Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar 18. maí 2020 08:00 Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. Fram kemur að þessi hópur hafi hingað til gjarnan fengið vistun á hjúkrunarheimilum með eldra fólki sem hefur allt aðrar þarfir. Samkvæmt velferðarráði Kópavogs hafa á undanförnum árum komið fram óskir um sólarhringsþjónustu sem staðsett væri á öðrum stað en þar sem eldra fólk er vistað. Jafnframt segir að sveitarfélögin hafi um þessar mundir vera að innleiða NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og að það sé úrræði sem henti ekki öllum. (Sjá https://www.frettabladid.is/frettir/vilja-serstok-hjukrunarrymi-fyrir-yngra-folk). Frumkvæðisskylda sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki Sveitarfélög bera samkvæmt lögum frumkvæðisskyldu gagnvart fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir. Það þýðir að sveitarfélagi ber að veita fötluðum umsækjanda upplýsingar um allar þær þjónustuleiðir sem hann á rétt á, (skv. 32. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir). Jafnframt, komi upp nýir möguleikar og réttindi, eins og t.d. NPA, ber sveitarfélagi að sýna frumkvæði og láta einstakling sem nú þegar hefur þjónustu úrræði, vita af þessum tiltekna nýja kosti. Undanfarið hefur NPA miðstöðin hins vegar fengið vitneskju um nokkur dæmi þess að umsækjendum um þjónustu í Kópavogi hafi eingöngu verið kynntir möguleikinn á hjúkrunarrými en ekki bent á rétt sinn á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) skv. lögum. Stofnanaúrræði fyrir ungt fólk Í ofangreindu ljósi vakna spurningar um á hverju óskir um stofnanarými fyrir ungt fólk byggjast. Ef fatlað fólk veit ekki af möguleikanum á NPA og er eingöngu kynntur möguleiki á hjúkrunarrými, þá myndast að sjálfsögðu uppblásin eftirspurn eftir stofnanaúrræðum. Ekki skal útiloka að einhverjir myndu kjósa búsetu á stofnun frekar en NPA sem þjónustuform. Það er réttur hvers og eins að velja. Ósk um vistun á stofnun fyrir ungt fólk, hlýtur hins vegar að vera byggð á fölskum forsendum, viti viðkomandi ekki af öllum möguleikum sem hann hefur rétt á, þar á meðal NPA. Sömuleiðis, ef þær óskir sem vísað er í komu fram á síðustu árum, þá má leiða að því líkur að sumar þeirra hafi verið bornar fram áður en lögfesting NPA náðist í gegn árið 2018. Aldraðir, börn og NPA Því ber að undirstrika að allir sem þurfa langvarandi þjónustu vegna fötlunar, eiga rétt á NPA aðstoð samkvæmt lögum, þar á meðal aldraðir og börn. Vissulega hefur ungt fólk aðrar þjónustuþarfir en fólk sem komið er á efri ár. Lausnin felst tæpast í uppbyggingu stofnanarýma fyrir ungt fólk, enda væri það í andstöðu við þá mannréttindasáttmála sem Ísland og flest öll ríki heims hafa undirritað. Lausnin og hið rétta samkvæmt lögum er að kynna ungu fólki alla sína valkosti og réttindi. Sveitarfélög sein að taka við sér Innleiðing NPA hófst sem valkvætt verkefni sveitarfélaga árið 2012 en eftir lögfestingu NPA árið 2018 ber þeim skylda til að veita NPA þjónustu til þeirra sem eiga rétt á henni. Nú tveimur árum eftir að NPA var lögfest og átta árum eftir að innleiðing hófst, er fatlað fólk orðið langþreytt á tali um innleiðingu enda eru öll verkfæri til staðar til að bjóða upp á þjónustuformið NPA. Sú spurning vaknar, hvort næst fjölmennasta sveitarfélag á landinu ætli að taka sér mörg ár í viðbót í innleiðingu og koma um leið í veg fyrir að einstaklingar fái notið þeirra réttinda sem þeim eru tryggðir með lögum. Fatlað fólk á rétt á því að velja þjónustuformið Svo virðist sem rík tilhneiging sé enn meðal sumra sveitarfélaga, að kynna fötluðu fólki vist á stofnun en láta hjá líða að kynna því NPA. Er það raunveruleg ósk ungs fólks að fara á stofnun? Eru sveitarfélög enn að innleiða hugmyndafræði stofnanavistunar þvert á lög og alþjóðlega sáttmála? Má ekki telja líklegt að ungt fólk kjósi frekar að fjármagn til NPA samninga sé aukið, frekar en að það sé nýtt í uppbyggingu úreldra stofnanaúrræða? Hefur verið haft samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess? Hugsanlega virðist leið stofnanavistunar hagkvæmari fyrir sveitarfélög þar sem þá færist hluti útgjalda frá þeim til ríkisins. Stofnanavistun er hins vegar ekki hagkvæmari ef horft er á heildarkostnaðinn, né fyrir samfélagið í heild. Fatlað fólk á rétt á því að velja það þjónustuform sem hentar því best. Þetta snýst ekki um rétt sveitarfélaga til að velja þá leið sem hentar sínu kerfi best. Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Kópavogur Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. Fram kemur að þessi hópur hafi hingað til gjarnan fengið vistun á hjúkrunarheimilum með eldra fólki sem hefur allt aðrar þarfir. Samkvæmt velferðarráði Kópavogs hafa á undanförnum árum komið fram óskir um sólarhringsþjónustu sem staðsett væri á öðrum stað en þar sem eldra fólk er vistað. Jafnframt segir að sveitarfélögin hafi um þessar mundir vera að innleiða NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og að það sé úrræði sem henti ekki öllum. (Sjá https://www.frettabladid.is/frettir/vilja-serstok-hjukrunarrymi-fyrir-yngra-folk). Frumkvæðisskylda sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki Sveitarfélög bera samkvæmt lögum frumkvæðisskyldu gagnvart fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir. Það þýðir að sveitarfélagi ber að veita fötluðum umsækjanda upplýsingar um allar þær þjónustuleiðir sem hann á rétt á, (skv. 32. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir). Jafnframt, komi upp nýir möguleikar og réttindi, eins og t.d. NPA, ber sveitarfélagi að sýna frumkvæði og láta einstakling sem nú þegar hefur þjónustu úrræði, vita af þessum tiltekna nýja kosti. Undanfarið hefur NPA miðstöðin hins vegar fengið vitneskju um nokkur dæmi þess að umsækjendum um þjónustu í Kópavogi hafi eingöngu verið kynntir möguleikinn á hjúkrunarrými en ekki bent á rétt sinn á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) skv. lögum. Stofnanaúrræði fyrir ungt fólk Í ofangreindu ljósi vakna spurningar um á hverju óskir um stofnanarými fyrir ungt fólk byggjast. Ef fatlað fólk veit ekki af möguleikanum á NPA og er eingöngu kynntur möguleiki á hjúkrunarrými, þá myndast að sjálfsögðu uppblásin eftirspurn eftir stofnanaúrræðum. Ekki skal útiloka að einhverjir myndu kjósa búsetu á stofnun frekar en NPA sem þjónustuform. Það er réttur hvers og eins að velja. Ósk um vistun á stofnun fyrir ungt fólk, hlýtur hins vegar að vera byggð á fölskum forsendum, viti viðkomandi ekki af öllum möguleikum sem hann hefur rétt á, þar á meðal NPA. Sömuleiðis, ef þær óskir sem vísað er í komu fram á síðustu árum, þá má leiða að því líkur að sumar þeirra hafi verið bornar fram áður en lögfesting NPA náðist í gegn árið 2018. Aldraðir, börn og NPA Því ber að undirstrika að allir sem þurfa langvarandi þjónustu vegna fötlunar, eiga rétt á NPA aðstoð samkvæmt lögum, þar á meðal aldraðir og börn. Vissulega hefur ungt fólk aðrar þjónustuþarfir en fólk sem komið er á efri ár. Lausnin felst tæpast í uppbyggingu stofnanarýma fyrir ungt fólk, enda væri það í andstöðu við þá mannréttindasáttmála sem Ísland og flest öll ríki heims hafa undirritað. Lausnin og hið rétta samkvæmt lögum er að kynna ungu fólki alla sína valkosti og réttindi. Sveitarfélög sein að taka við sér Innleiðing NPA hófst sem valkvætt verkefni sveitarfélaga árið 2012 en eftir lögfestingu NPA árið 2018 ber þeim skylda til að veita NPA þjónustu til þeirra sem eiga rétt á henni. Nú tveimur árum eftir að NPA var lögfest og átta árum eftir að innleiðing hófst, er fatlað fólk orðið langþreytt á tali um innleiðingu enda eru öll verkfæri til staðar til að bjóða upp á þjónustuformið NPA. Sú spurning vaknar, hvort næst fjölmennasta sveitarfélag á landinu ætli að taka sér mörg ár í viðbót í innleiðingu og koma um leið í veg fyrir að einstaklingar fái notið þeirra réttinda sem þeim eru tryggðir með lögum. Fatlað fólk á rétt á því að velja þjónustuformið Svo virðist sem rík tilhneiging sé enn meðal sumra sveitarfélaga, að kynna fötluðu fólki vist á stofnun en láta hjá líða að kynna því NPA. Er það raunveruleg ósk ungs fólks að fara á stofnun? Eru sveitarfélög enn að innleiða hugmyndafræði stofnanavistunar þvert á lög og alþjóðlega sáttmála? Má ekki telja líklegt að ungt fólk kjósi frekar að fjármagn til NPA samninga sé aukið, frekar en að það sé nýtt í uppbyggingu úreldra stofnanaúrræða? Hefur verið haft samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess? Hugsanlega virðist leið stofnanavistunar hagkvæmari fyrir sveitarfélög þar sem þá færist hluti útgjalda frá þeim til ríkisins. Stofnanavistun er hins vegar ekki hagkvæmari ef horft er á heildarkostnaðinn, né fyrir samfélagið í heild. Fatlað fólk á rétt á því að velja það þjónustuform sem hentar því best. Þetta snýst ekki um rétt sveitarfélaga til að velja þá leið sem hentar sínu kerfi best. Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun