Söng- og leikkonan Demi Lovato og Austin Wilson eru hætt saman eftir nokkurra mánaða samband. Þá hefur söngkonan fjarlægt myndir af þeim saman af Instagram-síðu sinni.
Samkvæmt heimildarmanni People er Lovato nú einungis að einbeita sér að sjálfri sér og vinnunni. Þá ætli hún að nýta þennan tíma til þess að styrkja samband sitt við Guð.
„Hún er spennt að sjá hvað næsti kafli árið 2020 mun færa henni.“
Lovato og Wilson höfðu verið vinir áður en ástarsamband þeirra hófst. Þau gerðu samband sitt opinbert í nóvember á samfélagsmiðlum og fóru í kjölfarið að sjást saman opinberlega.
Leikkonan situr þó ekki auðum höndum um þessar mundir. Hún er sögð vera að vinna að nýrri tónlist ásamt því að hafa nýlega lokið tökum á lokaþáttaröð sjónvarpsþáttanna Will & Grace.
Vinnur í sambandinu við sjálfa sig og Guð

Tengdar fréttir

Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell
Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki.

Demi Lovato verður með í lokaþáttaröð Will & Grace
Bandaríska söngkonan birti ljósmynd af sjálfri sér á setti þáttanna í dag.