Markaður fyrir köngulær Baldur Thorlacius skrifar 14. apríl 2020 11:00 Ég hef lengi haft þá tilgátu að köngulær borði eitt og eitt skordýr til þess eins að koma í veg fyrir að við útrýmum þeim. Að þær séu búnar að klófesta okkur í lygavef sínum, hafandi talið okkur trú um að þær geri eitthvað gagn þegar þær nærast í reynd á hræðslu fólks. Leit mín að rannsóknum sem styðja þessa tilgátu hefur ekki borið árangur. Ég hef því játað mig sigraðan og þurft að viðurkenna að köngulær eru ekki einungis gagnlegar heldur beinlínis nauðsynlegur hluti af vistkerfinu okkar, þrátt fyrir að vera bæði viðbjóðslegar og óþolandi. Ég fæ stundum á tilfinninguna að sumt fólk líti spákaupmenn á hlutabréfamarkaði sömu augum og ég lít köngulær. Fólk sem hugsar bara um að græða pening á skammtímasveiflum á hlutabréfaverði, alætur sem skapa ekki nein verðmæti. Það er ekki laust við að maður skynji ákveðna þórðargleði yfir þeim verðlækkunum og verðsveiflum sem hafa orðið vegna COVID-19, þegar fjöldi fjárfesta hefur tapað háum fjárhæðum. Raunverulegur tilgangur hlutabréfamarkaða, að stuðla að efnahagslegri velferð og veita frumkvöðlum aðgang að fjármagni til að ná sínum ítrustu markmiðum, verður oft undir í allri umfjöllun um daglegt amstur á mörkuðum. Í stuttu máli virkar þetta svona: Fyrirtæki skuldbindur sig til að starfa við ákveðið gagnsæi, getur í krafti þess boðið hverjum sem er að ganga í hluthafahópinn, fær aðgang að fjármagni, öðlast meira traust og sýnileika og nær vonandi að vaxa og skapa störf. Fjárfesting í almenningshlutafélagi er fjárfesting í framtíð þess. Þau fyrirtæki sem hafa hvað mesta burði til þess að skapa langtíma verðmæti fyrir hluthafa og samfélagið eru flest í einhverskonar nýsköpun. Slík fyrirtæki geta þurft að leggja í mikla rannsóknar- og þróunarvinnu áður en tekjuöflun hefst af alvöru. Það er ekki óalgengt að nýsköpunarfyrirtæki séu rekin með tapi í mörg ár og jafnvel áratugi áður en þau byrja að blómstra. Fyrir slík fyrirtæki skiptir öllu máli að geta nálgast fjárfesta sem styðja við langtímasýn þeirra og eru tilbúnir til að gefa eftir vonina um arð á komandi árum, í skiptum fyrir möguleikann á vexti í framtíðinni. Það er ekki auðveld ákvörðun að binda fé til svo langs tíma. Jafnvel þó það sé svigrúm til þess í dag geta aðstæður breyst fljótt og þá getur verið óheppilegt að vera fastur inni með mikið fjármagn. Þessi staða stuðlar m.a. að því að of litlu fjármagni er varið í þau verkefni sem skipta okkur mestu máli. Þar kemur spákaupmennska m.a. til sögunnar. Með því að vera stöðugt að kaupa og selja hlutbréf stuðlar spákaupmennska að aðstæðum þar sem það er alltaf einhver viljugur til að eiga viðskipti. Þetta kallast seljanleiki (e. liquidity). Seljanleiki hefur þau áhrif að fjárfestar geta keypt eða selt í almenningshlutafélagi þegar þeim sýnist, án þess að verða fyrir óþarflega miklum viðskiptakostnaði. Aukinn seljanleiki gerir það að verkum að hindrunin sem felst í að festa fjármagn til langs tíma verður minni. Þetta hjálpar fyrirtækjum að fjármagna sig og getur skipt sérstaklega miklu máli fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Reynsla Svía af þessum málum, þar sem mikill fjöldi nýsköpunarfyrirtækja hefur farið á markað og náð að vaxa og skapa störf sem almenningshlutafélög, sýnir þetta svart á hvítu. Við viljum hvorki hafa of margar köngulær né of mikla spákaupmennsku. Að sama skapi er rétt að hafa eftirlit bæði með köngulóm og spákaupmönnum, setja þeim ákveðin mörk. Taka á fjárfestum sem virða ekki lög og reglur og fjarlægja eitraðar köngulær af heimilum okkar. En án köngulóa og spákaupmanna nær hvorki garðurinn okkar né efnahagslífið að blómstra eins vel og það gæti annars gert. Spákaupmenn eru ekki að reyna að skapa samfélagsleg verðmæti, þeir eru að reyna að græða. En rétt eins og köngulærnar geta þeir gert mikið gagn í vistkerfi efnahagslífsins. Meginatriðið er að við þurfum ekki að vera hrifin af þeim til að átta okkur á mikilvægi þeirra. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi haft þá tilgátu að köngulær borði eitt og eitt skordýr til þess eins að koma í veg fyrir að við útrýmum þeim. Að þær séu búnar að klófesta okkur í lygavef sínum, hafandi talið okkur trú um að þær geri eitthvað gagn þegar þær nærast í reynd á hræðslu fólks. Leit mín að rannsóknum sem styðja þessa tilgátu hefur ekki borið árangur. Ég hef því játað mig sigraðan og þurft að viðurkenna að köngulær eru ekki einungis gagnlegar heldur beinlínis nauðsynlegur hluti af vistkerfinu okkar, þrátt fyrir að vera bæði viðbjóðslegar og óþolandi. Ég fæ stundum á tilfinninguna að sumt fólk líti spákaupmenn á hlutabréfamarkaði sömu augum og ég lít köngulær. Fólk sem hugsar bara um að græða pening á skammtímasveiflum á hlutabréfaverði, alætur sem skapa ekki nein verðmæti. Það er ekki laust við að maður skynji ákveðna þórðargleði yfir þeim verðlækkunum og verðsveiflum sem hafa orðið vegna COVID-19, þegar fjöldi fjárfesta hefur tapað háum fjárhæðum. Raunverulegur tilgangur hlutabréfamarkaða, að stuðla að efnahagslegri velferð og veita frumkvöðlum aðgang að fjármagni til að ná sínum ítrustu markmiðum, verður oft undir í allri umfjöllun um daglegt amstur á mörkuðum. Í stuttu máli virkar þetta svona: Fyrirtæki skuldbindur sig til að starfa við ákveðið gagnsæi, getur í krafti þess boðið hverjum sem er að ganga í hluthafahópinn, fær aðgang að fjármagni, öðlast meira traust og sýnileika og nær vonandi að vaxa og skapa störf. Fjárfesting í almenningshlutafélagi er fjárfesting í framtíð þess. Þau fyrirtæki sem hafa hvað mesta burði til þess að skapa langtíma verðmæti fyrir hluthafa og samfélagið eru flest í einhverskonar nýsköpun. Slík fyrirtæki geta þurft að leggja í mikla rannsóknar- og þróunarvinnu áður en tekjuöflun hefst af alvöru. Það er ekki óalgengt að nýsköpunarfyrirtæki séu rekin með tapi í mörg ár og jafnvel áratugi áður en þau byrja að blómstra. Fyrir slík fyrirtæki skiptir öllu máli að geta nálgast fjárfesta sem styðja við langtímasýn þeirra og eru tilbúnir til að gefa eftir vonina um arð á komandi árum, í skiptum fyrir möguleikann á vexti í framtíðinni. Það er ekki auðveld ákvörðun að binda fé til svo langs tíma. Jafnvel þó það sé svigrúm til þess í dag geta aðstæður breyst fljótt og þá getur verið óheppilegt að vera fastur inni með mikið fjármagn. Þessi staða stuðlar m.a. að því að of litlu fjármagni er varið í þau verkefni sem skipta okkur mestu máli. Þar kemur spákaupmennska m.a. til sögunnar. Með því að vera stöðugt að kaupa og selja hlutbréf stuðlar spákaupmennska að aðstæðum þar sem það er alltaf einhver viljugur til að eiga viðskipti. Þetta kallast seljanleiki (e. liquidity). Seljanleiki hefur þau áhrif að fjárfestar geta keypt eða selt í almenningshlutafélagi þegar þeim sýnist, án þess að verða fyrir óþarflega miklum viðskiptakostnaði. Aukinn seljanleiki gerir það að verkum að hindrunin sem felst í að festa fjármagn til langs tíma verður minni. Þetta hjálpar fyrirtækjum að fjármagna sig og getur skipt sérstaklega miklu máli fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Reynsla Svía af þessum málum, þar sem mikill fjöldi nýsköpunarfyrirtækja hefur farið á markað og náð að vaxa og skapa störf sem almenningshlutafélög, sýnir þetta svart á hvítu. Við viljum hvorki hafa of margar köngulær né of mikla spákaupmennsku. Að sama skapi er rétt að hafa eftirlit bæði með köngulóm og spákaupmönnum, setja þeim ákveðin mörk. Taka á fjárfestum sem virða ekki lög og reglur og fjarlægja eitraðar köngulær af heimilum okkar. En án köngulóa og spákaupmanna nær hvorki garðurinn okkar né efnahagslífið að blómstra eins vel og það gæti annars gert. Spákaupmenn eru ekki að reyna að skapa samfélagsleg verðmæti, þeir eru að reyna að græða. En rétt eins og köngulærnar geta þeir gert mikið gagn í vistkerfi efnahagslífsins. Meginatriðið er að við þurfum ekki að vera hrifin af þeim til að átta okkur á mikilvægi þeirra. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun