Kóresk goðsögn á fimmtugsaldri skoraði fyrsta markið eftir COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 14:30 Lee Dong-gook fagnaði sigurmarki sínu með Jeonbuk Hyundai Motors með því að þakka heilbrigðsstarfsfólki fyrir á táknmáli. EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Suður-Kórea varð í dag fyrsta landið sem byrjaði að spila á nýjan leik eftir að öllum leikjum í deildarkeppni landsins hafði verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrsta markið eftir COVID-19 skoraði Suður-Kóreumaðurinn Lee Dong-gook fyrir lið Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook hélt upp á 41 árs afmælið sitt í lok síðasta mánaðar en hann spilaði bæði í Þýskalandi (Werder Bremen) og Englandi (Middlesbrough) fyrir meira en áratug síðan. Lee Dong-gook kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði sigurmarkið en Jeonbuk Hyundai Motors vann Suwon Bluewings 1-0. Markið kom með skalla á nærstönginni eftir hornspyrnu frá vinstri en markið má sjá hér fyrir neðan. Lee Dong-gook fagnaði markinu með því að þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir á táknmáli. #KLeague Moment Another look at The Lion King, Lee Dong-gook's opening goal. #KLeague | #K | #JEOvSSB pic.twitter.com/GT2dz0Ozeo— K League (@kleague) May 8, 2020 Lee Dong-gook spilaði 105 landsleiki og skoraði í þeim 33 mörk fyrir Suður-Kóreu á árunum 1998 til 2017. Hann var samt ekki valinn í landsliðshópinn þegar Suður-Kóreubúar héldu HM með Japönum árið 2002. Lee Dong-gook var kallaður „Lati snillingurinn“ og hollenski þjálfarinn Guus Hiddink lagði mikið upp úr vinnusemi hjá leikmönnum landsliðsins. Lee Dong-gook tók því mjög illa að vera ekki valinn í hópinn hjá Guus Hiddink og hefur seinna sagt frá því að hann horfði ekki á einn leik í þessu mikla ævintýri þar sem suður-kóreska liðið komst alla leið í undanúrslitin. Ex-Middlesbrough striker Lee Dong-gook celebrated his goal in the K-League season opener by doing hand signals to thank South Korean medical staff for their work during the coronavirus pandemic Watch LIVE: https://t.co/422ZZNu5gU @BBCiPlayer pic.twitter.com/NyjSHh5HYW— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2020 Lee Dong-gook kom til Jeonbuk Hyundai Motors árið 2009 og hefur spilað með liðinu síðan. Hann skoraði sitt tvö hundraðasta mark fyrir félagið á síðasta ári. Dong-gook skoraði 9 mörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð og vann þá sinn sjöunda meistaratitil með Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook has now scored in all 22 #KLeague seasons he has played in: 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 202041 years old. pic.twitter.com/qJdLIU96r8— Squawka Football (@Squawka) May 8, 2020 Fótbolti Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Suður-Kórea varð í dag fyrsta landið sem byrjaði að spila á nýjan leik eftir að öllum leikjum í deildarkeppni landsins hafði verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrsta markið eftir COVID-19 skoraði Suður-Kóreumaðurinn Lee Dong-gook fyrir lið Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook hélt upp á 41 árs afmælið sitt í lok síðasta mánaðar en hann spilaði bæði í Þýskalandi (Werder Bremen) og Englandi (Middlesbrough) fyrir meira en áratug síðan. Lee Dong-gook kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði sigurmarkið en Jeonbuk Hyundai Motors vann Suwon Bluewings 1-0. Markið kom með skalla á nærstönginni eftir hornspyrnu frá vinstri en markið má sjá hér fyrir neðan. Lee Dong-gook fagnaði markinu með því að þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir á táknmáli. #KLeague Moment Another look at The Lion King, Lee Dong-gook's opening goal. #KLeague | #K | #JEOvSSB pic.twitter.com/GT2dz0Ozeo— K League (@kleague) May 8, 2020 Lee Dong-gook spilaði 105 landsleiki og skoraði í þeim 33 mörk fyrir Suður-Kóreu á árunum 1998 til 2017. Hann var samt ekki valinn í landsliðshópinn þegar Suður-Kóreubúar héldu HM með Japönum árið 2002. Lee Dong-gook var kallaður „Lati snillingurinn“ og hollenski þjálfarinn Guus Hiddink lagði mikið upp úr vinnusemi hjá leikmönnum landsliðsins. Lee Dong-gook tók því mjög illa að vera ekki valinn í hópinn hjá Guus Hiddink og hefur seinna sagt frá því að hann horfði ekki á einn leik í þessu mikla ævintýri þar sem suður-kóreska liðið komst alla leið í undanúrslitin. Ex-Middlesbrough striker Lee Dong-gook celebrated his goal in the K-League season opener by doing hand signals to thank South Korean medical staff for their work during the coronavirus pandemic Watch LIVE: https://t.co/422ZZNu5gU @BBCiPlayer pic.twitter.com/NyjSHh5HYW— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2020 Lee Dong-gook kom til Jeonbuk Hyundai Motors árið 2009 og hefur spilað með liðinu síðan. Hann skoraði sitt tvö hundraðasta mark fyrir félagið á síðasta ári. Dong-gook skoraði 9 mörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð og vann þá sinn sjöunda meistaratitil með Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook has now scored in all 22 #KLeague seasons he has played in: 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 202041 years old. pic.twitter.com/qJdLIU96r8— Squawka Football (@Squawka) May 8, 2020
Fótbolti Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira