Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan 18 í dag vegna elds sem hafði kviknað í gámi við Langholtsskóla.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu stóð gámurinn nærri grindverki og gróðri en engin hús voru í hættu. Töluvert af tilkynningum barst þó um eldinn.
Einn bíll var sendur á staðinn og voru slökkviliðsmennirnir „eldfljótir“ að slökkva eins og varðstjórinn sem Vísir ræddi við komst að orði.