Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2020 12:00 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn verður á sínum stað á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. Alls fóru 560 manns í laugina frá 12 til 6 í nótt og þurfti að minna nokkra gesti á reglur um sóttvarnir. Víðir Reynisson hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í röðum fyrir utan laugarnar. Löng röð hafði myndast fyrir utan Laugardalslaug fyrir miðnætti þar sem óþreyjufullir borgarbúar biðu eftir að komast í sund. Laugarnar hafa verið lokaðar í tæpar átta vikur, eða frá 24. mars og eftirvæntingin mikil. „Nóttin var mjög góð. Við fengum ungt og ferskt fólk til okkar í gærkvöldi. Það var biðröð inn og uppselt í laugina frá korter í eitt til tvö. Svo var bara þægilegt eftir það,“ segir Sigurður Víðisson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Samkvæmt tilmælum er aðgangur að sundlaugum takmarkaður þannig að aðeins helmingur af leyfilegum hámarksfjölda má vera í laugunum hverju sinni. 350 manna hámark er því í Laugardalslaug. „Frá 12 til 6 komu 560 gestir í sund, og flestir af þeim komu rétt eftir að við opnuðum.“ Mælst er til að sundlaugargestir virði tveggja metra regluna eins og hægt er. „Við notuðum kallkerfið til að hjálpa fólki að halda bili eins og hægt var. Það gekk svona upp og ofan.“ 120 manna hámark er í Sundhöll Reykjavíkur og fylltist laugin snögglega eftir miðnætti. Myndbönd frá opnun lauganna í Reykjavík sýndu fjölda í biðröðum þar sem ekki voru tveir metrar á milli fólks. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hefði viljað sjá meira bil. „Við höfum engar kvartanir fengið. En auðvitað var mikið af fólki sem ætlaði að fara á sama tíma. Þetta var fyrirséð að þetta gæti gerst, það var mikil þrá að komast í sund. Það er gott að fólk fari í sund og nýti sundlaugarnar en maður hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðinni,“ segir Víðir Reynisson „Það eru þessi tilmæli að fólk virði það eins og mögulegt er og það er mjög lítið mál að virða það þegar þú stendur í biðröð. Það er kannski erfiðara þegar þú ert kominn inn í búningsklefana og annað slíkt. En ég held að þetta hafi gengið vel, stóra málið er að sundlaugarnar eru búnar að opna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37 Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. Alls fóru 560 manns í laugina frá 12 til 6 í nótt og þurfti að minna nokkra gesti á reglur um sóttvarnir. Víðir Reynisson hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í röðum fyrir utan laugarnar. Löng röð hafði myndast fyrir utan Laugardalslaug fyrir miðnætti þar sem óþreyjufullir borgarbúar biðu eftir að komast í sund. Laugarnar hafa verið lokaðar í tæpar átta vikur, eða frá 24. mars og eftirvæntingin mikil. „Nóttin var mjög góð. Við fengum ungt og ferskt fólk til okkar í gærkvöldi. Það var biðröð inn og uppselt í laugina frá korter í eitt til tvö. Svo var bara þægilegt eftir það,“ segir Sigurður Víðisson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Samkvæmt tilmælum er aðgangur að sundlaugum takmarkaður þannig að aðeins helmingur af leyfilegum hámarksfjölda má vera í laugunum hverju sinni. 350 manna hámark er því í Laugardalslaug. „Frá 12 til 6 komu 560 gestir í sund, og flestir af þeim komu rétt eftir að við opnuðum.“ Mælst er til að sundlaugargestir virði tveggja metra regluna eins og hægt er. „Við notuðum kallkerfið til að hjálpa fólki að halda bili eins og hægt var. Það gekk svona upp og ofan.“ 120 manna hámark er í Sundhöll Reykjavíkur og fylltist laugin snögglega eftir miðnætti. Myndbönd frá opnun lauganna í Reykjavík sýndu fjölda í biðröðum þar sem ekki voru tveir metrar á milli fólks. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hefði viljað sjá meira bil. „Við höfum engar kvartanir fengið. En auðvitað var mikið af fólki sem ætlaði að fara á sama tíma. Þetta var fyrirséð að þetta gæti gerst, það var mikil þrá að komast í sund. Það er gott að fólk fari í sund og nýti sundlaugarnar en maður hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðinni,“ segir Víðir Reynisson „Það eru þessi tilmæli að fólk virði það eins og mögulegt er og það er mjög lítið mál að virða það þegar þú stendur í biðröð. Það er kannski erfiðara þegar þú ert kominn inn í búningsklefana og annað slíkt. En ég held að þetta hafi gengið vel, stóra málið er að sundlaugarnar eru búnar að opna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37 Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15
Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37
Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21
Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44