Þrefalt fleiri leituðu til Píeta vegna sjálfsvígshugsana í apríl: Fleiri foreldrar leita til samtakanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. maí 2020 20:00 Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum.„Nú eru margir að að upplifa áföll, hafa jafnvel verið hræddir út af faraldri, upplifað ótta, upplifað fjarhagslegt óöryggi og svo kannski í kjölfarið fylgir atvinnumissir,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta og bætir við að fólk sé misjafnlega í stakk búið til að takast á við áföll. Þá hafi rannsóknir sýnt fram á aukna tíðni sjálfvíga og sjálfvígshugsana á tímum faraldurs. Í apríl fyrra komu 64 einstaklingar í viðtal til samtakanna. „Nú eru það vel yfir tvö hundruð í apríl,“ segir Kristín. Þá hefur verið mikil aukning á símtölum í gegn um símalínu samtakanna. „Í apríl fengum við yfir fimm hundruð símtöl í hús og við ætlum að bregðast við með því að opna 24 tíma símalínu til að reyna sinna þörfinni,“ segir Kristín. Það sé allur gangur á því hverjir leiti til samtakanna. „Okkar aðal hópur í apríl hafa verið karlmenn og aðstandendur fólks sem er að glíma með sjálfsvígshugsanir,“ segir Kristín. Fólkið sé öllum aldri en flestir á bilinu 18 til 30 ára eða 45 til 55 ára. „Það er svona viss aukning í að foreldrar séu að leita til okkar. Þá eiga þeir börn sem eru að glíma við sjálfsvígshugsanir eða eru að stunda sjálfsskaða á einhvern hátt,“ segir Kristín. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum.„Nú eru margir að að upplifa áföll, hafa jafnvel verið hræddir út af faraldri, upplifað ótta, upplifað fjarhagslegt óöryggi og svo kannski í kjölfarið fylgir atvinnumissir,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta og bætir við að fólk sé misjafnlega í stakk búið til að takast á við áföll. Þá hafi rannsóknir sýnt fram á aukna tíðni sjálfvíga og sjálfvígshugsana á tímum faraldurs. Í apríl fyrra komu 64 einstaklingar í viðtal til samtakanna. „Nú eru það vel yfir tvö hundruð í apríl,“ segir Kristín. Þá hefur verið mikil aukning á símtölum í gegn um símalínu samtakanna. „Í apríl fengum við yfir fimm hundruð símtöl í hús og við ætlum að bregðast við með því að opna 24 tíma símalínu til að reyna sinna þörfinni,“ segir Kristín. Það sé allur gangur á því hverjir leiti til samtakanna. „Okkar aðal hópur í apríl hafa verið karlmenn og aðstandendur fólks sem er að glíma með sjálfsvígshugsanir,“ segir Kristín. Fólkið sé öllum aldri en flestir á bilinu 18 til 30 ára eða 45 til 55 ára. „Það er svona viss aukning í að foreldrar séu að leita til okkar. Þá eiga þeir börn sem eru að glíma við sjálfsvígshugsanir eða eru að stunda sjálfsskaða á einhvern hátt,“ segir Kristín. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira