Fyrirtækið Reykjagarður hefur innkallað kjúklingavörur vegna gruns um að salmonella hafi greinst í kjúklingahópi fyrirtækisins. Dreifin á afurðunum hefur þegar verið stöðvuð og framleiðandi hafið innköllun.
Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmeri 019-20-16-1-01 og á innköllunin eingöngu við kjúkling með þessu númeri.
Vöruheiti: Holta og Kjörfugl.
Rekjanleikanúmer: 019-20-16-1-01 (Bringur, lundir, bitar)
Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaupsverslanir og Costco.
Fólk sem hefur keypti viðkomandi afurðir er beðið um að skila þeim til verslana eða beint til Reykjagarðs hf. Fosshálsi 1. 110 Reykjavík.