Volkswagen biðst afsökunar á rasískri auglýsingu Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 22:56 Auglýsingin var birt á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Vísir/Getty Bílaframleiðandinn Volkswagen hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirtækið harmar auglýsingu sem sett var í loftið á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Auglýsingin var harðlega gagnrýnd af mörgum og sögð vera rasísk. Auglýsingin var tekin upp í Buenos Aires í Argentínu þar sem risastór hvít hendi ýtir svörtum manni fram hjá gulum Volkswagen Golf 8 og inn á kaffihús sem heitir „Petit Colon“ sem þýðir á frönsku og þýsku „lítill nýlendubúi“. Í yfirlýsingunni segist fyrirtækið harma auglýsinguna, gagnrýnin hafi verið réttmæt og þau skammist sín mjög fyrir að hafa sett hana í birtingu. „Hatur, rasismi og mismunun eiga ekki heima hjá Volkswagen,“ skrifaði Jürgen Stackmann, sölu- og markaðsstjóri Volkswagen, á Twitter-síðu sína. Hann lofi því að fullkomið gagnsæi verði um málið og það hafi viðeigandi afleiðingar í för með sér. Ich entschuldige mich aufrichtig als Einzelperson in meiner Funktion als Vorstandsmitglied bei Volkswagen Sales & Marketing. Hass, Rassismus und Diskriminierung haben bei Volkswagen keinen Platz! Ich werde in diesem Fall persönlich für volle Transparenz und Konsequenzen sorgen! pic.twitter.com/mlAIgrFQWs— Jürgen Stackmann (@jstackmann) May 20, 2020 Hann sagði í annarri yfirlýsingu að auglýsingin væri bersýnilega rasísk. Hún væri móðgandi fyrir „allar sómasamlegar manneskjur“ og þau skilji reiðina. Hér að neðan má sjá auglýsinguna sem var tekin úr birtingu. Samfélagsmiðlar Bílar Kynþáttafordómar Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bílaframleiðandinn Volkswagen hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirtækið harmar auglýsingu sem sett var í loftið á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Auglýsingin var harðlega gagnrýnd af mörgum og sögð vera rasísk. Auglýsingin var tekin upp í Buenos Aires í Argentínu þar sem risastór hvít hendi ýtir svörtum manni fram hjá gulum Volkswagen Golf 8 og inn á kaffihús sem heitir „Petit Colon“ sem þýðir á frönsku og þýsku „lítill nýlendubúi“. Í yfirlýsingunni segist fyrirtækið harma auglýsinguna, gagnrýnin hafi verið réttmæt og þau skammist sín mjög fyrir að hafa sett hana í birtingu. „Hatur, rasismi og mismunun eiga ekki heima hjá Volkswagen,“ skrifaði Jürgen Stackmann, sölu- og markaðsstjóri Volkswagen, á Twitter-síðu sína. Hann lofi því að fullkomið gagnsæi verði um málið og það hafi viðeigandi afleiðingar í för með sér. Ich entschuldige mich aufrichtig als Einzelperson in meiner Funktion als Vorstandsmitglied bei Volkswagen Sales & Marketing. Hass, Rassismus und Diskriminierung haben bei Volkswagen keinen Platz! Ich werde in diesem Fall persönlich für volle Transparenz und Konsequenzen sorgen! pic.twitter.com/mlAIgrFQWs— Jürgen Stackmann (@jstackmann) May 20, 2020 Hann sagði í annarri yfirlýsingu að auglýsingin væri bersýnilega rasísk. Hún væri móðgandi fyrir „allar sómasamlegar manneskjur“ og þau skilji reiðina. Hér að neðan má sjá auglýsinguna sem var tekin úr birtingu.
Samfélagsmiðlar Bílar Kynþáttafordómar Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira