Sanders vonast aftur eftir óvæntum sigri í Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 10:58 Joe Biden og Bernie Sanders keppast um tilefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Vísir/AP Þeir Joe Biden og Bernie Sanders munu í kvöld keppa um atkvæði Demókrata í sex ríkjum Bandaríkjanna. Kosningar verða haldnar í Michigan, Washington, Missouri, Mississippi og Idaho. Í Norður-Dakóta verða haldnir kjörfundir. Heilt yfir eru 352 landsfundarfulltrúar í boði í kvöld, flestir í Michigan. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en Biden hefur þegar tryggt sér 670 fulltrúa og Sanders 574. Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur einungis fengið tvo fulltrúa. Fulltrúar sem frambjóðendur sem eru hættir höfðu tryggt sér munu að mestu dreifast niður á þá sem eftir eru, eftir því hvernig þeim gekk í tilkomandi ríkjum. Kannanir síðustu daga gefa í skyn að Biden njóti góðs forskots gegn Sanders fyrir kvöldið, nema í Washington þar sem Sanders mælist með nauman meirihluta. Biden er með sérstaklega mikið forskot í Mississippi, Missouri og Michigan. Sjá einnig: Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Líkur Biden hafa aukist gífurlega Heilt yfir segja sérfræðingar að Biden sé mun líklegri en Sanders til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Líkön tölfræðivefsins Fivethirtyeight segja til dæmis að líkurnar séu 99 af hundrað, Biden í vil. Reglurnar í forvalinu eru að mörgu leyti undarlegar og verði gengi Biden í takt við kannanir gæti forskot hans aukist til muna, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Sanders hefur þó varið gífurlegu púðri í kosningabaráttu sinni í Michigan. Þrátt fyrir að kannanir sýna Biden með mikið forskot í ríkinu var staðan svipuð árið 2016 þegar Sanders vann óvæntan sigur þar sem hleypti nýju lífi í framboð hans gegn Hillary Clinton. Sanders bindur miklar vonir við að hið sama sé upp á teningnum núna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Sjá meira
Þeir Joe Biden og Bernie Sanders munu í kvöld keppa um atkvæði Demókrata í sex ríkjum Bandaríkjanna. Kosningar verða haldnar í Michigan, Washington, Missouri, Mississippi og Idaho. Í Norður-Dakóta verða haldnir kjörfundir. Heilt yfir eru 352 landsfundarfulltrúar í boði í kvöld, flestir í Michigan. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en Biden hefur þegar tryggt sér 670 fulltrúa og Sanders 574. Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur einungis fengið tvo fulltrúa. Fulltrúar sem frambjóðendur sem eru hættir höfðu tryggt sér munu að mestu dreifast niður á þá sem eftir eru, eftir því hvernig þeim gekk í tilkomandi ríkjum. Kannanir síðustu daga gefa í skyn að Biden njóti góðs forskots gegn Sanders fyrir kvöldið, nema í Washington þar sem Sanders mælist með nauman meirihluta. Biden er með sérstaklega mikið forskot í Mississippi, Missouri og Michigan. Sjá einnig: Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Líkur Biden hafa aukist gífurlega Heilt yfir segja sérfræðingar að Biden sé mun líklegri en Sanders til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Líkön tölfræðivefsins Fivethirtyeight segja til dæmis að líkurnar séu 99 af hundrað, Biden í vil. Reglurnar í forvalinu eru að mörgu leyti undarlegar og verði gengi Biden í takt við kannanir gæti forskot hans aukist til muna, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Sanders hefur þó varið gífurlegu púðri í kosningabaráttu sinni í Michigan. Þrátt fyrir að kannanir sýna Biden með mikið forskot í ríkinu var staðan svipuð árið 2016 þegar Sanders vann óvæntan sigur þar sem hleypti nýju lífi í framboð hans gegn Hillary Clinton. Sanders bindur miklar vonir við að hið sama sé upp á teningnum núna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Sjá meira