Lokamót Equsana deildar í hestaíþróttum í beinni á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 12:30 Frá keppni í Equsana deild áhugamanna í hestaíþróttum. Mikil spenna er fyrir lokamóti Equsana deildar áhugamanna í hestaíþróttum sem fer fram í kvöld á félagssvæði Spretts í Kópavogi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Keppt verður í tölti T3 og eru alls 58 knapar og hestar skráðir til leiks. Equsana deildin er mótaröð í hestaíþróttum og er bæði einstaklings- og liðakeppni. Lokamótið í kvöld mun skera úr um hvaða keppandi stendur uppi sem sigurvegari deildarinnar, sem og hvaða lið verður stigahæst, en fyrirfram er búist við æsispennandi keppni. Mjótt er á munum eins og staðan er fyrir lokamótið. Í einstaklingskeppninni tróna þrír knapar á toppnum, þær Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg með 20 stig, Vilborg Smáradóttir með 19 stig og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir með 18 stig. Og svo eru aðrir knapar sem koma fast á hæla þeim. Þrjú efstu liðin fyrir lokamótið eru Heimahagi með 383.5, Stjörnublikk með 339.5 stig og Vagnar og Þjónusta með 321 stig. Forkeppni í tölti hefst klukkan 18:00 og gert ráð fyrir að úrslitin verði riðin um klukkan 20:30. Lokamótið í Equsana deildinni átti að fara fram innanhúss, en vegna aðstæðna var ákveðið að færa það á útivöll. Sýnt verður beint frá viðburðinum á Stöð 2 sport. Einvala lið mun stjórna útsendingunni og lýsa keppninni, þau Telma L. Tómasson, þáttastjórnandi, Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, og Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa. Unnt er að gerast áskrifandi eða kaupa stakan viðburð í myndlyklum Vodafone og Símans. Á forsíðu kemur upp dálkur merktur ,,Viðburður” og þar er smellt á Equsana deildin til að fylgjast með lokamótinu í deildinni. Góða skemmtun. Hestar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Mikil spenna er fyrir lokamóti Equsana deildar áhugamanna í hestaíþróttum sem fer fram í kvöld á félagssvæði Spretts í Kópavogi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Keppt verður í tölti T3 og eru alls 58 knapar og hestar skráðir til leiks. Equsana deildin er mótaröð í hestaíþróttum og er bæði einstaklings- og liðakeppni. Lokamótið í kvöld mun skera úr um hvaða keppandi stendur uppi sem sigurvegari deildarinnar, sem og hvaða lið verður stigahæst, en fyrirfram er búist við æsispennandi keppni. Mjótt er á munum eins og staðan er fyrir lokamótið. Í einstaklingskeppninni tróna þrír knapar á toppnum, þær Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg með 20 stig, Vilborg Smáradóttir með 19 stig og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir með 18 stig. Og svo eru aðrir knapar sem koma fast á hæla þeim. Þrjú efstu liðin fyrir lokamótið eru Heimahagi með 383.5, Stjörnublikk með 339.5 stig og Vagnar og Þjónusta með 321 stig. Forkeppni í tölti hefst klukkan 18:00 og gert ráð fyrir að úrslitin verði riðin um klukkan 20:30. Lokamótið í Equsana deildinni átti að fara fram innanhúss, en vegna aðstæðna var ákveðið að færa það á útivöll. Sýnt verður beint frá viðburðinum á Stöð 2 sport. Einvala lið mun stjórna útsendingunni og lýsa keppninni, þau Telma L. Tómasson, þáttastjórnandi, Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, og Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa. Unnt er að gerast áskrifandi eða kaupa stakan viðburð í myndlyklum Vodafone og Símans. Á forsíðu kemur upp dálkur merktur ,,Viðburður” og þar er smellt á Equsana deildin til að fylgjast með lokamótinu í deildinni. Góða skemmtun.
Hestar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira