Hvalárvirkjun slegið á frest um óákveðinn tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2020 16:17 Eyvindarfjarðará á Ströndum sem einnig heyrir undir Hvalárvirkjun. Tómas Guðbjartsson VesturVerk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku fullyrðir að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Samþykkt var á hluthafafundi Vesturverks þann 30. apríl að fela stjórn félagsins að draga tímabundið úr starfsemi þess. Aðgerðirnar væru sársaukafullar en nauðsðynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur Vesturverks og viðgang verkefna félagsins. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, hættir og upplýsingafulltrúinn sömuleiðis. Gunnar Gaukur vísaði á Jóhann Snorra Sigurbergsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá HS orku, vegna málsins. Umdeild framkvæmd Jóhann Snorri segir í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði að þverrandi eftirspurn eftir rafmagni hafi áhrif á breytingarnar. Áform um uppbyggingu á gagnaverum, kísilverum og jafnvel álveri séu ekki að ganga eftir. Verð á rafmagni sé víða hagstæðara erlendis en á Íslandi sem valdi minnkandi eftirspurn. Nóg rafmagn sé til í landinu um þessar mundir. Þá hægði á ferðinni að Landsnet væri ekki tilbúið með uppbyggingaráform sín á Vestfjörðum. Engan bilbug væri þó að finna á fjárfestum við stuðning sinn við Hvalárvirkjun. Jóhann segir að miðað sé við að vera tilbúnir til framkvæmda þegar ástand á raforkumarkaði lagast á ný. Framkvæmdin er mjög umdeild. Síðast í dag kröfðust Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar og Rjúkandi stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun sem fyrirhugaðar voru í sumar. Miðað við tíðindi dagsins er eitthvað í að framkvæmdum verði haldið áfram. Stöðvunarkrafa var einnig gerð í júlí í fyrra samhliða kæru sömu samtaka vegna framkvæmdaleyfis sem Árneshreppur veitti Vesturverki vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar. Leggja til að friðlýsa svæðið „Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði stöðvunarkröfu samtakana í fyrra með þeim rökum að nefndin gæti lokið málsmeðferð áður en framkvæmdir hæfust sumarið 2020. Nú hefur nefndin enn ekki úrskurðað og brátt geta framkvæmdir hafist í Árneshreppi. Samtökin telja því brýnt að úrskurðarnefndin stöðvi framkvæmdir þar til hún hefur komist að niðurstöðu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum fjórum. „Alþjóðlegu nátturúruverndarsamtökin hafa tekið undir með samtökunum fjórum sem standa að kærunni um að svæðið beri að vernda.“ Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að svæðið verði friðlýst. „Þá er vandséð hver þörfin er fyrir aukna raforkuframleiðslu þar sem ekki er raforkuskortur í landinu og 77% raforkunnar fer til stóriðju skv. orkutölum Orkustofnunnar 2018. Hvalárvirkjun er ekki besta leiðin til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og því er ekki um brýna almannahagsmuni að ræða við byggingu virkjunarinnar.“ Að neðan má sjá kynningarmyndband Vesturverks vegna virkjunarinnar. Hvalárvirkjun 2020 from VesturVerk - HREIN ORKA on Vimeo. Deilur um Hvalárvirkjun Árneshreppur Orkumál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
VesturVerk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku fullyrðir að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Samþykkt var á hluthafafundi Vesturverks þann 30. apríl að fela stjórn félagsins að draga tímabundið úr starfsemi þess. Aðgerðirnar væru sársaukafullar en nauðsðynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur Vesturverks og viðgang verkefna félagsins. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, hættir og upplýsingafulltrúinn sömuleiðis. Gunnar Gaukur vísaði á Jóhann Snorra Sigurbergsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá HS orku, vegna málsins. Umdeild framkvæmd Jóhann Snorri segir í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði að þverrandi eftirspurn eftir rafmagni hafi áhrif á breytingarnar. Áform um uppbyggingu á gagnaverum, kísilverum og jafnvel álveri séu ekki að ganga eftir. Verð á rafmagni sé víða hagstæðara erlendis en á Íslandi sem valdi minnkandi eftirspurn. Nóg rafmagn sé til í landinu um þessar mundir. Þá hægði á ferðinni að Landsnet væri ekki tilbúið með uppbyggingaráform sín á Vestfjörðum. Engan bilbug væri þó að finna á fjárfestum við stuðning sinn við Hvalárvirkjun. Jóhann segir að miðað sé við að vera tilbúnir til framkvæmda þegar ástand á raforkumarkaði lagast á ný. Framkvæmdin er mjög umdeild. Síðast í dag kröfðust Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar og Rjúkandi stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun sem fyrirhugaðar voru í sumar. Miðað við tíðindi dagsins er eitthvað í að framkvæmdum verði haldið áfram. Stöðvunarkrafa var einnig gerð í júlí í fyrra samhliða kæru sömu samtaka vegna framkvæmdaleyfis sem Árneshreppur veitti Vesturverki vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar. Leggja til að friðlýsa svæðið „Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði stöðvunarkröfu samtakana í fyrra með þeim rökum að nefndin gæti lokið málsmeðferð áður en framkvæmdir hæfust sumarið 2020. Nú hefur nefndin enn ekki úrskurðað og brátt geta framkvæmdir hafist í Árneshreppi. Samtökin telja því brýnt að úrskurðarnefndin stöðvi framkvæmdir þar til hún hefur komist að niðurstöðu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum fjórum. „Alþjóðlegu nátturúruverndarsamtökin hafa tekið undir með samtökunum fjórum sem standa að kærunni um að svæðið beri að vernda.“ Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að svæðið verði friðlýst. „Þá er vandséð hver þörfin er fyrir aukna raforkuframleiðslu þar sem ekki er raforkuskortur í landinu og 77% raforkunnar fer til stóriðju skv. orkutölum Orkustofnunnar 2018. Hvalárvirkjun er ekki besta leiðin til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og því er ekki um brýna almannahagsmuni að ræða við byggingu virkjunarinnar.“ Að neðan má sjá kynningarmyndband Vesturverks vegna virkjunarinnar. Hvalárvirkjun 2020 from VesturVerk - HREIN ORKA on Vimeo.
Deilur um Hvalárvirkjun Árneshreppur Orkumál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira