Andvaraleysi Alþingis gagnvart utanríkismálum Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 12. maí 2020 13:00 Árleg umræða um skýrslu utanríkisráðherra var á dagskrá Alþingis í síðastliðinni viku. Eina heildstæða umræðan um utanríkismál á Alþingi Íslendinga. Fyrir ári síðan í umræðunni um skýrslu undangengins árs tóku einungis 13 þingmenn þátt. Nú, þegar utanríkismál hafa sjaldan verið mikilvægari fyrir Ísland á tímum heimsfaraldurs og -kreppu, tóku 10 þingmenn þátt í umræðunni. Þar að auki var ræðutími þeirra styttri en síðustu ár. Nokkrir af þeim þingmönnum sem tóku til máls í umræðunni lýstu yfir ónægju sinni með fyrirkomulagið og kölluðu bæði eftir auknum ræðutíma og að umræðunni yrði skipt upp – að þingmönnum yrði ekki gert að ræða yfirgripsmikla 138 blaðsíðna skýrslu utanríkisráðherra um alla anga málaflokksins á einum og sama þingfundinum á takmörkuðum ræðutíma. Af hverju er utanríkismálum ekki gert hærra undir höfði á Alþingi? Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Miðflokkur áttu tvo fulltrúa í umræðunni hver og Samfylking, Viðreisn, Framsókn og Flokkur fólksins einn fulltrúa hver. Þingmenn Pírata tóku ekki þátt í umræðunni. Vert er að geta þess að umræðan var lífleg og áhugaverð og umfjöllunarefnin fjölbreytt. Hrós fá þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunni og þar sem þeir eru svo fáir er hreinlega ekkert því til fyrirstöðu að telja þá upp: Ari Trausti Guðmundsson Birgir Þórarinsson Bryndís Haraldsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Gunnar Bragi Sveinsson Logi Einarsson Rósa Björk Brynjólfsdóttir Sigríður Á. Andersen Silja Dögg Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Önnur birtingarmynd andvaraleysis Alþingis gagnvart utanríkismálum er nær algjör ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis sem undirrituð skrifaði grein um hér á Vísi fyrr á árinu. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ljóst er af ofangreindu að svo er ekki raunin í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Alþingi Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Árleg umræða um skýrslu utanríkisráðherra var á dagskrá Alþingis í síðastliðinni viku. Eina heildstæða umræðan um utanríkismál á Alþingi Íslendinga. Fyrir ári síðan í umræðunni um skýrslu undangengins árs tóku einungis 13 þingmenn þátt. Nú, þegar utanríkismál hafa sjaldan verið mikilvægari fyrir Ísland á tímum heimsfaraldurs og -kreppu, tóku 10 þingmenn þátt í umræðunni. Þar að auki var ræðutími þeirra styttri en síðustu ár. Nokkrir af þeim þingmönnum sem tóku til máls í umræðunni lýstu yfir ónægju sinni með fyrirkomulagið og kölluðu bæði eftir auknum ræðutíma og að umræðunni yrði skipt upp – að þingmönnum yrði ekki gert að ræða yfirgripsmikla 138 blaðsíðna skýrslu utanríkisráðherra um alla anga málaflokksins á einum og sama þingfundinum á takmörkuðum ræðutíma. Af hverju er utanríkismálum ekki gert hærra undir höfði á Alþingi? Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Miðflokkur áttu tvo fulltrúa í umræðunni hver og Samfylking, Viðreisn, Framsókn og Flokkur fólksins einn fulltrúa hver. Þingmenn Pírata tóku ekki þátt í umræðunni. Vert er að geta þess að umræðan var lífleg og áhugaverð og umfjöllunarefnin fjölbreytt. Hrós fá þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunni og þar sem þeir eru svo fáir er hreinlega ekkert því til fyrirstöðu að telja þá upp: Ari Trausti Guðmundsson Birgir Þórarinsson Bryndís Haraldsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Gunnar Bragi Sveinsson Logi Einarsson Rósa Björk Brynjólfsdóttir Sigríður Á. Andersen Silja Dögg Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Önnur birtingarmynd andvaraleysis Alþingis gagnvart utanríkismálum er nær algjör ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis sem undirrituð skrifaði grein um hér á Vísi fyrr á árinu. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ljóst er af ofangreindu að svo er ekki raunin í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun