Ríkið fær sitt Sævar Þór Jónsson skrifar 7. apríl 2020 16:37 Ástandið í efnahagsmálum er farið að minna ískyggilega á stöðuna í hruninu 2008 og árin þar á eftir. Vitaskuld eru frávik en nú erum við að kljást við afleiðingar risavaxins alþjóðlegs vanda sem er mun verri en það sem gekk yfir í hruninu. Erfitt er að segja til um framhaldið en ástandið bitnar nú mest á ferðaþjónustunni sem hefur verið driffjöður efnahagslífsins á síðari árum og átti stóran þátt í að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir hrunið. Það er ljóst að ríkið þarf að grípa til stórtækra aðgerða í efnahagsmálum ef ekki á að fara illa enda fleiri fyrirtæki farinn að finna fyrir ástandinu en bara ferðaþjónustufyrirtæki. Stóri munurinn á þessum kreppum er sá að nú þarf ríkisstjórnin að leggja aðaláhersluna á að bjarga fyrirtækjum og atvinnustarfssemi. Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar er talað um brúarlán eða lánalínur til fyrirtækja. Lítið er vitað um hvernig þetta verður útfært hjá fjármálafyrirtækjum enn sem komið er og er það óheppilegur seinagangur sem getur haft neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækja, dragist það meira á langinn. Eitt af úrræðunum sem nú standa fyrirtækjum til boða er frestun á greiðslu skatta og opinberra gjalda. Er gengið út frá því að slík frestun létti undir rekstri fyrirtækja og geri þeim kleyft að brúa bilið tímabundið. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Eitt af því sem við lærðum í efnahagshruninu var að greiðslufrestur einn og sér leysir ekki allan vanda heldur slær honum á frest. Þetta lærðu menn af sárri reynslu þá og breyttu um aðferð og buðu upp á bæði greiðslufrestun í bland við afskriftir sem tók mið af greiðslugetu viðkomandi. Vissulega voru vankantar í því líka en þessi aðferð nýttist mörgum vel og hjálpaði fleirum að halda eignum sínum og halda sér á floti. Að vísu stóð ríkið alltaf fyrir utan þetta og skattaskuldir voru oftast ekki afskrifaðar. Þetta var gagnrýnt á sínum tíma og ég tel brýnt að ríkið skorist ekki undan ábyrgð nú með sama hætti. Fyrirtæki sem hafa safnað upp miklum skuldum og þá sérstaklega við hið opinbera ná sér seint og illa úr slíkum vanda og því þarf að létta á því með afskriftum. Önnur úrræði eins og nauðasamningar duga skammt í þessu samhengi og því þarf sértækar aðgerðir fyrir þessi fyrirtæki sem lenda í þessum vandræðum vegna Covid-19 ástandsins. Þá er óvíst með hvaða hætti tekjuflæði fyrirtækja verður þegar léttist á höftunum aftur og mörg þeirra munu þurfa aukið svigrúm. Það er mjög brýnt að efnahagur sem flestra fyrirtækja sé með besta móti þegar markaðir opnast fyrir ferðamenn til landsins á nýjan leik. Þá eru fyrirtækin betur í stakk búin til að ráða aftur til sín fólk og viðspyrnan til uppbyggingar verður meiri. Slíkt væri mjög erfitt með uppsafnaðan greiðsluhjalla í rekstrinum vegna frestun skattgreiðslna. Slíkur hjalli getur orðið sumum óyfirstíganlegur þegar þar að kemur. Ríkið ætti tafarlaust að hafa blandaða leið á boðstólum fyrir fyrirtæki með greiðsludreifingu yfir lengra tímabil, frestun greiðslna og afskriftum eftir að tímabili frestunar lýkur, með tilliti til greiðslugetu hvers fyrirtækis. Viðkomandi fyrirtæki yrðu greiðslumetið og ákvörðun tæki mið af því hvort og þá að hvaða marki afskrifta væri þörf. Með þessu værum við undir það búin að mæta þörfum þeirra fyrirtækja sem á því þurfa þegar greiðslufresti lýkur og ráða illa við uppsafnaðar kröfur hins opinbera. Frestunin ein og sér getur snúist í andhverfu sína sem er ekki það markmið sem ríkisstjórnin stefnir að með aðgerðapakka sínum. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sævar Þór Jónsson Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ástandið í efnahagsmálum er farið að minna ískyggilega á stöðuna í hruninu 2008 og árin þar á eftir. Vitaskuld eru frávik en nú erum við að kljást við afleiðingar risavaxins alþjóðlegs vanda sem er mun verri en það sem gekk yfir í hruninu. Erfitt er að segja til um framhaldið en ástandið bitnar nú mest á ferðaþjónustunni sem hefur verið driffjöður efnahagslífsins á síðari árum og átti stóran þátt í að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir hrunið. Það er ljóst að ríkið þarf að grípa til stórtækra aðgerða í efnahagsmálum ef ekki á að fara illa enda fleiri fyrirtæki farinn að finna fyrir ástandinu en bara ferðaþjónustufyrirtæki. Stóri munurinn á þessum kreppum er sá að nú þarf ríkisstjórnin að leggja aðaláhersluna á að bjarga fyrirtækjum og atvinnustarfssemi. Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar er talað um brúarlán eða lánalínur til fyrirtækja. Lítið er vitað um hvernig þetta verður útfært hjá fjármálafyrirtækjum enn sem komið er og er það óheppilegur seinagangur sem getur haft neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækja, dragist það meira á langinn. Eitt af úrræðunum sem nú standa fyrirtækjum til boða er frestun á greiðslu skatta og opinberra gjalda. Er gengið út frá því að slík frestun létti undir rekstri fyrirtækja og geri þeim kleyft að brúa bilið tímabundið. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Eitt af því sem við lærðum í efnahagshruninu var að greiðslufrestur einn og sér leysir ekki allan vanda heldur slær honum á frest. Þetta lærðu menn af sárri reynslu þá og breyttu um aðferð og buðu upp á bæði greiðslufrestun í bland við afskriftir sem tók mið af greiðslugetu viðkomandi. Vissulega voru vankantar í því líka en þessi aðferð nýttist mörgum vel og hjálpaði fleirum að halda eignum sínum og halda sér á floti. Að vísu stóð ríkið alltaf fyrir utan þetta og skattaskuldir voru oftast ekki afskrifaðar. Þetta var gagnrýnt á sínum tíma og ég tel brýnt að ríkið skorist ekki undan ábyrgð nú með sama hætti. Fyrirtæki sem hafa safnað upp miklum skuldum og þá sérstaklega við hið opinbera ná sér seint og illa úr slíkum vanda og því þarf að létta á því með afskriftum. Önnur úrræði eins og nauðasamningar duga skammt í þessu samhengi og því þarf sértækar aðgerðir fyrir þessi fyrirtæki sem lenda í þessum vandræðum vegna Covid-19 ástandsins. Þá er óvíst með hvaða hætti tekjuflæði fyrirtækja verður þegar léttist á höftunum aftur og mörg þeirra munu þurfa aukið svigrúm. Það er mjög brýnt að efnahagur sem flestra fyrirtækja sé með besta móti þegar markaðir opnast fyrir ferðamenn til landsins á nýjan leik. Þá eru fyrirtækin betur í stakk búin til að ráða aftur til sín fólk og viðspyrnan til uppbyggingar verður meiri. Slíkt væri mjög erfitt með uppsafnaðan greiðsluhjalla í rekstrinum vegna frestun skattgreiðslna. Slíkur hjalli getur orðið sumum óyfirstíganlegur þegar þar að kemur. Ríkið ætti tafarlaust að hafa blandaða leið á boðstólum fyrir fyrirtæki með greiðsludreifingu yfir lengra tímabil, frestun greiðslna og afskriftum eftir að tímabili frestunar lýkur, með tilliti til greiðslugetu hvers fyrirtækis. Viðkomandi fyrirtæki yrðu greiðslumetið og ákvörðun tæki mið af því hvort og þá að hvaða marki afskrifta væri þörf. Með þessu værum við undir það búin að mæta þörfum þeirra fyrirtækja sem á því þurfa þegar greiðslufresti lýkur og ráða illa við uppsafnaðar kröfur hins opinbera. Frestunin ein og sér getur snúist í andhverfu sína sem er ekki það markmið sem ríkisstjórnin stefnir að með aðgerðapakka sínum. Höfundur er lögmaður
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun