Segir framkvæmd Puffin-hlaupsins í Eyjum í samræmi við samkomubannið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 12:41 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sést þegar átakið Hjólað í vinnuna var sett á dögunum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi. Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarbyggð og hlaupari, ritaði færslu á Facbook-síðu sína í gær þar sem hann velti því fyrir sér hvernig það gengi upp að hlaup með 350 keppendum væri í samræmi við samkomubannið og reglur sem gilda um íþróttaviðburði: „Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 4. maí 2020 (kl.00.00) og gildir til 1. júní 2020 (kl. 23.59). Samkomubannið nær til viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar. Skipulagt íþróttastarf Æfingar og keppnir skipulags íþróttastarfs fyrir fullorðna (þ.m.t. íþróttir í framhalds- og háskólum) eru heimilar með eftirfarandi takmörkunum: Mest sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll (2.000m2). Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um 2ja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda. Ég fæ þetta tvennt ekki alveg til að ganga upp,“ segir Gunnlaugur í færslu sinni. Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari, tekur undir með Gunnlaugi og segir þetta algjörlega óskiljanlegt. „Við erum að raða fólki í 7 manna æfingahópa á hlaupanámskeiðum Náttúruhlaupa,“ segir Elísabet. Í samtali við Vísi segir Víðir að hann hafi fengið fyrirspurn varðandi Puffin-hlaupið. Hann hafi borið málið undir lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og heilbrigðisráðuneytið. „Og þetta var samkvæmt reglunum, það þurfti enga undanþágu eða neitt slíkt. Þetta var hólfaskipt, það voru fimmtíu mest í hverju hólfi og sjö sem hlupu af stað. Það var haft þetta 2000 fermetra viðmið þannig að menn væru aldrei fleiri en sjö á þeim tíma þannig að menn voru ræstir út á mjög löngum tíma og dreift yfir,“ segir Víðir. Þannig hafi þeir aðilar sem bera ábyrgð á eftirlitinu með viðburðum sem þessum, lögreglustjóri, sóttvarnalæknirinn í Vestmannaeyjum og ráðuneytið, fengið þetta til skoðunar og talið að framkvæmd hlaupsins væri innan 6. greinar auglýsingar um samkomubann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi. Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarbyggð og hlaupari, ritaði færslu á Facbook-síðu sína í gær þar sem hann velti því fyrir sér hvernig það gengi upp að hlaup með 350 keppendum væri í samræmi við samkomubannið og reglur sem gilda um íþróttaviðburði: „Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 4. maí 2020 (kl.00.00) og gildir til 1. júní 2020 (kl. 23.59). Samkomubannið nær til viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar. Skipulagt íþróttastarf Æfingar og keppnir skipulags íþróttastarfs fyrir fullorðna (þ.m.t. íþróttir í framhalds- og háskólum) eru heimilar með eftirfarandi takmörkunum: Mest sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll (2.000m2). Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um 2ja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda. Ég fæ þetta tvennt ekki alveg til að ganga upp,“ segir Gunnlaugur í færslu sinni. Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari, tekur undir með Gunnlaugi og segir þetta algjörlega óskiljanlegt. „Við erum að raða fólki í 7 manna æfingahópa á hlaupanámskeiðum Náttúruhlaupa,“ segir Elísabet. Í samtali við Vísi segir Víðir að hann hafi fengið fyrirspurn varðandi Puffin-hlaupið. Hann hafi borið málið undir lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og heilbrigðisráðuneytið. „Og þetta var samkvæmt reglunum, það þurfti enga undanþágu eða neitt slíkt. Þetta var hólfaskipt, það voru fimmtíu mest í hverju hólfi og sjö sem hlupu af stað. Það var haft þetta 2000 fermetra viðmið þannig að menn væru aldrei fleiri en sjö á þeim tíma þannig að menn voru ræstir út á mjög löngum tíma og dreift yfir,“ segir Víðir. Þannig hafi þeir aðilar sem bera ábyrgð á eftirlitinu með viðburðum sem þessum, lögreglustjóri, sóttvarnalæknirinn í Vestmannaeyjum og ráðuneytið, fengið þetta til skoðunar og talið að framkvæmd hlaupsins væri innan 6. greinar auglýsingar um samkomubann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira