Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 07:00 Haukur Helgi Pálsson í landsleik gegn Portúgal. VÍSIR/BÁRA Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Þessu greindi Haukur frá í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, á karfan.is. Landsliðsmaðurinn og unnusta hans, Sara Dögg Jónsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn síðasta sumar. Haukur hafði þá ákveðið að yfirgefa franska félagið Nanterre en fékk tilboðið óvænta frá New Orleans áður en hann ákvað svo að semja við rússneska félagið Unics Kazan. „Ég var að eignast barnið mitt og tók því ekki. Þeir [forráðamenn Pelicans] voru tilbúnir að bjóða mér og fjölskyldunni minni út en ég held að þeir hafi ekki alveg áttað sig á því að hún átti að vera að fæðast þegar fyrsti leikurinn átti að vera,“ sagði Haukur. Það er langt því frá að þeir sem spili í sumardeild NBA eigi greiða leið í deild þeirra bestu, en sumardeildin er þó vissulega hugsuð fyrir félögin til að finna álitlega leikmenn: „Þetta var mikill heiður og kom mér mjög á óvart. Umboðsmaðurinn minn hringdi og spurði hvort ég vildi fara í Summer League og ég sagði bara „auðvitað“. Það væri geðveikt að prófa það og maður veit aldrei hvað gerist. Það eru ótrúlegustu menn sem fara inn í deildina. Það sem þeir voru að horfa á var að fá þrist sem gæti spilað vörn og skotið þristum. Það hefði verið geðveikt. Ég get dekkað flestalla,“ sagði Haukur, sem hugsanlega væri á leiðinni til Las Vegas í sumar ef ekki ríkti eintóm óvissa núna vegna kórónuveirufaraldursins. „Þeir voru búnir að segjast ætla að bjóða mér aftur í ár en síðan er allt í einhverri óvissu og ég átti kannski ekki besta tímabilið mitt í vetur. Ég reyni að pæla ekkert í því en það hefði verið geðveikt. En ég upplifði eitthvað enn betra. Dóttirin mín kom í heiminn og ég mun aldrei sjá eftir þessu,“ sagði Haukur. Ekki viss um að mig langi aftur til Rússlands Í samningi hans við Unics Kazan er möguleiki á eins árs framlengingu en ekki er víst að Haukur nýti sér það, þrátt fyrir hið mikla óvissuástand sem ríkir. „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn með því að smella hér. NBA Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Þessu greindi Haukur frá í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, á karfan.is. Landsliðsmaðurinn og unnusta hans, Sara Dögg Jónsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn síðasta sumar. Haukur hafði þá ákveðið að yfirgefa franska félagið Nanterre en fékk tilboðið óvænta frá New Orleans áður en hann ákvað svo að semja við rússneska félagið Unics Kazan. „Ég var að eignast barnið mitt og tók því ekki. Þeir [forráðamenn Pelicans] voru tilbúnir að bjóða mér og fjölskyldunni minni út en ég held að þeir hafi ekki alveg áttað sig á því að hún átti að vera að fæðast þegar fyrsti leikurinn átti að vera,“ sagði Haukur. Það er langt því frá að þeir sem spili í sumardeild NBA eigi greiða leið í deild þeirra bestu, en sumardeildin er þó vissulega hugsuð fyrir félögin til að finna álitlega leikmenn: „Þetta var mikill heiður og kom mér mjög á óvart. Umboðsmaðurinn minn hringdi og spurði hvort ég vildi fara í Summer League og ég sagði bara „auðvitað“. Það væri geðveikt að prófa það og maður veit aldrei hvað gerist. Það eru ótrúlegustu menn sem fara inn í deildina. Það sem þeir voru að horfa á var að fá þrist sem gæti spilað vörn og skotið þristum. Það hefði verið geðveikt. Ég get dekkað flestalla,“ sagði Haukur, sem hugsanlega væri á leiðinni til Las Vegas í sumar ef ekki ríkti eintóm óvissa núna vegna kórónuveirufaraldursins. „Þeir voru búnir að segjast ætla að bjóða mér aftur í ár en síðan er allt í einhverri óvissu og ég átti kannski ekki besta tímabilið mitt í vetur. Ég reyni að pæla ekkert í því en það hefði verið geðveikt. En ég upplifði eitthvað enn betra. Dóttirin mín kom í heiminn og ég mun aldrei sjá eftir þessu,“ sagði Haukur. Ekki viss um að mig langi aftur til Rússlands Í samningi hans við Unics Kazan er möguleiki á eins árs framlengingu en ekki er víst að Haukur nýti sér það, þrátt fyrir hið mikla óvissuástand sem ríkir. „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn með því að smella hér.
NBA Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00