Þann 14. júní 2018 skoraði Pétur Theodór Árnason eina mark leiksins þegar Kría vann Kórdrengi í D-riðli 4. deildar. Þann 14. júní 2020 verður hann að öllum líkindum í fremstu víglínu þegar Grótta sækir Breiðablik heim í fyrsta leik sínum í efstu deild frá upphafi. „Ég sá þetta ekki alveg fyrir,“ sagði Pétur í samtali við Vísi á dögunum. Hann var nánast hættur í fótbolta en byrjaði aftur að æfa með Gróttu um mitt sumar 2018 og hjálpaði liðinu þá að komast upp í 1. deildina. Seltirningar gerðu sér svo lítið fyrir og unnu hana í fyrra og leika því í efstu deild í fyrsta sinn í sumar. „Ég tók mér smá hlé og spilaði með Kríu, varaliði Gróttu. Þá gat ég ekki séð fyrir að ég væri í Pepsi Max-deildinni núna,“ sagði Pétur. Líklega sá enginn það fyrir að Grótta yrði í efstu deild 2020 eftir að liðið féll enn einu sinni niður í 2. deild haustið 2017. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Pétur í kunnuglegri stöðu. Hann þykir einn besti skallamaður landsins.mynd/eyjólfur garðarsson Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Gróttu og breytti um kúrs hjá félaginu. Með skýra hugmyndafræði að vopni og kornunga leikmenn í broddi fylkingar fór Grótta upp um tvær deildir á jafn mörgum árum og er núna komin í hóp tólf bestu liða landsins. Fyrir síðasta tímabil hafði Grótta aldrei endað ofar en í 10. sæti 1. deildar. Spurði hvort hann mætti mæta á æfingar Pétur kom bakdyra megin inn í lið Gróttu sumarið 2018 en lét til sín taka og skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum í 2. deildinni. „Þetta var allt svo spennandi. Í byrjun júlí spurði ég hvort ég mætti mæta á æfingar. Óskar sagði að það væri ekkert mál, ég mætti og það var ekkert aftur snúið. Áhuginn kom aftur og þetta hefur verið mjög gaman,“ sagði Pétur. Sleit tvisvar krossband á sama hné og hætti Framherjinn hávaxni er uppalinn hjá Gróttu og byrjaði að leika með meistaraflokki sumarið 2011, þá aðeins sextán ára. Meiðsli settu hins vegar stórt strik í reikninginn á næstu árum. „Ég sleit krossband 2013 og 2014, á sama hné. Ég kom til baka 2015 en var ekki eins og ég var áður. Það gekk ekkert alltof vel hjá mér, áhuginn og metnaðurinn fjaraði út og ég endaði á að taka mér frí og spila með Kríu,“ sagði Pétur um árin áður en ferilinn fór á flug. Pétur segir að sér hafi ekki dottið til hugar að hann myndi spila með Gróttu í Pepsi Max-deildinni 2020.vísir/vilhelm Síðasta tímabil var draumi líkast, bæði hjá Pétri og Gróttu. Hann skoraði fimmtán mörk í 1. deildinni, sem Grótta vann, var markakóngur og valinn í lið ársins. Auk þess skoraði hann níu mörk í þremur bikarleikjum. Hlegið að þeim bjartsýnustu Pétur segir að fæstir Seltirningar hafi gert sér vonir um fara upp í Pepsi Max-deildina í aðdraganda síðasta tímabils. „Nei, ég get ekki sagt það. Við ætluðum ekki að mæta bara til að vera með en markmiðið var ekki að fara upp um deild,“ sagði Pétur. Nokkrir í hópnum vildu stefna á að fara aftur upp en flestir hlógu þegar þeir sögðu það í æfingaferðinni. Grótta fór ekki af stað með neinum látum í fyrra og eftir sex umferðir var liðið í 7. sæti með aðeins átta stig. Þá komu fjórir sigurleikir í röð og Grótta blandaði sér í baráttuna á toppnum. Hrösuðu áður en þeir komu í mark En hvenær sáu Seltirningar að það væri mögulegt að komast upp um deild? „Ætli það hafi ekki verið um mitt tímabil. Þá vorum við búnir að máta okkur við öll liðin og sáum hvað við gátum. En kannski áttuðum við okkur á því að þetta væri raunverulega möguleiki eftir sigurinn á Magna í fjórðu síðustu umferð. Við flugum hátt þá en fengum skell í næsta leik,“ sagði Pétur og vísaði til 0-5 tapsins fyrir Aftureldingu, hinum nýliðunum, á heimavelli í 20. umferð. Það sló Gróttumenn þó ekki út af laginu. Þeir unnu Njarðvíkinga, 1-2, í næstsíðustu umferðinni og í lokaumferðinni sigruðu þeir svo Hauka, 4-0. Grótta tryggði sér þá ekki aðeins sæti í Pepsi Max-deildinni heldur einnig sigur í 1. deildinni. Pétur segir að laugardagurinn 21. september 2019 gleymist seint. Pétur fagnar marki sínu gegn Haukum í lokaumferð Inkasso-deildarinnar í fyrra.mynd/eyjólfur garðarsson „Það var mikil spenna í byrjun hjá báðum liðum því Haukar voru í fallhættu. Það gerðist ekkert alltof mikið framan af en það var mikill léttir að skora fyrir hálfleik. Það var metfjöldi á Vivaldi-vellinum og það var magnað að spila fyrir framan þetta fólk og klára þetta svona.“ Sönnuðu sig gegn Fylki Fyrr um sumarið mætti Grótta Fylki í Mjólkurbikarnum. Seltirningar voru sterkari aðilinn þrátt fyrir 2-1 tap og Pétur segir að frammistaðan í þeim leik hafi gefið þeim aukna trú á eigin getu. „Að okkar mati áttum við allavega skilið að fara í framlengingu. Við sáum að við áttum fullt erindi í liðin í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Pétur. Svekkjandi að missa Óskar Hrafn Eftir tímabilið sagði Óskar Hrafn skilið við Gróttu og fór til Breiðabliks. Pétur segir að þótt fréttirnar hafi ekki komið eins og þruma úr heiðskíru lofti hafi verið fúlt að missa Óskar Hrafn. „Það var mjög svekkjandi til að byrja með. Sögusagnir um að þetta myndi gerast voru farnar af stað en maður hlustaði ekki alveg á það fyrr en þetta var komið á hreint. Óskar Hrafn og Dóri [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari] gerðu frábæra hluti fyrir félagið og okkur leikmennina. En við skiljum að þeir hafi tekið þetta skref. Þetta er þeirra þjálfaraferill og þeir vilja bara ná sem lengst. Við virðum það alveg,“ sagði Pétur. Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni hjá Breiðabliki og Halldór fylgdi honum þangað. Nokkru síðar snerist dæmið við og Ágúst var ráðinn eftirmaður Óskars Hrafns hjá Gróttu. Pétur ber Ágústi og aðstoðarmanni hans, Guðmundi Steinarssyni, vel söguna. Hefðum ekki getað fengið betra teymi „Við erum mjög sáttir með Gústa og Gumma. Við hefðum ekki getað fengið betra teymi til að takast á við þetta verkefni. Þessir fyrstu mánuðir með þeim hafa verið mjög góðir. Þetta hefur byrjað mjög vel og allir eru á sömu blaðsíðu,“ sagði Pétur. Undanfarin tvö ár hefur Grótta leikið mjög skemmtilegan fótbolta. Seltirningar hafa lagt áherslu á að halda boltanum innan liðsins og hefja sóknir frá markverði. Og þegar boltinn tapast eru þeir fljótir að setja pressu á andstæðinginn og freista þess að vinna boltann strax aftur. Pétur og félagar í Grótta eru spenntir fyrir að takast á við bestu lið landsins í Pepsi Max-deildinni.vísir/vilhelm Leikstíllinn er áhættusamur en áhættan hefur borgað sig síðustu tvö ár. Pétur segir að Grótta muni spila svipaðan fótbolta í sumar og síðustu ár, þótt þar á bæ geri menn sér grein fyrir að veruleikinn í Pepsi Max-deildinni sé allt annar en í 1. og 2. deildinni. „Við reynum að halda áfram þeirri spilamennsku sem við kunnum best. Við erum að spila við mun erfiðari andstæðinga en viljum halda í okkar gildi. Þetta kemur í ljós. Við vitum í raun ekki hvað við erum að fara út í. Við höfum aldrei verið í þessari stöðu áður,“ sagði Pétur. Allir löngu búnir að fella okkur Leikmannahópur Gróttu er mjög ungur og reynslan úr efstu deild nánast engin. Pétur segir að það væri ekki verra að vera með einhverja reynslubolta í hópnum, sem þekkja það að spila á hæsta getustigi á Íslandi. Það hefði eflaust hjálpað en þjálfararnir hafa mikla reynslu. En þetta getur líka verið kostur. Við erum allir á sömu blaðsíðu og æstir í að sýna okkur og sanna. Við höfum engu að tapa. Það eru allir löngu búnir að fella okkur fyrir fram. Pétur hlakkar til að koma Gróttu, sem hefur í gegnum tíðina verið þekktara sem handboltafélag, á kortið í íslenska fótboltanum. „Það er komi tími til að fótboltinn í Gróttu geri eitthvað. Þetta er mjög spennandi.“ Pepsi Max-deild karla Grótta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn
Þann 14. júní 2018 skoraði Pétur Theodór Árnason eina mark leiksins þegar Kría vann Kórdrengi í D-riðli 4. deildar. Þann 14. júní 2020 verður hann að öllum líkindum í fremstu víglínu þegar Grótta sækir Breiðablik heim í fyrsta leik sínum í efstu deild frá upphafi. „Ég sá þetta ekki alveg fyrir,“ sagði Pétur í samtali við Vísi á dögunum. Hann var nánast hættur í fótbolta en byrjaði aftur að æfa með Gróttu um mitt sumar 2018 og hjálpaði liðinu þá að komast upp í 1. deildina. Seltirningar gerðu sér svo lítið fyrir og unnu hana í fyrra og leika því í efstu deild í fyrsta sinn í sumar. „Ég tók mér smá hlé og spilaði með Kríu, varaliði Gróttu. Þá gat ég ekki séð fyrir að ég væri í Pepsi Max-deildinni núna,“ sagði Pétur. Líklega sá enginn það fyrir að Grótta yrði í efstu deild 2020 eftir að liðið féll enn einu sinni niður í 2. deild haustið 2017. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Pétur í kunnuglegri stöðu. Hann þykir einn besti skallamaður landsins.mynd/eyjólfur garðarsson Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Gróttu og breytti um kúrs hjá félaginu. Með skýra hugmyndafræði að vopni og kornunga leikmenn í broddi fylkingar fór Grótta upp um tvær deildir á jafn mörgum árum og er núna komin í hóp tólf bestu liða landsins. Fyrir síðasta tímabil hafði Grótta aldrei endað ofar en í 10. sæti 1. deildar. Spurði hvort hann mætti mæta á æfingar Pétur kom bakdyra megin inn í lið Gróttu sumarið 2018 en lét til sín taka og skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum í 2. deildinni. „Þetta var allt svo spennandi. Í byrjun júlí spurði ég hvort ég mætti mæta á æfingar. Óskar sagði að það væri ekkert mál, ég mætti og það var ekkert aftur snúið. Áhuginn kom aftur og þetta hefur verið mjög gaman,“ sagði Pétur. Sleit tvisvar krossband á sama hné og hætti Framherjinn hávaxni er uppalinn hjá Gróttu og byrjaði að leika með meistaraflokki sumarið 2011, þá aðeins sextán ára. Meiðsli settu hins vegar stórt strik í reikninginn á næstu árum. „Ég sleit krossband 2013 og 2014, á sama hné. Ég kom til baka 2015 en var ekki eins og ég var áður. Það gekk ekkert alltof vel hjá mér, áhuginn og metnaðurinn fjaraði út og ég endaði á að taka mér frí og spila með Kríu,“ sagði Pétur um árin áður en ferilinn fór á flug. Pétur segir að sér hafi ekki dottið til hugar að hann myndi spila með Gróttu í Pepsi Max-deildinni 2020.vísir/vilhelm Síðasta tímabil var draumi líkast, bæði hjá Pétri og Gróttu. Hann skoraði fimmtán mörk í 1. deildinni, sem Grótta vann, var markakóngur og valinn í lið ársins. Auk þess skoraði hann níu mörk í þremur bikarleikjum. Hlegið að þeim bjartsýnustu Pétur segir að fæstir Seltirningar hafi gert sér vonir um fara upp í Pepsi Max-deildina í aðdraganda síðasta tímabils. „Nei, ég get ekki sagt það. Við ætluðum ekki að mæta bara til að vera með en markmiðið var ekki að fara upp um deild,“ sagði Pétur. Nokkrir í hópnum vildu stefna á að fara aftur upp en flestir hlógu þegar þeir sögðu það í æfingaferðinni. Grótta fór ekki af stað með neinum látum í fyrra og eftir sex umferðir var liðið í 7. sæti með aðeins átta stig. Þá komu fjórir sigurleikir í röð og Grótta blandaði sér í baráttuna á toppnum. Hrösuðu áður en þeir komu í mark En hvenær sáu Seltirningar að það væri mögulegt að komast upp um deild? „Ætli það hafi ekki verið um mitt tímabil. Þá vorum við búnir að máta okkur við öll liðin og sáum hvað við gátum. En kannski áttuðum við okkur á því að þetta væri raunverulega möguleiki eftir sigurinn á Magna í fjórðu síðustu umferð. Við flugum hátt þá en fengum skell í næsta leik,“ sagði Pétur og vísaði til 0-5 tapsins fyrir Aftureldingu, hinum nýliðunum, á heimavelli í 20. umferð. Það sló Gróttumenn þó ekki út af laginu. Þeir unnu Njarðvíkinga, 1-2, í næstsíðustu umferðinni og í lokaumferðinni sigruðu þeir svo Hauka, 4-0. Grótta tryggði sér þá ekki aðeins sæti í Pepsi Max-deildinni heldur einnig sigur í 1. deildinni. Pétur segir að laugardagurinn 21. september 2019 gleymist seint. Pétur fagnar marki sínu gegn Haukum í lokaumferð Inkasso-deildarinnar í fyrra.mynd/eyjólfur garðarsson „Það var mikil spenna í byrjun hjá báðum liðum því Haukar voru í fallhættu. Það gerðist ekkert alltof mikið framan af en það var mikill léttir að skora fyrir hálfleik. Það var metfjöldi á Vivaldi-vellinum og það var magnað að spila fyrir framan þetta fólk og klára þetta svona.“ Sönnuðu sig gegn Fylki Fyrr um sumarið mætti Grótta Fylki í Mjólkurbikarnum. Seltirningar voru sterkari aðilinn þrátt fyrir 2-1 tap og Pétur segir að frammistaðan í þeim leik hafi gefið þeim aukna trú á eigin getu. „Að okkar mati áttum við allavega skilið að fara í framlengingu. Við sáum að við áttum fullt erindi í liðin í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Pétur. Svekkjandi að missa Óskar Hrafn Eftir tímabilið sagði Óskar Hrafn skilið við Gróttu og fór til Breiðabliks. Pétur segir að þótt fréttirnar hafi ekki komið eins og þruma úr heiðskíru lofti hafi verið fúlt að missa Óskar Hrafn. „Það var mjög svekkjandi til að byrja með. Sögusagnir um að þetta myndi gerast voru farnar af stað en maður hlustaði ekki alveg á það fyrr en þetta var komið á hreint. Óskar Hrafn og Dóri [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari] gerðu frábæra hluti fyrir félagið og okkur leikmennina. En við skiljum að þeir hafi tekið þetta skref. Þetta er þeirra þjálfaraferill og þeir vilja bara ná sem lengst. Við virðum það alveg,“ sagði Pétur. Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni hjá Breiðabliki og Halldór fylgdi honum þangað. Nokkru síðar snerist dæmið við og Ágúst var ráðinn eftirmaður Óskars Hrafns hjá Gróttu. Pétur ber Ágústi og aðstoðarmanni hans, Guðmundi Steinarssyni, vel söguna. Hefðum ekki getað fengið betra teymi „Við erum mjög sáttir með Gústa og Gumma. Við hefðum ekki getað fengið betra teymi til að takast á við þetta verkefni. Þessir fyrstu mánuðir með þeim hafa verið mjög góðir. Þetta hefur byrjað mjög vel og allir eru á sömu blaðsíðu,“ sagði Pétur. Undanfarin tvö ár hefur Grótta leikið mjög skemmtilegan fótbolta. Seltirningar hafa lagt áherslu á að halda boltanum innan liðsins og hefja sóknir frá markverði. Og þegar boltinn tapast eru þeir fljótir að setja pressu á andstæðinginn og freista þess að vinna boltann strax aftur. Pétur og félagar í Grótta eru spenntir fyrir að takast á við bestu lið landsins í Pepsi Max-deildinni.vísir/vilhelm Leikstíllinn er áhættusamur en áhættan hefur borgað sig síðustu tvö ár. Pétur segir að Grótta muni spila svipaðan fótbolta í sumar og síðustu ár, þótt þar á bæ geri menn sér grein fyrir að veruleikinn í Pepsi Max-deildinni sé allt annar en í 1. og 2. deildinni. „Við reynum að halda áfram þeirri spilamennsku sem við kunnum best. Við erum að spila við mun erfiðari andstæðinga en viljum halda í okkar gildi. Þetta kemur í ljós. Við vitum í raun ekki hvað við erum að fara út í. Við höfum aldrei verið í þessari stöðu áður,“ sagði Pétur. Allir löngu búnir að fella okkur Leikmannahópur Gróttu er mjög ungur og reynslan úr efstu deild nánast engin. Pétur segir að það væri ekki verra að vera með einhverja reynslubolta í hópnum, sem þekkja það að spila á hæsta getustigi á Íslandi. Það hefði eflaust hjálpað en þjálfararnir hafa mikla reynslu. En þetta getur líka verið kostur. Við erum allir á sömu blaðsíðu og æstir í að sýna okkur og sanna. Við höfum engu að tapa. Það eru allir löngu búnir að fella okkur fyrir fram. Pétur hlakkar til að koma Gróttu, sem hefur í gegnum tíðina verið þekktara sem handboltafélag, á kortið í íslenska fótboltanum. „Það er komi tími til að fótboltinn í Gróttu geri eitthvað. Þetta er mjög spennandi.“