Spegill á útlendingapólitík Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. maí 2020 12:00 Við munum vel eftir fallegri samkenndinni sem nemendur Hagaskóla sýndu skólasystur sinni Zainab Zafari sem íslensk stjórnvöld höfðu ákveðið að senda til Grikklands. Mótmæli þeirra vöktu athygli á sögu hennar og aðstæðum. Samstaða þeirra vakti aðdáun þjóðarinnar en afstaða stjórnvalda vakti um leið undrun og reiði. Þessi ákvörðun þoldi illa kastljós, enda leiddi samstaðan og samkenndin til þess að Zainab, bróður hennar Amir og móður þeirra bauðst að vera hér áfram. Sú niðurstaða að vísa 15 ára stelpu, bróður hennar og mömmu í ömurlegar aðstæðurnar sem biðu þeirra í Grikklandi gekk einfaldlega gegn því sem við viljum segja um okkur sem þjóð. Það var ákvörðun sem þoldi illa umræðu eða kastljós. Þáverandi dómsmálaráðherra brást enda við og gerði breytingu á reglugerð um útlendinga þar sem Útlendingastofnun fékk heimild til að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem fengið hefur vernd í öðru ríki, í þeim tilvikum þegar meira en 10 mánuðir voru liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum. Nú er til meðferðar á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingamál sem felur í sér margvíslegar breytingar. Flestar þeirra eru þær því miður þannig að þær skerða vernd og réttarstöðu fólks eins og fjölskyldu Zainab. Frumvarpið felur í sér margar ólíkar breytingar sem skerða réttarvernd flóttafólks. Ein breytingin er til dæmis í andstöðu við þessa nýlegu reglugerðarbreytingu. Frumvarp ríkisstjórnarinnar fjallar um möguleika fólks á alþjóðlegri vernd á Íslandi og fjallar um heimild stjórnvalda til að vísa þessu fólki burt. Í stuttu máli má segja að möguleikar stjórnvalda á að neita fólki um vernd verða miklir en möguleikar fólks á vernd á Íslandi verða litlir. Og á þeim tímum sem við höfum sem þjóð glaðst yfir samstöðu okkar á erfiðum tímum og samkennd, þá liggur nú fyrir Alþingi frumvarp sem stendur fyrir hið gagnstæða. Viljum við senda fólk til Grikklands? Á meðal þýðingarmikilla breytinga á réttarstöðu flóttafólks er sú að það fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd annars staðar mun lítið skjól eiga hér. Engu skiptir í hvaða löndum sú vernd hefur boðist, sem er þó það sem öllu máli skiptir. Rökstuðningurinn er sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í raunverulegri þörf fyrir vernd hérlendis. Þetta verður niðurstaðan enda þótt við vitum öll að það er mjög lítið bakvið þann merkimiða að hafa til dæmis fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Þessi pólitík er í hróplegri andstöðu við þá samkennd og samstöðu sem við hrifumst af hjá nemendum í Hagaskóla. Allir sem fylgst hafa með fréttum vita að það er einfaldlega rangt að fólk sem hefur fengið vernd í Grikklandi sé borgið. Rauði krossinn deilir þannig ekki þeirri skoðun með dómsmálaráðherra og ríkisstjórn Íslands. Í umsögn samtakanna bendir Rauði krossinn á að það sé fáttítt að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki hingað vernd. „Stærsti hópurinn kemur frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi. Rauði krossinn ítrekar að einstaklingar með alþjóðlega vernd eru eðli máls samkvæmt búnir að vera á flótta frá heimaríki, stundum í bið eftir afgreiðslu umsóknar sinnar um vernd svo árum skiptir, oft við bágbornar aðstæður, hafa sætt varðhaldi og gjarnan ofbeldi, með takmörkuð réttindi og tilheyrandi óvissu um framtíð sína.“ Vegna þess að það er skilvirkara? Allt er það sem frumvarpið boðar sett fram undir formerkjum skilvirkni og einfaldari málsmeðferðar. Þótt það sé vissulega jákvætt að stytta málsmeðferðartíma þá hefur það ekki verið biðtíminn sem hefur truflað almenning mest þegar fréttir eru sagðar af stöðu fólks sem senda á úr landi. Styttri málsmeðferðartími er ekki stóri sannleikurinn þegar niðurstaðan verður vond og gengur gegn því sem við viljum standa fyrir. Nemendur Hagaskóla og þjóðin öll voru ekki að biðla til stjórnvalda um að Zainab Zafari yrði send til Grikklands hratt og örugglega. Okkar sárnaði ekki skortur á skilvirkni, heldur skorturinn á samkennd. Það er ekki skortur á skilvirkni sem veldur reiði fólks, heldur niðurstaðan. Það er ekki ábyrg ríkisstjórn sem boðar að senda fólk til baka í ömurlegar aðstæður. Samkennd er svarið Vitaskuld er það ekki þannig að hægt sé að gera allt fyrir alla og auðvitað þarf að fara fram mat á aðstæðum fólks sem hingað leitar eftir vernd og horfa til þeirra sem eru í raunverulegri þörf. Áhyggjuefnið er hins vegar hvar sú lína er dregin í frumvarpinu. Og hvert stjórnvöld telja boðlegt að endursenda fólk. Við erum meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum en engu að síður eru það sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Fréttaflutningur hefur verið af sorglegum sögum fólks, fullorðinna og barna, sem hefur sótt skjól á Íslandi og svo af ákvörðunum Útlendingastofnunar. Ábyrgðin er hins vegar stjórnvalda. Og þegar greinargerðin með útlendingafrumvarpinu er lesin má sjá að rauði þráðurinn er að styrkja stoð Dyflinnarreglugerðarinnar. Greinargerð með frumvarpi er oft eins og spegill á lagasetninguna. Greinargerðin segir söguna að baki og speglar markmiðið með lögunum. Þessi greinargerð birtir skýrt hvað átt er við með einfaldari málsmeðferð og skilvirkari. Þar er boðuð sú pólitík að von sé fleiri sögum eins og sögu Zainab Zafari eða sögum eins og af sýrlensku starfsmanninum í leikskólanum Vinagarði sem vísað var til Grikklands þar sem hún hafði hlotið alþjóðlega vernd. Leikskólabörnin í Vinagarði kvöddu hana öll, hvert og eitt, með því að faðma hana en án þess að vita að í framhaldinu kvaddi hún líka Ísland. Þessari konu urðu einfaldlega á þau mistök að hafa lent í stríðinu í Sýrlandi og að hafa ekki komið beinustu leið til Íslands á flótta sínum, heldur fyrst til Grikklands. Sagan sem börnin í Vinagarði munu heyra þegar fram líða stundir er sagan af því hverjar aðstæður fólks í neyð geta verið á Íslandi. Við munum líka eftir ljósmyndinni af litlum strák á Barnaspítalanum þar sem hann sat á stól með hendur í skauti sér og beið þess að bróðir hans fengi læknisaðstoð. Bróðirinn var svo alvarlega þjakaður af kvíða að ekki þótti á hann leggjandi að vísa honum til Grikklands alveg strax. Um leið og hann þætti ferðafær stóð til að vísa honum úr landi. Það sem hefur gerst í einstaka máli er að umræða hefur varpað kastljósinu á þessa pólitík. Og í kjölfar umræðunnar hefur gerst að fólk hefur jafnvel fengið að vera hér áfram. En nú er komið fram frumvarp sem ber á allan hátt skýrt með sér að þrengja eigi rétt fólks sem hingað leitar eftir alþjóðlegri vernd. Veikari staða þeirra heitir í greinargerðinni: einföld og skilvirk málsmeðferð. Málsmeðferðin er sögð eiga að vera skýrari en áður og gagnsæ. Það er pólitíkin að baki málinu því miður líka: Skýr og gegnsæ. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Hælisleitendur Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Við munum vel eftir fallegri samkenndinni sem nemendur Hagaskóla sýndu skólasystur sinni Zainab Zafari sem íslensk stjórnvöld höfðu ákveðið að senda til Grikklands. Mótmæli þeirra vöktu athygli á sögu hennar og aðstæðum. Samstaða þeirra vakti aðdáun þjóðarinnar en afstaða stjórnvalda vakti um leið undrun og reiði. Þessi ákvörðun þoldi illa kastljós, enda leiddi samstaðan og samkenndin til þess að Zainab, bróður hennar Amir og móður þeirra bauðst að vera hér áfram. Sú niðurstaða að vísa 15 ára stelpu, bróður hennar og mömmu í ömurlegar aðstæðurnar sem biðu þeirra í Grikklandi gekk einfaldlega gegn því sem við viljum segja um okkur sem þjóð. Það var ákvörðun sem þoldi illa umræðu eða kastljós. Þáverandi dómsmálaráðherra brást enda við og gerði breytingu á reglugerð um útlendinga þar sem Útlendingastofnun fékk heimild til að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem fengið hefur vernd í öðru ríki, í þeim tilvikum þegar meira en 10 mánuðir voru liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum. Nú er til meðferðar á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingamál sem felur í sér margvíslegar breytingar. Flestar þeirra eru þær því miður þannig að þær skerða vernd og réttarstöðu fólks eins og fjölskyldu Zainab. Frumvarpið felur í sér margar ólíkar breytingar sem skerða réttarvernd flóttafólks. Ein breytingin er til dæmis í andstöðu við þessa nýlegu reglugerðarbreytingu. Frumvarp ríkisstjórnarinnar fjallar um möguleika fólks á alþjóðlegri vernd á Íslandi og fjallar um heimild stjórnvalda til að vísa þessu fólki burt. Í stuttu máli má segja að möguleikar stjórnvalda á að neita fólki um vernd verða miklir en möguleikar fólks á vernd á Íslandi verða litlir. Og á þeim tímum sem við höfum sem þjóð glaðst yfir samstöðu okkar á erfiðum tímum og samkennd, þá liggur nú fyrir Alþingi frumvarp sem stendur fyrir hið gagnstæða. Viljum við senda fólk til Grikklands? Á meðal þýðingarmikilla breytinga á réttarstöðu flóttafólks er sú að það fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd annars staðar mun lítið skjól eiga hér. Engu skiptir í hvaða löndum sú vernd hefur boðist, sem er þó það sem öllu máli skiptir. Rökstuðningurinn er sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í raunverulegri þörf fyrir vernd hérlendis. Þetta verður niðurstaðan enda þótt við vitum öll að það er mjög lítið bakvið þann merkimiða að hafa til dæmis fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Þessi pólitík er í hróplegri andstöðu við þá samkennd og samstöðu sem við hrifumst af hjá nemendum í Hagaskóla. Allir sem fylgst hafa með fréttum vita að það er einfaldlega rangt að fólk sem hefur fengið vernd í Grikklandi sé borgið. Rauði krossinn deilir þannig ekki þeirri skoðun með dómsmálaráðherra og ríkisstjórn Íslands. Í umsögn samtakanna bendir Rauði krossinn á að það sé fáttítt að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki hingað vernd. „Stærsti hópurinn kemur frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi. Rauði krossinn ítrekar að einstaklingar með alþjóðlega vernd eru eðli máls samkvæmt búnir að vera á flótta frá heimaríki, stundum í bið eftir afgreiðslu umsóknar sinnar um vernd svo árum skiptir, oft við bágbornar aðstæður, hafa sætt varðhaldi og gjarnan ofbeldi, með takmörkuð réttindi og tilheyrandi óvissu um framtíð sína.“ Vegna þess að það er skilvirkara? Allt er það sem frumvarpið boðar sett fram undir formerkjum skilvirkni og einfaldari málsmeðferðar. Þótt það sé vissulega jákvætt að stytta málsmeðferðartíma þá hefur það ekki verið biðtíminn sem hefur truflað almenning mest þegar fréttir eru sagðar af stöðu fólks sem senda á úr landi. Styttri málsmeðferðartími er ekki stóri sannleikurinn þegar niðurstaðan verður vond og gengur gegn því sem við viljum standa fyrir. Nemendur Hagaskóla og þjóðin öll voru ekki að biðla til stjórnvalda um að Zainab Zafari yrði send til Grikklands hratt og örugglega. Okkar sárnaði ekki skortur á skilvirkni, heldur skorturinn á samkennd. Það er ekki skortur á skilvirkni sem veldur reiði fólks, heldur niðurstaðan. Það er ekki ábyrg ríkisstjórn sem boðar að senda fólk til baka í ömurlegar aðstæður. Samkennd er svarið Vitaskuld er það ekki þannig að hægt sé að gera allt fyrir alla og auðvitað þarf að fara fram mat á aðstæðum fólks sem hingað leitar eftir vernd og horfa til þeirra sem eru í raunverulegri þörf. Áhyggjuefnið er hins vegar hvar sú lína er dregin í frumvarpinu. Og hvert stjórnvöld telja boðlegt að endursenda fólk. Við erum meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum en engu að síður eru það sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Fréttaflutningur hefur verið af sorglegum sögum fólks, fullorðinna og barna, sem hefur sótt skjól á Íslandi og svo af ákvörðunum Útlendingastofnunar. Ábyrgðin er hins vegar stjórnvalda. Og þegar greinargerðin með útlendingafrumvarpinu er lesin má sjá að rauði þráðurinn er að styrkja stoð Dyflinnarreglugerðarinnar. Greinargerð með frumvarpi er oft eins og spegill á lagasetninguna. Greinargerðin segir söguna að baki og speglar markmiðið með lögunum. Þessi greinargerð birtir skýrt hvað átt er við með einfaldari málsmeðferð og skilvirkari. Þar er boðuð sú pólitík að von sé fleiri sögum eins og sögu Zainab Zafari eða sögum eins og af sýrlensku starfsmanninum í leikskólanum Vinagarði sem vísað var til Grikklands þar sem hún hafði hlotið alþjóðlega vernd. Leikskólabörnin í Vinagarði kvöddu hana öll, hvert og eitt, með því að faðma hana en án þess að vita að í framhaldinu kvaddi hún líka Ísland. Þessari konu urðu einfaldlega á þau mistök að hafa lent í stríðinu í Sýrlandi og að hafa ekki komið beinustu leið til Íslands á flótta sínum, heldur fyrst til Grikklands. Sagan sem börnin í Vinagarði munu heyra þegar fram líða stundir er sagan af því hverjar aðstæður fólks í neyð geta verið á Íslandi. Við munum líka eftir ljósmyndinni af litlum strák á Barnaspítalanum þar sem hann sat á stól með hendur í skauti sér og beið þess að bróðir hans fengi læknisaðstoð. Bróðirinn var svo alvarlega þjakaður af kvíða að ekki þótti á hann leggjandi að vísa honum til Grikklands alveg strax. Um leið og hann þætti ferðafær stóð til að vísa honum úr landi. Það sem hefur gerst í einstaka máli er að umræða hefur varpað kastljósinu á þessa pólitík. Og í kjölfar umræðunnar hefur gerst að fólk hefur jafnvel fengið að vera hér áfram. En nú er komið fram frumvarp sem ber á allan hátt skýrt með sér að þrengja eigi rétt fólks sem hingað leitar eftir alþjóðlegri vernd. Veikari staða þeirra heitir í greinargerðinni: einföld og skilvirk málsmeðferð. Málsmeðferðin er sögð eiga að vera skýrari en áður og gagnsæ. Það er pólitíkin að baki málinu því miður líka: Skýr og gegnsæ. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar