Hefur miklar áhyggjur af einangrun eldri innflytjenda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 20:45 Sérstakar áhyggjur eru nú af stöðu eldri innflytjenda sem búa margir við léleg kjör og einangrun. Hópurinn telur yfir þrjú þúsund manns en dæmi eru um að fólkið fái aðeins 80 þúsund krónur á mánuði. Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur. „En það er fullt af fólki hér sem á kannski hér 5,10,15 ára rétt en getur ekki lifað á restinni,“ segir Þórunn. Margir þurfi því að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga. „Mig minnir að pólskur maður hafi verið með 80 þúsund til að lifa á, á mánuði,“ segir Þórunn. Á þessum tímum sé enn erfiðara fyrir fólkið að ná endum saman. „Það kostar núna meira að lifa, það eru margir núna sem fá heimsendan mat, sumir hræddir við að fara í búð og fara í leigubíl, verð hefur hækkað og þetta er aðeins erfiður tími fyrir alla eldri borgara“ segir Þórunn. Gríðarlega mikilvægt sé að afgreiða frumvarp um félagslegan viðbótarstuðning við eldri borgara. Því sé ætlað að mæta þeim sem hafa áunnið sér lítil eða engin lífeyrisréttindi. Frumvarp er í meðferð þingsins og samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu verður það líklega afgreitt á vorþinginu. „Ef að þetta fólk fær þessi réttindi þá er verið að rétta hag þeirra að þau geti frekar leyft sér eitthvað og kannski borið höfuðuð aðeins hærra, komið meira út í samfélagið og tekið þátt,“ segir Þórunn. Þá hefur hætta verið talin á aukinni einangrun meðal innflytjenda vegna kórónuveirunnar. Þórunn segir eldra fólk í hópnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. „Samkvæmt síðustu útskrift sem ég hef í höndunum eru þetta 3.200 manns sem eru yfir sextugu. Það kom í ljós samkvæmt könnun borgarinnar að það var enginn þátttakandi í félagsstarfi eldri borgara,“ segir Þórunn. Fólkið hafi mismikla þekkingu á samfélaginu og því sem er í gangi og sumir með lélegt tengslanet og búa einir. Það sé nauðsynlegt að ná til hópsins. Landssambandið vinnur nú að því að þýða ýmsar upplýsingar fyrir hópinn. „Alveg eins og við erum núna að taka utan um okkar eldri íslendinga , við þurfum bara að taka utan um þetta fólk með sama hætti,“ segir Þórunn. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Eldri borgarar Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Sérstakar áhyggjur eru nú af stöðu eldri innflytjenda sem búa margir við léleg kjör og einangrun. Hópurinn telur yfir þrjú þúsund manns en dæmi eru um að fólkið fái aðeins 80 þúsund krónur á mánuði. Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur. „En það er fullt af fólki hér sem á kannski hér 5,10,15 ára rétt en getur ekki lifað á restinni,“ segir Þórunn. Margir þurfi því að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga. „Mig minnir að pólskur maður hafi verið með 80 þúsund til að lifa á, á mánuði,“ segir Þórunn. Á þessum tímum sé enn erfiðara fyrir fólkið að ná endum saman. „Það kostar núna meira að lifa, það eru margir núna sem fá heimsendan mat, sumir hræddir við að fara í búð og fara í leigubíl, verð hefur hækkað og þetta er aðeins erfiður tími fyrir alla eldri borgara“ segir Þórunn. Gríðarlega mikilvægt sé að afgreiða frumvarp um félagslegan viðbótarstuðning við eldri borgara. Því sé ætlað að mæta þeim sem hafa áunnið sér lítil eða engin lífeyrisréttindi. Frumvarp er í meðferð þingsins og samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu verður það líklega afgreitt á vorþinginu. „Ef að þetta fólk fær þessi réttindi þá er verið að rétta hag þeirra að þau geti frekar leyft sér eitthvað og kannski borið höfuðuð aðeins hærra, komið meira út í samfélagið og tekið þátt,“ segir Þórunn. Þá hefur hætta verið talin á aukinni einangrun meðal innflytjenda vegna kórónuveirunnar. Þórunn segir eldra fólk í hópnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. „Samkvæmt síðustu útskrift sem ég hef í höndunum eru þetta 3.200 manns sem eru yfir sextugu. Það kom í ljós samkvæmt könnun borgarinnar að það var enginn þátttakandi í félagsstarfi eldri borgara,“ segir Þórunn. Fólkið hafi mismikla þekkingu á samfélaginu og því sem er í gangi og sumir með lélegt tengslanet og búa einir. Það sé nauðsynlegt að ná til hópsins. Landssambandið vinnur nú að því að þýða ýmsar upplýsingar fyrir hópinn. „Alveg eins og við erum núna að taka utan um okkar eldri íslendinga , við þurfum bara að taka utan um þetta fólk með sama hætti,“ segir Þórunn.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Eldri borgarar Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira