Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær tilkynning um að skemmdir hafi verið unnar á nokkrum leiðum í kirkjugarðinum í Bolungarvík.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að svo virðist sem þremur legsteinum hið minnsta hafi verið velt um koll og einn leiðiskross tekinn upp.
„Þetta er litið mjög alvarlegum augum og óskar lögreglan eftir upplýsingum frá þeim sem kunna að hafa séð til grunsamlegra mannaferða í eða við kirkjugarðinn síðustu sólarhringana,“ segir í tilkynningunni.