvarfinu lyki.“ ... „Togstreita í tryggð barns við móður er algeng þegar barn sem fylgir móður úr ofbeldisfullu sambandi saknar föður síns eða langar til þess að viðhalda samskiptum við hann.“ (BÝG) Svipaðar niðurstöður fengust úr skoðun á íslenska kvennaathvarfinu. Þar dvelja börn allt að rúmum þriðjungi árs: „Í einstaka tilvikum hafa konur leitað í Kvennaathvarfið eftir að barnaverndaryfirvöld hafa skikkað þær til að slíta sambúð við ofbeldismann vegna ólíðandi ástands heima fyrir. Þar sem þær hafa ekki haft í önnur hús að venda upplifa þær sig stundum þvingaðar til dvalar í Athvarfinu. Í dagbókarfærslum má finna 26 mál þar sem afskipti Barnaverndar eru skráð, eða 20%.“ (Anni Haugen og Bergdís Ýr Guðmundsdóttir - AogB) „Lögregla kemur með sumar konur og börn þeirra í Athvarfið eftir að hafa verið kölluð á heimili þar sem ofbeldi á sér stað. Einnig geta dvalarkonur fengið lögreglufylgd heim til að ná í helstu nauðsynjar/persónulegar eigur ef þannig stendur á. Undanfarin ár hefur Athvarfið átt sinn sérstaka tengilið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Starfskonur eiga greiðan aðgang að þessari lögreglukonu ... kemur einnig í Athvarfið ef nauðsyn krefur og ræðir við konur þar.“ (AogB) „Barn [er] ekki upplýst um þann stað sem kvennaathvarf er, því er sagt t.d. að dvalið sé á hóteli, erlendis eða að það sé í fríi.“ (AogB) Starfskona: „Við höfum alveg tekið þátt í að plata og ekki litist neitt sérlega vel á það. Þetta með sumarbústaðinn og vinkonuna. Okkur finnst það óþægilegt. Og þetta hefur verið fyrir tilstilli móðurinnar.“ (BÝG) „Staðsetningu athvarfsins [er] haldið leyndri.“ ... „Barn [er] ekki upplýst um að dvöl í kvennaathvarfi sé í vændum.“ ... Þegar börn koma til dvalar í kvennaathvarfi er það fyrir ákvörðun móður en ekki barnanna, og mörg þeirra finna til reiði í hennar garð vegna þess að hún hefur yfirgefið heimili þeirra og föðurins ... og þau hafa verið tekin frá vinum og heimaskóla ... Söknuður eftir föður kemur einnig fram hjá sumum þeirra barna sem dvelja í kvennaathvörfum...“ (AogB) „Misjafnt er hvort börn sem dvelja í Kvennaathvarfinu séu í samskiptum við feður sína eða ekki.... barnaverndarnefnd hefur stundum bannað börnum að fara til feðra sinna...“ (BÝG) „Ekkert barnanna hafði fengið vin til sín í Kvennaathvarfið. Tvö barnanna fóru einungis þrisvar sinnum út á þeim þremur mánuðum sem þau dvöldu í Kvennaathvarfinu, en vegna ofbeldismannsins var það ekki talið öruggt. Sömu börn stunduðu ekki skóla á dvalartímanum og fengu ekki kennslu í Kvennaathvarfinu.“ (BÝG) Samstarf opinberra aðilja og starfsemi þessarar stofnunar eru með fullkomnum ólíkindum. Það endurspeglar lögleysu og siðleysi á grundvelli kvenfrelsunarbábilju um ofbeldi og illsku karla og leiðir til opinberrar misbeitingar valds og skattfjár. Jafnréttisverðlaun til stofnunar, sem útilokar börn frá feðrum sínum, er hryggileg. Það er gamalgróin og margreynd meðferðarregla, að affararsælast sé að (reyna að) leysa vanda í því umhverfi, sem hann er sprottinn úr. Ég skora á hlutaðeigandi að gera skilmerkilega og skynsamlega grein fyrir sér. Annars verður sú ályktun nærgöngul, að ábyrgir stjórnmálamenn séu skyni skroppnir og misnoti skattfé almennings til upplausnar og óhamingju fjölskyldna. Ég óska lesendum friðsamlegra jóla. (Eftirmáli: í grein minni um bók John S. Mill fyrir skemmstu féll niður nafn ágæts þýðanda orða Bryan Magee. Hann er Róbert Jack. Beðist er velvirðingar á misgáningi þessum.)Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
„Lengi býr að fyrstu gerð.“ Þetta eru gamalkunn sannindi. Stjórnmálamenn almennt virðast aðhyllast þessa speki í orði kveðnu. Barnalög og sáttmálar á alþjóðavettvangi kveða á um, að tryggja skuli börnum þroskavænlegt atlæti í hvívetna og hvarvetna. Þau eiga rétt til að njóta samvista við báða foreldra sína, sem tryggja skulu þeim heillavænlega aðbúnað, firra þau slæmu atlæti og ofbeldi. Góð fræði og vísindi taka undir nauðsyn þessa. Norður-ameríski fræðimaðurinn, Warren Farrell, dregur eftirfarandi ályktun af yfirliti fjölda rannsókna á þessu sviði: „Sterk fjölskylda gefur barni afgerandi óskabyrjun í lífinu.“ ... „Faðmur raunforeldra, sem búa saman, er öruggasta uppeldisumhverfi drengja og telpna.“ Enda þótt mæður og feður gegni sínu hverju hlutverkinu, virðist almennt lögð meiri áhersla á gildi móðurinnar. Til að mynda kom hlutverk hennar í brennidepil í árdaga kvenfrelsunar. „Steinunn H. Bjarnason [1887-1961], kennari og fyrsti formaður Bandalags kvenna, virðist hafa látið í ljós almenna skoðun kvennahreyfingarinnar á fundi í fulltrúaráði Bandalagsins. ... Steinunn sagði að „[s]tarf konunnar á heimilinu væri undirstaðan undir allri menningu mannkynsins“ en menningin væri „undir því komin að konan væri starfi sínu vaxin og leysti það vel af hendi, þegar svo væri komið kæmi alt annað af sjálfu sér, sem framfaravinirnir eru að berjast fyrir.“ Inga Lára Lárusdóttir [1883-1949] var án efa svipaðrar skoðunar en hún taldi að almenn þátttaka kvenna í þjóðfélagsmálum mundi um leið efla konur í móðurhlutverkinu. Þegar konur yrðu „jafn réttháir borgarar karlmönnum“ og öðluðust „auka skyldutilfinningu gagnvart þjóðfélaginu“ mundu þær einnig finna meiri „skyldutilfinningu ... gagnvart sérstöðu sinni sem eiginkona, móðir eða húsmóðir.“ (Sigríður Matthíasdóttir) (Þegar þetta er ritað, bjuggu Íslendingar við eins konar kvenverndarlög, þ.e. að karlar báru að miklu leyti lagalega ábyrgð á framfærslu og hátterni kvenna (og barna).) Norsku systurnar hugsuðu á svipuðum nótum. Kvenfrelsunarforkólfurinn, Jörgine Anna Sverdrup (Gina) Krog (1847-1916), sagði t.d.: “Viti bornu fólki verður æ ljósara, að hin þröngsýna og þekkingarsnauða móðir sé mesta skaðræði samfélagsins. Því er menntun af besta tagi ákjósanleg, eigi hún að vera fær um að ala upp börn, sem búa að greind, frelsi og manngæsku.” Hugleiðingar norskra og íslenskra kvenfrelsara á ofangreindu skeiði (fyrstu bylgju kvenfrelsunar) bera því vott, að þeir geri sér fyllilega ljóst, hver völd þeirra séu og ábyrgð. Heldur er það varla vafa undirorpið, að vald sitt sækja þær til móðurhlutverksins, móðir og börn eru spyrt saman undir vernd og framfærslu föður. Það var ekki farið í grafgötur með völd kvenna. Þau virtust á allra vitorði. Hinn ötuli talsmaður menntunar kvenna og fullra lýðréttinda þeim til handa, franska skáldið og stjórnmálamaðurinn, Victor Marie Hugo (1802-1885), ritaði af alkunnri glöggskyggni sinni: „Þegar kona er nefnd, er barn það einnig ... þ.e.a.s. framtíðin. Úr slíku sjónarhorni birtist úrlausnarefnið í dýpt sinni. Lausnin felur í sér lyktir hinnar æðstu orrustu á félagslegum vettvangi. Hvílík staða mála, torkennileg og brengluð! Í raun réttri er karlinn konunni háður, þar eð konan á bólfestu í hjarta hans. Samkvæmt lögum er hún ósjálfráða og vanhæf. Hún hefur engin stjórnmálaleg réttindi og er meinað að láta til sín taka á opinberum vettvangi. ... Í hnotskurn er hún enginn. Á heimavettvangi hins vegar er hún allt í öllu. Konan er nefnilega móðir. Hún ræður hjartalaginu heima; á heimilinu stjórnar hún góðu og illu.“ (Úrdráttur úr bréfi í Nýju Jórvíkurtímanum (New York Times) 1875.) Gildi föðurins virðist ofangreindum kvenfrelsurum fyrstu bylgju kvenfrelsunar lítt hugleikið. Þeir hlutu þau örlög að sjá stöðugt minna til barna sinna sökum vinnu utan heimilis. Reyndar bendir norður-ameríski kvenfrelsarinn, Gloria Marie Steinem (f. 1934), athygli okkar að þessari staðreynd. „Flest barna í Bandaríkjum Norður-Ameríku þjást af of miklum afskiptum móður og of litlum afskiptum föður.“ (Gloria Steinem). Kvenfrelsunarsysturnar greindi þó á í þessum efnum. Til að mynda sagði landi hennar, skáldið Adrienne Cecelie Rich (1929-2012): „Tengsl móður og barns eru frumtengsl mannkyns. Þess frumeining mannlífsins varð fyrir ofbeldi við stofnun feðraveldisins.“ Bylting sú, sem hún og fleiri kvenfrelsarar annarrar bylgju kvenfrelsunar boða, gengur út að það að endurheimta þetta samband, þannig að móðir ráði hlutverki föðurins. Þegar að þessu kemur, er feðraveldið í dauðateygjunum, segir Adrienne. Feðraveldi í skilningi Adrienne hefur reyndar aldrei verið til, nema í hugskoti ofstopakvenfrelsara. Í raun er það umhyggjufaðirinn, sem skapaði aðstæður til að tengsl móður og barns mættu þroskast og dafna. Hann er um hálfrar milljónar ára gamall. Pólsk-enski mannfræðingurinn, Bronislav Malinowski (1884-1942), segir: „Um ... vensl gætir þeirrar þýðingarmestu reglu í siðferðilegu og lagalegu tilliti, að ekkert barn skyldi í heiminn borið án [þátttöku] karls. Um er að ræða tiltekinn karl, sem tekur að sér hlutverk félagslegs föður, þ.e. umsjónarmanns og verndara, [sem þess vegna verður] hið karllega samband barnsins við samfélagið. ... Að mínum dómi er um að ræða alhæfingu, sem hefur nær því algildi sem félagslegt lögmál.“ Nútímavísindi ljá orðum Warren, Gloríu og Bronislaw aukið vægi. Enski þróunarmannfræðingurinn, Anna Machin, hefur brotið til mergjar rannsóknir síðustu áratuga um gildi feðra. Hún segir m.a.: Í tengslum föður og barns býr sá styrkur „sem hefur afgerandi áhrif á þroska þeirra; hátterni, tilfinningar og sál – frábrugðin áhrifum móður. Þegar sambandið er traust, stuðla feður að góðri heilbrigði, sjálfstæði, þroska tungumáls og hegðunar.“ ... „[S]amband föður og barns er ekki síður náið, afgerandi og blæbrigðaríkt og samband barns og móður.“ ... Reyndar er það svo, að fjöldi nýlegra rannsókna bendir til, að þátttaka föður í öllu því, er lýtur að aðhlynningu á meðgöngu og við fæðingu, stuðli að bættri heilsu móður, barns og hinnar nýju fjölskyldu til langframa.“ ... „Feður hafa sérstök, jákvæð áhrif á andlegan þroska barna og málþroska í frumbernsku og síðar á frammistöðu bæði sona og dætra í skóla á seinni hluta gelgjuskeiðs. Þetta á einnig við um hegðun og þroska almennt.“... „Burtséð frá fræðslu hafa feður einnig sérstöku hlutverki að gegna á viðkvæmasta þroskasviði unglingsins, geðheilsunnar.“ Þetta er algild regla hvarvetna. „Feður hafa sérstöku hlutverki að gegna við að skapa námshvetjandi aðstæður fyrir barnið; móta hegðun, miðla þekkingu og auka trú þess á sjálft sig.“ En því miður eru víða alvarlegar brotalamir. Uppeldisaðstæður margra barna eru síður en svo ákjósanlegar í ljósi þess, sem að ofan er sagt, þ.e. þar sem börn búa við jafnaðarleg aðhlynningu föður og móður á sameiginlegu heimili. Skilnaðir foreldra eru tíðir. Samkvæmt rannsóknum leysast um fimmtíu til sextíu af hundraði hjónabanda/sambúða Á Vesturlöndum upp. Samkvæmt opinberum skýrslum búa rúm níutíu af hundraði barna hjá mæðrum sínum, eftir skilnað. Rannsóknir benda eindregið til þess, að þar með sé fjölda barna búið óheillavænlegt umhverfi. Orsök skilnaða er oft og tíðum að finna í einhvers konar ofbeldishegðun maka. Samkvæmt lagabókstafnum ber hinu opinbera að bregðast skynsamlega við og veita hinni bágstöddu ofbeldisfjölskyldu aðstoð til að jafna ágreining og leita leiða til hamingjunnar. En yfirvöld eru skelfilega vanmáttug í þessu tilliti. Þau reiða sig að töluverðu leyti á kvenfrelsunarsamtök. Þar eru samtök eins og Stígamót og Kvennaathvarf áberandi. Ríkisvald og sveitarfélög lofa og prísa samtökin, veita þeim verðlaun (meira að segja jafnréttisverðlaun) og fjármagna starfssemi þeirra að umtalsverðu leyti. Lögregla, barnavernd, félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta eiga náið samstarf við þessi samtök. Öðrum opinberum eða hálfopinberum stofnunum á þessu sviði er veitt forstaða af kvenfrelsurum. Fáir starfsmenn þeirra búa yfir viðunandi menntun. Lykilhugtök meðferðarhugmyndafræði hvorra tveggju samtakanna eru karlillska og sjúk karlmennska. Þetta felur m.a. í sér, að karlar séu einir ábyrgir fyrir ofbeldi á heimilinu og að nær allt í fari þeirra, sem er konum vanþóknanlegt, sé rakið til sjúkrar karlmennsku eiginkarla/ástmanna. Meðferðin snýst um að kenna skjótstæðingum þennan boðskap, sbr.: „Starfið [í Kvennaathvarfinu] hefur fram að þessu einkennst af hugmyndum kvennahreyfinga að sögn einnar þeirra, enda sprottið upp úr kvennahreyfingum og með áherslu á að rétta við hlut kvenna í samfélaginu og berjast gegn feðraveldi.“ Sagði starfskona. „Sko það er kannski asnalegt að segja það en það er rauðsokkugangur yfir starfsseminni, en mér finnst það ekki neikvætt, ...“ (Bergdís Ýr Guðmundsdóttir - BÝG) Starfsemi kvennaathvarfa hefur verið skoðuð og rannsökuð. „Árið 2009 voru birtar niðurstöður norskrar rannsóknar sem náði til allra þarlendra kvennaathvarfa. ... Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að börnum fannst staða þeirra oft vera ruglingsleg, þau skorti upplýsingar ... [Á]herslan á að halda staðsetningu athvarfsins leyndri flækti líf sumra, þau þurftu sum hver að ljúga og skipuleggja sögu sína vel til þess að koma ekki upp um staðsetninguna. Í nokkrum tilfellum leiddi það til þess að barnið einangraði sig frá lífinu utan athvarfsins. Þátttakendur kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið mikilvægar upplýsingar um dvöl sína, svo sem hvar þau voru, hver væri ástæða dvalar þeirra og hvað tæki við er dvöl í kvennaathvarfinu lyki.“ ... „Togstreita í tryggð barns við móður er algeng þegar barn sem fylgir móður úr ofbeldisfullu sambandi saknar föður síns eða langar til þess að viðhalda samskiptum við hann.“ (BÝG) Svipaðar niðurstöður fengust úr skoðun á íslenska kvennaathvarfinu. Þar dvelja börn allt að rúmum þriðjungi árs: „Í einstaka tilvikum hafa konur leitað í Kvennaathvarfið eftir að barnaverndaryfirvöld hafa skikkað þær til að slíta sambúð við ofbeldismann vegna ólíðandi ástands heima fyrir. Þar sem þær hafa ekki haft í önnur hús að venda upplifa þær sig stundum þvingaðar til dvalar í Athvarfinu. Í dagbókarfærslum má finna 26 mál þar sem afskipti Barnaverndar eru skráð, eða 20%.“ (Anni Haugen og Bergdís Ýr Guðmundsdóttir - AogB) „Lögregla kemur með sumar konur og börn þeirra í Athvarfið eftir að hafa verið kölluð á heimili þar sem ofbeldi á sér stað. Einnig geta dvalarkonur fengið lögreglufylgd heim til að ná í helstu nauðsynjar/persónulegar eigur ef þannig stendur á. Undanfarin ár hefur Athvarfið átt sinn sérstaka tengilið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Starfskonur eiga greiðan aðgang að þessari lögreglukonu ... kemur einnig í Athvarfið ef nauðsyn krefur og ræðir við konur þar.“ (AogB) „Barn [er] ekki upplýst um þann stað sem kvennaathvarf er, því er sagt t.d. að dvalið sé á hóteli, erlendis eða að það sé í fríi.“ (AogB) Starfskona: „Við höfum alveg tekið þátt í að plata og ekki litist neitt sérlega vel á það. Þetta með sumarbústaðinn og vinkonuna. Okkur finnst það óþægilegt. Og þetta hefur verið fyrir tilstilli móðurinnar.“ (BÝG) „Staðsetningu athvarfsins [er] haldið leyndri.“ ... „Barn [er] ekki upplýst um að dvöl í kvennaathvarfi sé í vændum.“ ... Þegar börn koma til dvalar í kvennaathvarfi er það fyrir ákvörðun móður en ekki barnanna, og mörg þeirra finna til reiði í hennar garð vegna þess að hún hefur yfirgefið heimili þeirra og föðurins ... og þau hafa verið tekin frá vinum og heimaskóla ... Söknuður eftir föður kemur einnig fram hjá sumum þeirra barna sem dvelja í kvennaathvörfum...“ (AogB) „Misjafnt er hvort börn sem dvelja í Kvennaathvarfinu séu í samskiptum við feður sína eða ekki.... barnaverndarnefnd hefur stundum bannað börnum að fara til feðra sinna...“ (BÝG) „Ekkert barnanna hafði fengið vin til sín í Kvennaathvarfið. Tvö barnanna fóru einungis þrisvar sinnum út á þeim þremur mánuðum sem þau dvöldu í Kvennaathvarfinu, en vegna ofbeldismannsins var það ekki talið öruggt. Sömu börn stunduðu ekki skóla á dvalartímanum og fengu ekki kennslu í Kvennaathvarfinu.“ (BÝG) Samstarf opinberra aðilja og starfsemi þessarar stofnunar eru með fullkomnum ólíkindum. Það endurspeglar lögleysu og siðleysi á grundvelli kvenfrelsunarbábilju um ofbeldi og illsku karla og leiðir til opinberrar misbeitingar valds og skattfjár. Jafnréttisverðlaun til stofnunar, sem útilokar börn frá feðrum sínum, er hryggileg. Það er gamalgróin og margreynd meðferðarregla, að affararsælast sé að (reyna að) leysa vanda í því umhverfi, sem hann er sprottinn úr. Ég skora á hlutaðeigandi að gera skilmerkilega og skynsamlega grein fyrir sér. Annars verður sú ályktun nærgöngul, að ábyrgir stjórnmálamenn séu skyni skroppnir og misnoti skattfé almennings til upplausnar og óhamingju fjölskyldna. Ég óska lesendum friðsamlegra jóla. (Eftirmáli: í grein minni um bók John S. Mill fyrir skemmstu féll niður nafn ágæts þýðanda orða Bryan Magee. Hann er Róbert Jack. Beðist er velvirðingar á misgáningi þessum.)Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar