Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 08:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á upplýsingafundi vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. Fundirnir sem eru haldnir daglega snúast um Trump og lítið annað og hann notar þá til að fá útrás í stað kosningafunda. Á fundunum hefur forsetinn hellt sér yfir fjölmiðlafólk og reynt að breyta sögunni varðandi viðbrögð hans og ríkisstjórnar hans við faraldrinum. Þá hefur Trump sýnt myndband sem framleitt var af starfsmönnum Hvíta hússins og að virðist í pólitískum tilgangi. Bandaríkin hafa orðið hvað verst úti í faraldrinum og hafa minnst 671 þúsund smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, og minnst 33.286 hafa dáið. Fundirnir eru mislangir en hafa staðið yfir í tæpar þrjár klukkustundir. Hefur stært sig af áhorfi Trump er mjög ánægður með fundina og hefur hann stært sig af því hve mikið áhorf þeir fá. Hann er það ánægður með fundina að ráðgjafar hans hafa ráðlagt honum að draga í land, stytta fundina og hætta að rífast við blaðamenn. Samkvæmt heimildum Reuters innan Hvíta hússins er Trump þó þeirrar skoðunar að fundirnir séu frábærir og er hann mjög ánægður með áhorfið. Hann nýtir sér upplýsingafundina í stað kosningafunda sem hann getur ekki haldið vegna faraldursins. Kosningafunda þar sem þúsundir áhorfenda hlusta á hann af áfergju þar sem hann leikur af fingrum fram og ausa hann lofi. Upplýsingafundirnir og viðhorf Trump gagnvart þeim virðist hafa breyst á mánudaginn. Um síðust helgi hafði forsetinn verið verulega ósáttur við fréttir um að hann og ríkisstjórn hans hafi dregið lappirnar í því að bregðast við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ekki hlýtt á skilaboð vísindamanna og sérfræðinga. „Ég gerði allt rétt,“ sagði Trump meðal annars. Hér að neðan má sjá samskipti Trump og Paula Reid frá CBS þegar hún spurði forsetann út í hvað hann hefði gert í febrúar til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Hann hafði þá stært sig af því að hafa bannað ferðir fólks frá Kína, þó rannsóknir hafi sýnt að eftir að bannið var sett á komu tugir þúsunda frá Kína til Bandaríkjanna og að veiran var þegar farin að dreifast þar innanlands. Trump sagðist hafa gert margt en nefndi ekkert sérstaklega. Í stað þess skammaðist hann yfir fréttakonunni og fór að tala um Joe Biden og Demókrataflokkinn. Þar um helgina hafði Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisins, sagt að hægt hefði verið að bjarga lífum ef ríkið hefði gripið fyrr til aðgerða. Því var tekið sem gagnrýni á Trump. Á sunnudaginn endurtísti Trump svo tísti þar sem stóð að tíma væri kominn til að reka Fauci. Á fundinum á mánudaginn bauð Trump Fauci í pontu til að segja nokkur orð. Fauci byrjaði ræðu sína á því að draga úr ummælum sínum um helgina. Hann sagðist hafa verið að svara spurningu sem byggði á ímyndaðri tilgátu og ekki gagnrýna Trump. Þegar Trump var spurður að því hvort hann ætlaði að reka Fauci og af hverju hann hefi birt áðurnefnt tíst, sagði hann það ekki standa til. „Ég endurtísti einhvern. Ég veit ekki, þeir sögðu „reka“, það skiptir ekki máli,“ sagði Trump. „Ég kann vel við hann. Mér finnst hann frábær. Það eru ekki allir ánægðir með Anthony. Það eru ekki allir ánægðir með alla.“ Á fundinum í gær sagðist Trump reiður yfir því að honum hafi ekki verið sagt fyrr að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar væri heimsfaraldur. Nefndi hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan. Hann sagði faraldurinn hafa farið illa með efnahag allra 184 ríkja heimsins og að það yrði skoðað með nánum hætti. Svo virðist sem hann hafi verið að beina orðum sínum að WHO, sem hann hefur gagnrýnt harðlega fyrir að bregðast ekki nógu hratt við útbreiðslu veirunnar og fyrir að lúffa fyrir Kommúnistaflokk Kína og í raun hjálpa þeim að hylma yfir uppruna faraldursins. Það er þó óljóst hvað hann var að tala um. Trump says he's angry he wasn't told there was an epidemic: "And I was angry, because this should have been told to us. It should have been told to us early. It should have been told to us a lot sooner. People knew it was happening and people didn't want to talk about it." pic.twitter.com/XgWWaXAWTF— Josh Marshall (@joshtpm) April 16, 2020 Vert er þó að benda á að Þjóðverjar virðast hafa undirbúið sig mjög vel fyrir faraldurinn og hafa gripið til umfangsmikillar skimunar fyrir veirunni, sem Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að gera ekki. Í Þýskalandi hafa minnst 137.698 greinst með veiruna og 4.052 dáið. Þar að auki eru Þjóðverjar byrjaðir að aflétta höftum í skrefum. Þá hefur Trump áður sagt að hann hafi vitað mjög snemma að um heimsfaraldur væri að ræða og hann hafi alltaf tekið veirunni alvarlega. Sem er ekki rétt. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Fyrr í vikunni hafði Trump lýst því yfir að hann gæti þvingað ríkisstjóra Bandaríkjanna til að aflétta höftum og draga úr félagsforðun, þvert á vilja þeirra. Ríkisstjórar eins og Andrew M. Cuomo í New York, hótuðu lögsóknum og öðru ef forsetinn reyndi að grípa fyrir hendurnar á þeim og draga úr félagsforðun áður en þeir væru tilbúnir. Sjá einnig: Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Svo virðist sem hann hafi gefið eftir í þeirri baráttu í gær, þegar hann birti viðmið fyrir ríkisstjóra varðandi félagsforðun og hvernig draga mætti úr henni til að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Trump sagði það alfarið í höndum ríkisstjóra. Forsetinn gagnrýndi þó ónefnda ríkisstjóra Bandaríkjanna og sagði þá hafa fengið of mikið hrós fyrir viðbrögð þeirra og aðgerðir vegna faraldursins. Hann sagði suma hafa staðið sig mjög vel, en aðrir hafi fengið of mikið hrós. Trump claims some states (without naming names) "got too much credit for what they've done" to deal with the coronavirus pic.twitter.com/fcYBegj8RI— Aaron Rupar (@atrupar) April 16, 2020 Trump var spurður út í mótmælendur sem hafa verið að koma saman í hópum víða um Bandaríkin og mótmæla félagsforðun. Samtök íhaldsmanna hafa skipulagt mótmælin og til að mynda komu þúsundir saman í Michigan í gær. Búið er að skipuleggja frekari mótmæli í fleiri ríkjum á næstunni. Forsetinn var sérstaklega spurður hvort þetta fólk ætti ekki að hlusta á embættismenn en sagði að þessir mótmælendur virtust vera ánægðir með hann sjálfan, sem virðist rétt, og að þeir myndu hlusta á hann. Hann sagði þeim þó ekki að snúa aftur til síns heima og halda sig þar. Heldur ýtti hann undir mótmæli þeirra og sagðist vilja draga úr félagsforðun. „Ég held þeir séu að hlusta, ég held þeir hlusti á mig. Þeir virðast vera mótmælendur sem er vel við mig og virða þessa skoðun, og mín skoðun er sú sama og nánast allra ríkisstjóra. Þeir vilja allir opna. Enginn vill halda öllu lokuðu en þeir vilja opna á öruggan hátt og það viljum við líka.“ JON KARL: Shouldn't the anti-stay-at-home protesters in Michigan listen to local authorities?TRUMP: "I think they're listening. I think they listen to me. They seem to be protesters that like me." pic.twitter.com/842jov2kY8— Aaron Rupar (@atrupar) April 16, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43 Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. 13. apríl 2020 10:57 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. Fundirnir sem eru haldnir daglega snúast um Trump og lítið annað og hann notar þá til að fá útrás í stað kosningafunda. Á fundunum hefur forsetinn hellt sér yfir fjölmiðlafólk og reynt að breyta sögunni varðandi viðbrögð hans og ríkisstjórnar hans við faraldrinum. Þá hefur Trump sýnt myndband sem framleitt var af starfsmönnum Hvíta hússins og að virðist í pólitískum tilgangi. Bandaríkin hafa orðið hvað verst úti í faraldrinum og hafa minnst 671 þúsund smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, og minnst 33.286 hafa dáið. Fundirnir eru mislangir en hafa staðið yfir í tæpar þrjár klukkustundir. Hefur stært sig af áhorfi Trump er mjög ánægður með fundina og hefur hann stært sig af því hve mikið áhorf þeir fá. Hann er það ánægður með fundina að ráðgjafar hans hafa ráðlagt honum að draga í land, stytta fundina og hætta að rífast við blaðamenn. Samkvæmt heimildum Reuters innan Hvíta hússins er Trump þó þeirrar skoðunar að fundirnir séu frábærir og er hann mjög ánægður með áhorfið. Hann nýtir sér upplýsingafundina í stað kosningafunda sem hann getur ekki haldið vegna faraldursins. Kosningafunda þar sem þúsundir áhorfenda hlusta á hann af áfergju þar sem hann leikur af fingrum fram og ausa hann lofi. Upplýsingafundirnir og viðhorf Trump gagnvart þeim virðist hafa breyst á mánudaginn. Um síðust helgi hafði forsetinn verið verulega ósáttur við fréttir um að hann og ríkisstjórn hans hafi dregið lappirnar í því að bregðast við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ekki hlýtt á skilaboð vísindamanna og sérfræðinga. „Ég gerði allt rétt,“ sagði Trump meðal annars. Hér að neðan má sjá samskipti Trump og Paula Reid frá CBS þegar hún spurði forsetann út í hvað hann hefði gert í febrúar til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Hann hafði þá stært sig af því að hafa bannað ferðir fólks frá Kína, þó rannsóknir hafi sýnt að eftir að bannið var sett á komu tugir þúsunda frá Kína til Bandaríkjanna og að veiran var þegar farin að dreifast þar innanlands. Trump sagðist hafa gert margt en nefndi ekkert sérstaklega. Í stað þess skammaðist hann yfir fréttakonunni og fór að tala um Joe Biden og Demókrataflokkinn. Þar um helgina hafði Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisins, sagt að hægt hefði verið að bjarga lífum ef ríkið hefði gripið fyrr til aðgerða. Því var tekið sem gagnrýni á Trump. Á sunnudaginn endurtísti Trump svo tísti þar sem stóð að tíma væri kominn til að reka Fauci. Á fundinum á mánudaginn bauð Trump Fauci í pontu til að segja nokkur orð. Fauci byrjaði ræðu sína á því að draga úr ummælum sínum um helgina. Hann sagðist hafa verið að svara spurningu sem byggði á ímyndaðri tilgátu og ekki gagnrýna Trump. Þegar Trump var spurður að því hvort hann ætlaði að reka Fauci og af hverju hann hefi birt áðurnefnt tíst, sagði hann það ekki standa til. „Ég endurtísti einhvern. Ég veit ekki, þeir sögðu „reka“, það skiptir ekki máli,“ sagði Trump. „Ég kann vel við hann. Mér finnst hann frábær. Það eru ekki allir ánægðir með Anthony. Það eru ekki allir ánægðir með alla.“ Á fundinum í gær sagðist Trump reiður yfir því að honum hafi ekki verið sagt fyrr að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar væri heimsfaraldur. Nefndi hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan. Hann sagði faraldurinn hafa farið illa með efnahag allra 184 ríkja heimsins og að það yrði skoðað með nánum hætti. Svo virðist sem hann hafi verið að beina orðum sínum að WHO, sem hann hefur gagnrýnt harðlega fyrir að bregðast ekki nógu hratt við útbreiðslu veirunnar og fyrir að lúffa fyrir Kommúnistaflokk Kína og í raun hjálpa þeim að hylma yfir uppruna faraldursins. Það er þó óljóst hvað hann var að tala um. Trump says he's angry he wasn't told there was an epidemic: "And I was angry, because this should have been told to us. It should have been told to us early. It should have been told to us a lot sooner. People knew it was happening and people didn't want to talk about it." pic.twitter.com/XgWWaXAWTF— Josh Marshall (@joshtpm) April 16, 2020 Vert er þó að benda á að Þjóðverjar virðast hafa undirbúið sig mjög vel fyrir faraldurinn og hafa gripið til umfangsmikillar skimunar fyrir veirunni, sem Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að gera ekki. Í Þýskalandi hafa minnst 137.698 greinst með veiruna og 4.052 dáið. Þar að auki eru Þjóðverjar byrjaðir að aflétta höftum í skrefum. Þá hefur Trump áður sagt að hann hafi vitað mjög snemma að um heimsfaraldur væri að ræða og hann hafi alltaf tekið veirunni alvarlega. Sem er ekki rétt. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Fyrr í vikunni hafði Trump lýst því yfir að hann gæti þvingað ríkisstjóra Bandaríkjanna til að aflétta höftum og draga úr félagsforðun, þvert á vilja þeirra. Ríkisstjórar eins og Andrew M. Cuomo í New York, hótuðu lögsóknum og öðru ef forsetinn reyndi að grípa fyrir hendurnar á þeim og draga úr félagsforðun áður en þeir væru tilbúnir. Sjá einnig: Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Svo virðist sem hann hafi gefið eftir í þeirri baráttu í gær, þegar hann birti viðmið fyrir ríkisstjóra varðandi félagsforðun og hvernig draga mætti úr henni til að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Trump sagði það alfarið í höndum ríkisstjóra. Forsetinn gagnrýndi þó ónefnda ríkisstjóra Bandaríkjanna og sagði þá hafa fengið of mikið hrós fyrir viðbrögð þeirra og aðgerðir vegna faraldursins. Hann sagði suma hafa staðið sig mjög vel, en aðrir hafi fengið of mikið hrós. Trump claims some states (without naming names) "got too much credit for what they've done" to deal with the coronavirus pic.twitter.com/fcYBegj8RI— Aaron Rupar (@atrupar) April 16, 2020 Trump var spurður út í mótmælendur sem hafa verið að koma saman í hópum víða um Bandaríkin og mótmæla félagsforðun. Samtök íhaldsmanna hafa skipulagt mótmælin og til að mynda komu þúsundir saman í Michigan í gær. Búið er að skipuleggja frekari mótmæli í fleiri ríkjum á næstunni. Forsetinn var sérstaklega spurður hvort þetta fólk ætti ekki að hlusta á embættismenn en sagði að þessir mótmælendur virtust vera ánægðir með hann sjálfan, sem virðist rétt, og að þeir myndu hlusta á hann. Hann sagði þeim þó ekki að snúa aftur til síns heima og halda sig þar. Heldur ýtti hann undir mótmæli þeirra og sagðist vilja draga úr félagsforðun. „Ég held þeir séu að hlusta, ég held þeir hlusti á mig. Þeir virðast vera mótmælendur sem er vel við mig og virða þessa skoðun, og mín skoðun er sú sama og nánast allra ríkisstjóra. Þeir vilja allir opna. Enginn vill halda öllu lokuðu en þeir vilja opna á öruggan hátt og það viljum við líka.“ JON KARL: Shouldn't the anti-stay-at-home protesters in Michigan listen to local authorities?TRUMP: "I think they're listening. I think they listen to me. They seem to be protesters that like me." pic.twitter.com/842jov2kY8— Aaron Rupar (@atrupar) April 16, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43 Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. 13. apríl 2020 10:57 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43
Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58
Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49
Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. 13. apríl 2020 10:57
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00