Viðspyrna fyrir viðkvæma hópa Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 6. maí 2020 18:30 Í vetur hefur svo sannarlega reynt á samvinnu og útsjónarsemi Íslendinga, þegar almannavarnarhlutverk okkar allra virkjaðist skyndilega. Með öflugu samstarfi og samtakamætti hefur okkur tekist að koma böndum á útbreiðslu veirunnar, þó kófið sé ekki alveg gengið niður er farið að sjá til sólar gegnum renninginn. Það ríkir óvissa á mörgum sviðum og það mun áfram reyna á samvinnu og útsjónarsemi okkar allra; við áframhaldandi almannavarnir, við úrvinnslu afleiðinga COVID 19 faraldursins, við að skapa samfélaginu tekjur og við að tryggja velferð allra íbúa landsins. Aðgerðir stjórnvalda til varnar, verndar og viðspyrnu miða að því að verja afkomu heimila og fyrirtækja og skapa ný störf. Fjölbreyttar félagslegar aðgerðir Veiran hefur áhrif á tilveru okkar allra en fólk hefur mismunandi leiðir og tækifæri til að bregðast við. Hér vil ég sérstaklega benda á að 5,7 milljarðar króna eru ætlaðar til að styðja sérstaklega við viðkvæmustu hópana í samfélaginu. Komið verður til móts við fjölskyldur langveikra eða fatlaðra barna, sem hafa þurft að auka umönnun heima fyrir með tímabundnum greiðslum. Stutt verður við tómstundir barna af lágtekjuheimilum til að tryggja tækifæri þeirra til íþrótta- og frístundastarfs. Átak í náms- og starfsúrræðum fyrir atvinnuleitendur og sumarverkefni fyrir námsmenn eru í vinnslu. Þá er bætt í aðgerðir gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Áhersla á stuðning við viðkvæma hópa er því gríðarlega mikilvæg á þessum sérstöku tímum. Virkjum samtakamáttinn Félagsleg verkefni eru flest ef ekki öll þess eðlis að þau verða ekki leyst nema í víðtæku samstarfi milli ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Sem dæmi má nefna að til að fjármunir sem ætlað er að tryggja þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi nýtist, þarf ríkið að miðla fjármagni til sveitarfélaga, sem koma þeim til þarfra verka í samvinnu við stjórnir íþróttafélaga, þjálfara og tengiliði foreldra. Nú er mikil hætta á að börn flosni upp úr tómstunda- og frístundastarfi ef ekkert væri að gert. Með þessum stuðningsaðgerðum vilja stjórnvöld taka sérstaklega utan um þennan hóp og vinna gegn brottfalli úr tómstundastarfi, enda hefur það ótvírætt forvarnargildi og stuðlar að velferð. Við höfum einmitt séð samtakamáttinn í kringum íþróttafélögin birtast í Facebook-leik, þar sem ungir sem aldnir heita styrkjum og styðja við bakið á sínu íþróttafélagi með framlögum til starfsins. Nýtum kraftin í kringum íþróttafélögin. Tækifærin til viðspyrnu liggja víða. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í vetur hefur svo sannarlega reynt á samvinnu og útsjónarsemi Íslendinga, þegar almannavarnarhlutverk okkar allra virkjaðist skyndilega. Með öflugu samstarfi og samtakamætti hefur okkur tekist að koma böndum á útbreiðslu veirunnar, þó kófið sé ekki alveg gengið niður er farið að sjá til sólar gegnum renninginn. Það ríkir óvissa á mörgum sviðum og það mun áfram reyna á samvinnu og útsjónarsemi okkar allra; við áframhaldandi almannavarnir, við úrvinnslu afleiðinga COVID 19 faraldursins, við að skapa samfélaginu tekjur og við að tryggja velferð allra íbúa landsins. Aðgerðir stjórnvalda til varnar, verndar og viðspyrnu miða að því að verja afkomu heimila og fyrirtækja og skapa ný störf. Fjölbreyttar félagslegar aðgerðir Veiran hefur áhrif á tilveru okkar allra en fólk hefur mismunandi leiðir og tækifæri til að bregðast við. Hér vil ég sérstaklega benda á að 5,7 milljarðar króna eru ætlaðar til að styðja sérstaklega við viðkvæmustu hópana í samfélaginu. Komið verður til móts við fjölskyldur langveikra eða fatlaðra barna, sem hafa þurft að auka umönnun heima fyrir með tímabundnum greiðslum. Stutt verður við tómstundir barna af lágtekjuheimilum til að tryggja tækifæri þeirra til íþrótta- og frístundastarfs. Átak í náms- og starfsúrræðum fyrir atvinnuleitendur og sumarverkefni fyrir námsmenn eru í vinnslu. Þá er bætt í aðgerðir gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Áhersla á stuðning við viðkvæma hópa er því gríðarlega mikilvæg á þessum sérstöku tímum. Virkjum samtakamáttinn Félagsleg verkefni eru flest ef ekki öll þess eðlis að þau verða ekki leyst nema í víðtæku samstarfi milli ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Sem dæmi má nefna að til að fjármunir sem ætlað er að tryggja þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi nýtist, þarf ríkið að miðla fjármagni til sveitarfélaga, sem koma þeim til þarfra verka í samvinnu við stjórnir íþróttafélaga, þjálfara og tengiliði foreldra. Nú er mikil hætta á að börn flosni upp úr tómstunda- og frístundastarfi ef ekkert væri að gert. Með þessum stuðningsaðgerðum vilja stjórnvöld taka sérstaklega utan um þennan hóp og vinna gegn brottfalli úr tómstundastarfi, enda hefur það ótvírætt forvarnargildi og stuðlar að velferð. Við höfum einmitt séð samtakamáttinn í kringum íþróttafélögin birtast í Facebook-leik, þar sem ungir sem aldnir heita styrkjum og styðja við bakið á sínu íþróttafélagi með framlögum til starfsins. Nýtum kraftin í kringum íþróttafélögin. Tækifærin til viðspyrnu liggja víða. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun