Smitum fjölgar á norðanverðum Vestfjörðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 10:52 Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Tveir einstaklingar með tengsl við hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík, greindust í gær með Covid-19. Smitum heldur áfram að fjölga á norðanverðum Vestfjörðum en í vikunni hefst skimun meðal íbúa fyrir Covid-19. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Vestfjörðum þar sem fram kemur að alls hafi 74 greinst með Covid-19 frá 26. mars á norðanverðum Vestfjörðum. Í færslu lögreglunnar er þó bent á að hafa þurfi í huga að umrædd talning byggi á lögheimilisskráningu viðkomandi, sem kann að dvelja utan umdæmisins. Þannig sé því til að mynda háttað með hið nýskráða tilvik í Vesturbyggð og hið sama á við um skráða tilvikið í Hólmavík/Ströndum. Þó sé ljóst að smitin séu í vexti en eins og staðan er í dag er sjúkdómurinn bundinn við norðanverða Vestfirði. Engin virk smit eru í Reykhólahreppi, Hólmavík, Árnesi og Kaldrananeshreppi og hið sama á við um Vesturbyggð og Tálknafjörð. Þannig er brýnt fyrir Vestfirðingum, sem og landsmönnum öllum, að halda sig heima finni þeir fyrir flensueinkennum og hafa samband við sína heilsugæslustöð. Á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að í vikunni hefjist skimun meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum fyrir Covid-19. Skimað verður í Bolungarvík og á Ísafirði. Þetta er samvinnuverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða´. Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Skimað verður miðvikudaginn 15. apríl, fimmtudaginn 16. apríl og föstudaginn 17. apríl á fimm stöðum í Bolungarvík og á Ísafirði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vestfirðir á réttri leið Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að smituðum einstaklingum á svæðinu hefur fjölgað um sex frá 10. apríl. 13. apríl 2020 18:44 Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Ekki er grunur um að smit hafi borist til heimilismanna. 8. apríl 2020 12:00 Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp hópsýking. 7. apríl 2020 19:24 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Tveir einstaklingar með tengsl við hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík, greindust í gær með Covid-19. Smitum heldur áfram að fjölga á norðanverðum Vestfjörðum en í vikunni hefst skimun meðal íbúa fyrir Covid-19. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Vestfjörðum þar sem fram kemur að alls hafi 74 greinst með Covid-19 frá 26. mars á norðanverðum Vestfjörðum. Í færslu lögreglunnar er þó bent á að hafa þurfi í huga að umrædd talning byggi á lögheimilisskráningu viðkomandi, sem kann að dvelja utan umdæmisins. Þannig sé því til að mynda háttað með hið nýskráða tilvik í Vesturbyggð og hið sama á við um skráða tilvikið í Hólmavík/Ströndum. Þó sé ljóst að smitin séu í vexti en eins og staðan er í dag er sjúkdómurinn bundinn við norðanverða Vestfirði. Engin virk smit eru í Reykhólahreppi, Hólmavík, Árnesi og Kaldrananeshreppi og hið sama á við um Vesturbyggð og Tálknafjörð. Þannig er brýnt fyrir Vestfirðingum, sem og landsmönnum öllum, að halda sig heima finni þeir fyrir flensueinkennum og hafa samband við sína heilsugæslustöð. Á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að í vikunni hefjist skimun meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum fyrir Covid-19. Skimað verður í Bolungarvík og á Ísafirði. Þetta er samvinnuverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða´. Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Skimað verður miðvikudaginn 15. apríl, fimmtudaginn 16. apríl og föstudaginn 17. apríl á fimm stöðum í Bolungarvík og á Ísafirði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vestfirðir á réttri leið Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að smituðum einstaklingum á svæðinu hefur fjölgað um sex frá 10. apríl. 13. apríl 2020 18:44 Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Ekki er grunur um að smit hafi borist til heimilismanna. 8. apríl 2020 12:00 Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp hópsýking. 7. apríl 2020 19:24 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Vestfirðir á réttri leið Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að smituðum einstaklingum á svæðinu hefur fjölgað um sex frá 10. apríl. 13. apríl 2020 18:44
Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Ekki er grunur um að smit hafi borist til heimilismanna. 8. apríl 2020 12:00
Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp hópsýking. 7. apríl 2020 19:24