Samkomubann í fjórar vikur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 11:07 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samkomubann er sett á í lýðveldisssögunni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði þessa fordæmalausu tíma kalla á fordæmalausar aðgerðir. Fjarlægðartakmarkanir á minni samkomum Samkomubannið er sett á í samræmi við sóttvarnalög og er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Samkomur verða þar með takmarkaðar í fjórar vikur en með takmörkun er átt við viðburði þar sem 100 manns og fleiri koma saman. Slíkar samkomur verða þar með óheimilar. Þá verða líka sett fjarlægðarmörk á milli fólks á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum á meðan bannið er í gildi. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Börn í sem minnstum hópum og aðskilin sem kostur er Útfærslan á starfi leik- og grunnskóla verður gerð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og kennaraforystuna en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði skilyrðin meðal annars felast í því að börn yrðu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. Þannig verður takmarkað hversu margir mega vera inn í stórum verslunum á hverjum tíma, á tónleikum, íþróttaviðburðum, í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Aðspurð hvort lögregla yrði þá við stórar verslanir til að framfylgja banninu svaraði forsætisráðherra neitandi og sagði að almenningi yrði treyst til þess að fylgja banninu. Öll smitin nema fimm á höfuðborgarsvæðinu Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Fréttin hefur verið uppfærð en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samkomubann er sett á í lýðveldisssögunni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði þessa fordæmalausu tíma kalla á fordæmalausar aðgerðir. Fjarlægðartakmarkanir á minni samkomum Samkomubannið er sett á í samræmi við sóttvarnalög og er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Samkomur verða þar með takmarkaðar í fjórar vikur en með takmörkun er átt við viðburði þar sem 100 manns og fleiri koma saman. Slíkar samkomur verða þar með óheimilar. Þá verða líka sett fjarlægðarmörk á milli fólks á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum á meðan bannið er í gildi. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Börn í sem minnstum hópum og aðskilin sem kostur er Útfærslan á starfi leik- og grunnskóla verður gerð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og kennaraforystuna en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði skilyrðin meðal annars felast í því að börn yrðu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. Þannig verður takmarkað hversu margir mega vera inn í stórum verslunum á hverjum tíma, á tónleikum, íþróttaviðburðum, í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Aðspurð hvort lögregla yrði þá við stórar verslanir til að framfylgja banninu svaraði forsætisráðherra neitandi og sagði að almenningi yrði treyst til þess að fylgja banninu. Öll smitin nema fimm á höfuðborgarsvæðinu Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Fréttin hefur verið uppfærð en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira