Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 17:54 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem heyja baráttu gegn smálánastarfsemi um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að úrskurðarnefnd lögmanna hafi komist að þessari niðurstöðu í úrskurðum vegna tveggja kvartana sem henni bárust vegna Almennrar innheimtu sem er í eigu lögmannsins Gísla Kr. Björnssonar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vefsíðu úrskurðarnefndarinnar. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í öðru málinu sem kom fyrir úrskurðarnefndina komist hún að þeirri niðurstöðu að háttsemi Almennrar innheimtu að klæða innheimtu í búning lögheimtu sé aðfinnsluverð þar sem ljóst hafi verið að innheimtan hafi ekki verið undanfari réttarfarsaðgerða eins og dómsmáls. Innheimtan heyri því undir innheimtulög og þá gildi reglur um hámarkskostnað innheimtu sem Almenn innheimta hafi brotið. Áminnti nefndin Gísla og vísaði sérstaklega til þess að hann hafi sætt aðfinnslum nefndarinnar vegna brota á góðum innheimtuháttum og með hliðsjón af alvarleika brotanna. Nefndin vísaði aftur á móti frá kröfum kvartandans um að innheimtan yrði stöðvuð tafarlaust og að oftekinn innheimtukostnaður yrði endurgreiddur. Telja þátt Creditinfo óásættanlegan Í öðru máli gerði nefndin athugasemdir við starfshætti Almennrar innheimtu hvað varðaði skráningu á vanskilaskrá Creditinfo, að sögn Neytendasamtakanna. Lántaki hafi óskað eftir að fá skýrt yfirlit og sundurliðun yfir kröfur Almennrar innheimtu en fyrirtækið hafi gefið sér 90 daga til að skila gögnunum. Í millitíðinni hafi lántakanum verið hótað með vanskilaskráningu en á sama tíma boðið að greiða helming kröfunnar á móti því að skuldin yrði felld niður. „Lántakandi hafði ofgreitt ólöglega vexti svo nam hundruðum þúsunda og taldi sig þvert á móti eiga inni kröfu á smálánafyrirtækið og gekk ekki að þessum „samningi“,“ segja Neytendasamtökin. Úrskurðarnefndin hafi talið þessa háttsemi að hóta vanskilaskráningu, án þess að viðkomandi hafi fengið tilskilin gögn í hendur, aðfinnsluverða. „Niðurstaðan í þessum tveimur málum sýnir svo ekki verður um villst að innheimtustarfsemi þrífst án raunverulegs eftirlits og viðurlaga. Það eitt og sér er gróft brot á neytandarétti og hafa Neytendasamtökin ítrekað bent á þessar brotalamir í lögum. Nú þarf löggjafinn að hysja upp um sig buxurnar,“ segir í tilkynningu samtakanna. Neytendasamtökin gagnrýna einnig Creditinfo og segja þátt fyrirtækisins í innheimtu ólögmætra smálaána undanfarin ár óásættanlegan. Smálán Neytendur Tengdar fréttir Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að úrskurðarnefnd lögmanna hafi komist að þessari niðurstöðu í úrskurðum vegna tveggja kvartana sem henni bárust vegna Almennrar innheimtu sem er í eigu lögmannsins Gísla Kr. Björnssonar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vefsíðu úrskurðarnefndarinnar. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í öðru málinu sem kom fyrir úrskurðarnefndina komist hún að þeirri niðurstöðu að háttsemi Almennrar innheimtu að klæða innheimtu í búning lögheimtu sé aðfinnsluverð þar sem ljóst hafi verið að innheimtan hafi ekki verið undanfari réttarfarsaðgerða eins og dómsmáls. Innheimtan heyri því undir innheimtulög og þá gildi reglur um hámarkskostnað innheimtu sem Almenn innheimta hafi brotið. Áminnti nefndin Gísla og vísaði sérstaklega til þess að hann hafi sætt aðfinnslum nefndarinnar vegna brota á góðum innheimtuháttum og með hliðsjón af alvarleika brotanna. Nefndin vísaði aftur á móti frá kröfum kvartandans um að innheimtan yrði stöðvuð tafarlaust og að oftekinn innheimtukostnaður yrði endurgreiddur. Telja þátt Creditinfo óásættanlegan Í öðru máli gerði nefndin athugasemdir við starfshætti Almennrar innheimtu hvað varðaði skráningu á vanskilaskrá Creditinfo, að sögn Neytendasamtakanna. Lántaki hafi óskað eftir að fá skýrt yfirlit og sundurliðun yfir kröfur Almennrar innheimtu en fyrirtækið hafi gefið sér 90 daga til að skila gögnunum. Í millitíðinni hafi lántakanum verið hótað með vanskilaskráningu en á sama tíma boðið að greiða helming kröfunnar á móti því að skuldin yrði felld niður. „Lántakandi hafði ofgreitt ólöglega vexti svo nam hundruðum þúsunda og taldi sig þvert á móti eiga inni kröfu á smálánafyrirtækið og gekk ekki að þessum „samningi“,“ segja Neytendasamtökin. Úrskurðarnefndin hafi talið þessa háttsemi að hóta vanskilaskráningu, án þess að viðkomandi hafi fengið tilskilin gögn í hendur, aðfinnsluverða. „Niðurstaðan í þessum tveimur málum sýnir svo ekki verður um villst að innheimtustarfsemi þrífst án raunverulegs eftirlits og viðurlaga. Það eitt og sér er gróft brot á neytandarétti og hafa Neytendasamtökin ítrekað bent á þessar brotalamir í lögum. Nú þarf löggjafinn að hysja upp um sig buxurnar,“ segir í tilkynningu samtakanna. Neytendasamtökin gagnrýna einnig Creditinfo og segja þátt fyrirtækisins í innheimtu ólögmætra smálaána undanfarin ár óásættanlegan.
Smálán Neytendur Tengdar fréttir Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28