Aron fastur inni í níu vikur: „Mjög ljúft að komast út að æfa“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 19:00 Aron Bjarnason er í sóttkví í Hlíðahverfinu en fer að losna úr henni og getur brátt byrjað að spila fótbolta. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það verður mjög ljúft að komast út að æfa,“ segir Aron Bjarnason sem eftir sjö vikur í útgöngubanni í Ungverjalandi og tvær vikur í sóttkví hér á landi getur byrjað að æfa með sínu nýja liði Val á mánudaginn. Þessi 24 ára gamli knattspyrnumaður kom til Vals að lán frá Újpest í Ungverjalandi, eftir að hafa farið frá Breiðabliki um mitt sumar í fyrra. Þjálfari Újpest virðist hafa misst trú á Aroni eftir því sem leið á tímabilið og hann virðist ekki sjá fyrir sér að spila meira fyrir hann, en Aron lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði í vetur. „Fyrir áramót var maður að koma sér inn í þetta. Ég fékk alveg tækifæri en náði kannski ekki að stimpla mig nægilega vel inn. Ég hefði kannski viljað fá örlítið meiri séns en svona er þetta. Eftir áramót tók þjálfarinn mig alveg út úr þessu. Það eru smávonbrigði en það þýðir ekki að spá meira í þessu,“ segir Aron í Sportinu í dag. „Ég fór og tók spjallið við þjálfarann eftir að hann tók mig út úr hóp í tvo leiki. Hann mat það bara þannig að hann hefði gefið mér nægilega mörg tækifæri og vildi treysta öðrum,“ segir Aron, sem fór því að líta í kringum sig. Valur sýndi mikinn áhuga en Breiðablik ekki „Ég ætlaði bara að skoða mína möguleika, hvort sem það yrði úti eða heima. Síðan skellur þetta [kórónuveirufaraldurinn] á og ég áttaði mig á að það væri ekki verið að sækjast eftir mér annars staðar en hér heima. Valur hafði líka mikinn áhuga og þá var þetta bara gefið,“ segir Aron. Hann lék frábærlega með Breiðabliki í fyrra en Blikar höfðu ekki samband við hann nú: „Ég fór ekkert í viðræður við þá, hvort sem að það var því þeir áttu erfitt með að sækja nýja leikmenn eða hvað,“ segir Aron og kveðst ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið símtal úr Kópavoginum: „Nei, svo sem ekki. Valsararnir heyrðu í mér um leið og þeir sáu að ég væri ekki að spila úti og höfðu mikinn áhuga. Breiðablik er með mjög góðan hóp, og ég var ekkert svekktur yfir þessu. Ég er bara mjög spenntur.“ Klippa: Sportið í dag - Aron um komuna til Vals Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16 „Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
„Það verður mjög ljúft að komast út að æfa,“ segir Aron Bjarnason sem eftir sjö vikur í útgöngubanni í Ungverjalandi og tvær vikur í sóttkví hér á landi getur byrjað að æfa með sínu nýja liði Val á mánudaginn. Þessi 24 ára gamli knattspyrnumaður kom til Vals að lán frá Újpest í Ungverjalandi, eftir að hafa farið frá Breiðabliki um mitt sumar í fyrra. Þjálfari Újpest virðist hafa misst trú á Aroni eftir því sem leið á tímabilið og hann virðist ekki sjá fyrir sér að spila meira fyrir hann, en Aron lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði í vetur. „Fyrir áramót var maður að koma sér inn í þetta. Ég fékk alveg tækifæri en náði kannski ekki að stimpla mig nægilega vel inn. Ég hefði kannski viljað fá örlítið meiri séns en svona er þetta. Eftir áramót tók þjálfarinn mig alveg út úr þessu. Það eru smávonbrigði en það þýðir ekki að spá meira í þessu,“ segir Aron í Sportinu í dag. „Ég fór og tók spjallið við þjálfarann eftir að hann tók mig út úr hóp í tvo leiki. Hann mat það bara þannig að hann hefði gefið mér nægilega mörg tækifæri og vildi treysta öðrum,“ segir Aron, sem fór því að líta í kringum sig. Valur sýndi mikinn áhuga en Breiðablik ekki „Ég ætlaði bara að skoða mína möguleika, hvort sem það yrði úti eða heima. Síðan skellur þetta [kórónuveirufaraldurinn] á og ég áttaði mig á að það væri ekki verið að sækjast eftir mér annars staðar en hér heima. Valur hafði líka mikinn áhuga og þá var þetta bara gefið,“ segir Aron. Hann lék frábærlega með Breiðabliki í fyrra en Blikar höfðu ekki samband við hann nú: „Ég fór ekkert í viðræður við þá, hvort sem að það var því þeir áttu erfitt með að sækja nýja leikmenn eða hvað,“ segir Aron og kveðst ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið símtal úr Kópavoginum: „Nei, svo sem ekki. Valsararnir heyrðu í mér um leið og þeir sáu að ég væri ekki að spila úti og höfðu mikinn áhuga. Breiðablik er með mjög góðan hóp, og ég var ekkert svekktur yfir þessu. Ég er bara mjög spenntur.“ Klippa: Sportið í dag - Aron um komuna til Vals Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16 „Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16
„Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00