Skaðaminnkun á tímum Covid Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 6. apríl 2020 12:00 Í miðjum Covid faraldri má ekki gleyma þeim þjóðfélagshópum sem eiga undir högg að sækja. Heimilislaust fólk með fíknivanda verður illa úti á tímum sem þessum. Fyrir skömmu kom frétt um það að kókaínskortur og morfínskortur væri á landinu. Margir hlógu að fréttinni eða tóku henni fagnandi. Vímuefnaskortur í landinu er hins vegar grafalvarlegt mál við nánari ígrundun. Þegar skortur verður á markaðnum þýðir það einfaldlega að markaðsverð á vímuefnum hækkar og að hættulegri efni fara frekar í umferð. Einstaklingar sem hafa þróað með sér alvarlegan fíknivanda hafa ekki þann valkost að hætta að nota vímuefni eða fara í ,,pásu" þegar markaðsverð hækkar og bíða þar til kreppa undirheimanna gengur yfir. Nú hugsa margir ef til vill af hverju geta þessir einstaklingar ekki bara hætt? Til grundvallar fíknivanda geta verið margar og flóknar ástæður. Þar má sem dæmi nefna heimilisleysi, áfallasögu og skort á viðeigandi stuðningi og meðferðarúrræðum en þegar öllu er á botninn hvolft, þá er staðreyndin sú að fólk með fíknivanda er veikt. Það velur sér enginn að vera langt leiddur af fíknivanda og þurfa að leggjast lágt til að redda sér næsta skammti. Eftirspurnin minnkar ekki, sama hvernig staðan er á framboðinu er. Afleiðingin er sú að hærra markaðsverð skilar sér í auknum afbrotum og hörku, einstaklingar verða útsettari fyrir ofbeldi og það verður bæði grófara og skaðlegra. Það sem við sjáum gerast núna í Covid faraldrinum er nákvæmlega þetta. Íbúar miðbæjarins hafa orðið varir við stigvaxandi slæmt ástand heimilislausra á svæðinu. Fólk með fíknivanda þarf að hafa meira fyrir því að forðast fráhvörf, örvæntingin eykst og harkið versnar. Meira er orðið um innbrot í bíla og tilraunir til innbrota í hús og verslanir. Bæði samfélagið og fólkið sjálft verður fyrir skaða. Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem vinna með fólki með þungan fíknivanda sjá til að mynda áberandi meira ofbeldi gagnvart konum með fíknivanda. Þær þurfa að leggja meira á sig til að fjármagna næsta skammt og ofbeldi gagnvart þeim hefur aukist. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er umtalsverður. Tökum einfalt dæmi. Ekki er óalgengt að manneskja með þungan fíknivanda þurfi að fjármagna neyslu sína upp á 20-40 þúsund krónur á dag. Segjum að manneskjan fjármagni þessa neyslu sína með innbrotum. Þýfi fer gjarnan á 15-20% af raungildi sínu, sem þýðir að hlutur að raunvirði 100 þúsund krónur fer á 15 þúsund krónur á svarta markaðnum. Manneskjan þarf því að stela hundruðum þúsunda króna virði af þýfi á dag til að ná að fjármagna neyslu sína. Þetta fjárhagslega tjón bera þeir sem fyrir barðinu verða, og tryggingafélögin. Segjum svo að lögreglan hefji rannsókn og þetta fari í gegnum dómskerfið. Greiða þarf laun lögreglumanna, lögfræðinga lögreglunnar, saksóknara og dómara - og starfsfólks allra þessara embætta. Sem dæmi þarf að greiða verjandanum einum frá 100 þúsund upp í nokkrar milljónir fyrir hvert mál sem fer fyrir dóm. Ef svo fólk er dæmt til afplánunar þá kostar fangelsisdvölin þjóðfélagið 34 þúsund krónur á dag (uppreiknað úr tölum frá árinu 2009). Veltum því aðeins fyrir okkur hvað hægt er að gera fyrir einstaklinginn fyrir 34 þúsund á dag annað en að læsa hann inni fyrir veikindi sín. Allt þetta er fjármagnað beint úr vasa skattgreiðenda. Aftur og aftur. Á meðan ítrekað hefur verið sýnt fram á árangursleysi þessarar refsistefnu. Það að refsa fólki til hlýðni er kostnaðarsamt, ómannúðlegt og gjörsamlega árangurslaust. Kostnaðurinn við að framfylgja refsistefnunni verður enn sárari þegar staðreyndin er sú að flest þau efni sem einstaklingar með þungan fíknivanda eru háð eru lögleg lyf (lyfseðilskyld lyf) og koma flest beint úr lyfjaskáp ríkisins eða eru innflutt til landsins úr lyfjaskápum annara ríkja . Þau efni sem algengust eru hér á landi hjá fólki með þungan fíknivanda eru lyfseðilsskyld lyf, s.s. Rítalín, OxyContin, Contalgin og benzódíasepin lyf. Með refsistefnu eru þau ansi dýrkeypt fyrir alla, bæði neytendann sjálfan og allt samfélagið. Það er því gríðarlega kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið að einstaklingar með langt leiddan fíknivanda hafi skertan aðgang að þeim lyfjum sem þeir eru háðir. Hvað er hægt að gera til að bregðast við þessu? Hvernig stemmum við stigu við þessum vanda og lágmörkum samfélagslegan skaða af þessu ástandi? Fyrst og fremst er mikilvægt að bjóða fólki með þungan fíknivanda aðgengi að viðhaldsmeðferð. Viðhaldsmeðferð er læknisfræðileg meðferð, oftast unnin í þverfaglegu teymi, þar sem fólk fær það lyf eða sambærilegt lyf við sem það hefur ánetjast, skrifað út af lækni og undir eftirliti, til að koma í veg fyrir fráhvörf og til að hjálpa fólki að ná andlegu og líkamlegu jafnvægi. Reynslan af viðhaldsmeðferð í þeim löndum sem veitir fólki gott aðgengi að henni, er að glæpir og ofbeldi minnka, ásamt því að lífsgæði einstaklinga og heilsa taka stakkaskiptum. Það opnast skyndilega á möguleika hjá fólki að eiga mannsæmandi líf þegar það þarf ekki lengur að berjast í bökkum og stunda afbrot hvern einasta dag til að fjármagna fíknivanda sinn. Viðhaldsmeðferð er lögleg hér á landi, og það eru mannréttindi og siðferðisleg ábyrgð okkar sem samfélags að halda utan um þá þjóðfélagsþegna okkar sem eru langt leiddir af fíknivanda. Þetta stríðir hins vegar gegn siðferðisvitund fólks sem hefur fengið þau skilaboð í gegnum ríkjandi orðræðu að vímuefnaánetjun sé valkostur, siðferðisgalli eða heilasjúkdómur þar sem eina ásættanlega meðferðin sé algjört fráhald vímuefna. Sú orðræða kemur beint frá stríðinu gegn fíkniefnum (sem er ekkert annað en stríð á hendur veiku fólki), og stenst ekki skoðun. Staðan er því sú að fáir fá viðhaldsmeðferð hér á landi, vegna þess að læknar sem eru nægilega framsýnir til að hafa kynnt sér rannsóknir og reynslu annarra þjóða af viðhaldsmeðferðum eru litnir hornauga af öðru heilbrigðisstarfsfólki og þurfa að sitja undir ásökunum frá eftirlitsstofnum á borð við Lyfjastofnun og Landlæknisembættinu. Nú á tímum Covid þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að fíknivandi fólks verður meiri og alvarlegri, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Það er því tilvalinn tímapunktur fyrir heilbrigðisstarfsfólk að kynna sér nú rannsóknir og reynslu annarra þjóða, og fara að bjóða sjúklingum sínum upp á viðhaldsmeðferðir í víðtækari mæli, fjölbreyttari meðferð og aðgengilegri þeim einstaklingum sem þurfa á henni að halda. Við sem samfélag þurfum að leggja úrelt siðferðisrök til hliðar og hafa vísindi og gagnrýndar aðferðir í forgangi. Það græða allir á því. F.h. Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar, samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í miðjum Covid faraldri má ekki gleyma þeim þjóðfélagshópum sem eiga undir högg að sækja. Heimilislaust fólk með fíknivanda verður illa úti á tímum sem þessum. Fyrir skömmu kom frétt um það að kókaínskortur og morfínskortur væri á landinu. Margir hlógu að fréttinni eða tóku henni fagnandi. Vímuefnaskortur í landinu er hins vegar grafalvarlegt mál við nánari ígrundun. Þegar skortur verður á markaðnum þýðir það einfaldlega að markaðsverð á vímuefnum hækkar og að hættulegri efni fara frekar í umferð. Einstaklingar sem hafa þróað með sér alvarlegan fíknivanda hafa ekki þann valkost að hætta að nota vímuefni eða fara í ,,pásu" þegar markaðsverð hækkar og bíða þar til kreppa undirheimanna gengur yfir. Nú hugsa margir ef til vill af hverju geta þessir einstaklingar ekki bara hætt? Til grundvallar fíknivanda geta verið margar og flóknar ástæður. Þar má sem dæmi nefna heimilisleysi, áfallasögu og skort á viðeigandi stuðningi og meðferðarúrræðum en þegar öllu er á botninn hvolft, þá er staðreyndin sú að fólk með fíknivanda er veikt. Það velur sér enginn að vera langt leiddur af fíknivanda og þurfa að leggjast lágt til að redda sér næsta skammti. Eftirspurnin minnkar ekki, sama hvernig staðan er á framboðinu er. Afleiðingin er sú að hærra markaðsverð skilar sér í auknum afbrotum og hörku, einstaklingar verða útsettari fyrir ofbeldi og það verður bæði grófara og skaðlegra. Það sem við sjáum gerast núna í Covid faraldrinum er nákvæmlega þetta. Íbúar miðbæjarins hafa orðið varir við stigvaxandi slæmt ástand heimilislausra á svæðinu. Fólk með fíknivanda þarf að hafa meira fyrir því að forðast fráhvörf, örvæntingin eykst og harkið versnar. Meira er orðið um innbrot í bíla og tilraunir til innbrota í hús og verslanir. Bæði samfélagið og fólkið sjálft verður fyrir skaða. Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem vinna með fólki með þungan fíknivanda sjá til að mynda áberandi meira ofbeldi gagnvart konum með fíknivanda. Þær þurfa að leggja meira á sig til að fjármagna næsta skammt og ofbeldi gagnvart þeim hefur aukist. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er umtalsverður. Tökum einfalt dæmi. Ekki er óalgengt að manneskja með þungan fíknivanda þurfi að fjármagna neyslu sína upp á 20-40 þúsund krónur á dag. Segjum að manneskjan fjármagni þessa neyslu sína með innbrotum. Þýfi fer gjarnan á 15-20% af raungildi sínu, sem þýðir að hlutur að raunvirði 100 þúsund krónur fer á 15 þúsund krónur á svarta markaðnum. Manneskjan þarf því að stela hundruðum þúsunda króna virði af þýfi á dag til að ná að fjármagna neyslu sína. Þetta fjárhagslega tjón bera þeir sem fyrir barðinu verða, og tryggingafélögin. Segjum svo að lögreglan hefji rannsókn og þetta fari í gegnum dómskerfið. Greiða þarf laun lögreglumanna, lögfræðinga lögreglunnar, saksóknara og dómara - og starfsfólks allra þessara embætta. Sem dæmi þarf að greiða verjandanum einum frá 100 þúsund upp í nokkrar milljónir fyrir hvert mál sem fer fyrir dóm. Ef svo fólk er dæmt til afplánunar þá kostar fangelsisdvölin þjóðfélagið 34 þúsund krónur á dag (uppreiknað úr tölum frá árinu 2009). Veltum því aðeins fyrir okkur hvað hægt er að gera fyrir einstaklinginn fyrir 34 þúsund á dag annað en að læsa hann inni fyrir veikindi sín. Allt þetta er fjármagnað beint úr vasa skattgreiðenda. Aftur og aftur. Á meðan ítrekað hefur verið sýnt fram á árangursleysi þessarar refsistefnu. Það að refsa fólki til hlýðni er kostnaðarsamt, ómannúðlegt og gjörsamlega árangurslaust. Kostnaðurinn við að framfylgja refsistefnunni verður enn sárari þegar staðreyndin er sú að flest þau efni sem einstaklingar með þungan fíknivanda eru háð eru lögleg lyf (lyfseðilskyld lyf) og koma flest beint úr lyfjaskáp ríkisins eða eru innflutt til landsins úr lyfjaskápum annara ríkja . Þau efni sem algengust eru hér á landi hjá fólki með þungan fíknivanda eru lyfseðilsskyld lyf, s.s. Rítalín, OxyContin, Contalgin og benzódíasepin lyf. Með refsistefnu eru þau ansi dýrkeypt fyrir alla, bæði neytendann sjálfan og allt samfélagið. Það er því gríðarlega kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið að einstaklingar með langt leiddan fíknivanda hafi skertan aðgang að þeim lyfjum sem þeir eru háðir. Hvað er hægt að gera til að bregðast við þessu? Hvernig stemmum við stigu við þessum vanda og lágmörkum samfélagslegan skaða af þessu ástandi? Fyrst og fremst er mikilvægt að bjóða fólki með þungan fíknivanda aðgengi að viðhaldsmeðferð. Viðhaldsmeðferð er læknisfræðileg meðferð, oftast unnin í þverfaglegu teymi, þar sem fólk fær það lyf eða sambærilegt lyf við sem það hefur ánetjast, skrifað út af lækni og undir eftirliti, til að koma í veg fyrir fráhvörf og til að hjálpa fólki að ná andlegu og líkamlegu jafnvægi. Reynslan af viðhaldsmeðferð í þeim löndum sem veitir fólki gott aðgengi að henni, er að glæpir og ofbeldi minnka, ásamt því að lífsgæði einstaklinga og heilsa taka stakkaskiptum. Það opnast skyndilega á möguleika hjá fólki að eiga mannsæmandi líf þegar það þarf ekki lengur að berjast í bökkum og stunda afbrot hvern einasta dag til að fjármagna fíknivanda sinn. Viðhaldsmeðferð er lögleg hér á landi, og það eru mannréttindi og siðferðisleg ábyrgð okkar sem samfélags að halda utan um þá þjóðfélagsþegna okkar sem eru langt leiddir af fíknivanda. Þetta stríðir hins vegar gegn siðferðisvitund fólks sem hefur fengið þau skilaboð í gegnum ríkjandi orðræðu að vímuefnaánetjun sé valkostur, siðferðisgalli eða heilasjúkdómur þar sem eina ásættanlega meðferðin sé algjört fráhald vímuefna. Sú orðræða kemur beint frá stríðinu gegn fíkniefnum (sem er ekkert annað en stríð á hendur veiku fólki), og stenst ekki skoðun. Staðan er því sú að fáir fá viðhaldsmeðferð hér á landi, vegna þess að læknar sem eru nægilega framsýnir til að hafa kynnt sér rannsóknir og reynslu annarra þjóða af viðhaldsmeðferðum eru litnir hornauga af öðru heilbrigðisstarfsfólki og þurfa að sitja undir ásökunum frá eftirlitsstofnum á borð við Lyfjastofnun og Landlæknisembættinu. Nú á tímum Covid þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að fíknivandi fólks verður meiri og alvarlegri, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Það er því tilvalinn tímapunktur fyrir heilbrigðisstarfsfólk að kynna sér nú rannsóknir og reynslu annarra þjóða, og fara að bjóða sjúklingum sínum upp á viðhaldsmeðferðir í víðtækari mæli, fjölbreyttari meðferð og aðgengilegri þeim einstaklingum sem þurfa á henni að halda. Við sem samfélag þurfum að leggja úrelt siðferðisrök til hliðar og hafa vísindi og gagnrýndar aðferðir í forgangi. Það græða allir á því. F.h. Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar, samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun