Tryggvi: Hemmi var svo lélegur í bakverðinum að hann varð að vera í miðverðinum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 16:00 Tryggvi og Hermann ólust upp saman í Vestmannaeyjum og léku einnig saman með landsliðinu. VÍSIR Tryggvi Guðmundsson var með Hermann Hreiðarsson í miðverðinum í draumaliði sínu á Íslandi. Ástæðan var einfaldlega sú að hann gat ekki látið Hermann, eða Hemma eins og hann er oftast kallaður, í vinstri bakvörðinn því hann hafi verið svo slakur þar. Tryggvi var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi en þessi magnaði markaskorari valdi meðal annars úrvalslið sitt, með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Ég hefði getað sett Hemma í vinstri bakvörðinn í stað Matt Garner og komið þar af leiðandi öðrum varnarmanni inn í staðinn en Hemmi var bara svo lélegur í bakverðinum,“ sagði Tryggvi og glotti við tönn. „Hann þurfti að fá miðvörðinn en ég og Hemmi erum jafnaldrar og ólumst upp saman. Hann var í Týr en ég var mesta partinn í Þór þó að ég hafi stolist yfir í Týr í lokin og spilað með Hemma. Við þekkjum hvorn annan vel og höfum gert. Við spiluðum auðvitað saman með ÍBV.“ Tryggvi segir að Hermann hafi látið vel finna fyrir sér; bæði inni á vellinum sem og utan hans. „Eftir að hann stækkaði. Hann var náttúrlega bara peð og svo á stuttum tíma þá verður hann þetta „monster“. Við vorum auðvitað líka saman í landsliðinu þó að þetta lið sé ekki tengt landsliðinu. Herbergisfélagar í mörg ár með landsliðinu og hann var allt í einu fílhraustur. Hann datt úr því að vera ekkert í að verða allt. Hann var alltaf að lemja mig og sýna sig fyrir strákunum í landsliðinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Tryggva um Hermann Hreiðarsson Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson var með Hermann Hreiðarsson í miðverðinum í draumaliði sínu á Íslandi. Ástæðan var einfaldlega sú að hann gat ekki látið Hermann, eða Hemma eins og hann er oftast kallaður, í vinstri bakvörðinn því hann hafi verið svo slakur þar. Tryggvi var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi en þessi magnaði markaskorari valdi meðal annars úrvalslið sitt, með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Ég hefði getað sett Hemma í vinstri bakvörðinn í stað Matt Garner og komið þar af leiðandi öðrum varnarmanni inn í staðinn en Hemmi var bara svo lélegur í bakverðinum,“ sagði Tryggvi og glotti við tönn. „Hann þurfti að fá miðvörðinn en ég og Hemmi erum jafnaldrar og ólumst upp saman. Hann var í Týr en ég var mesta partinn í Þór þó að ég hafi stolist yfir í Týr í lokin og spilað með Hemma. Við þekkjum hvorn annan vel og höfum gert. Við spiluðum auðvitað saman með ÍBV.“ Tryggvi segir að Hermann hafi látið vel finna fyrir sér; bæði inni á vellinum sem og utan hans. „Eftir að hann stækkaði. Hann var náttúrlega bara peð og svo á stuttum tíma þá verður hann þetta „monster“. Við vorum auðvitað líka saman í landsliðinu þó að þetta lið sé ekki tengt landsliðinu. Herbergisfélagar í mörg ár með landsliðinu og hann var allt í einu fílhraustur. Hann datt úr því að vera ekkert í að verða allt. Hann var alltaf að lemja mig og sýna sig fyrir strákunum í landsliðinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Tryggva um Hermann Hreiðarsson Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira