Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2020 20:00 Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu. Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. Gas- og jarðgerðarstöðin Gaja í Álfsnesi verður tekin í notkun 16. júní næstkomandi. Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu, segir hana marka byltingu í umhverfismálum á Íslandi. „Þegar við verðum farin að vinna hér í þessari stöð þá jafngildir það að taka 40 þúsund bensín- og dísilbíla úr umferð. Þetta hefur gríðarleg áhrif á kolefnisbúskapinn á okkar landi,“ segir Helgi Þór. Í stöðinni verður heimilissorpi breytt í metangas og moltu. „Urðun á ársvísu er um 140 þúsund tonn. En við erum að stíga risastór skref fari þessi urðun á næstu árum í 20 þúsund tonn eða minna,“ segir Helgi Þór. Hann segir þá sem fara með stjórnvölinn á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt mikla framsýni þegar þeir ákváðu fyrir tíu árum að hætta urðun á sorpi. Stöðin sé risastórt skref í því ferli. En það að reisa þessa stöð hefur reynst stormasamt ferli. Stjórn Sorpu ákvað að leysa Björn H. Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóra Sorpu, frá störfum í janúar. Það var gert eftir að rekstur Sorpu hafði farið 1,4 milljarða króna fram úr áætlun. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að rekstri Sorpu þurftu að samþykkja 990 milljóna króna lán til Sorpu svo hægt yrði að ljúka framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöðina. Heildarkostnaðurinn við að reisa þessa stöð stendur nú í 5,3 milljörðum króna. Stundin fjallaði um stöðina í síðasta tölublaði en þar var því haldið fram að tæknin sem hún byggir á sé úrelt. Var vísað til þess að sambærileg stöð í Noregi, sem byggir á sömu dönsku tækninni, hafi verið lokuð fimm árum eftir að hún var tekin í notkun árið 2006 og aldrei komist almennilega í gagnið. Helgi Þór vísar því á bug að tæknin sé barns síns tíma. „Það sem skiptir máli er að velja bestu fáanlegu tæknina. Þessi tækni sem við veðjum á er kölluð þurrgerjun. Í grunninn hefur þessi tækni ekki breyst um árabil. Það skiptir ekki máli ef tæknin er tíu ára eða tuttugu ára gömul. Hún er sú besta sem fáanleg er. Það á við um þessa tækni sem við höfum valið hér. Hún er viðeigandi og hentar og hún er frekar í sókn heldur en hitt á heimsvísu,“ segir Helgi. Í Stundinni er því haldið fram að moltan sem framleiða á í stöðunni muni ekki standast gæðakröfur né Evrópustaðla. Helgi segir moltuna uppfylla öll ákvæði samkvæmt starfsleyfi. „Við munum uppfylla þau ákvæði og framleið moltu sem er nýtanleg sem við munum sjá á mörgum sviðum. Við erum að þróa markaðinn og höfum fulla trú á þessari notkun. Það eru margir sem sýna henni áhuga og verður ekki vandamál að koma henni í notkun á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.“ Þá er því haldið fram að ekki sé eftirspurn hér á landi eftir öllu því metangasi sem á að framleiða í stöðinni. „Metangas er samvara, þetta er eldsneyti. Það eru fjölda margir sem hafa áhuga á þessu eldsneyti. Við erum að vinna kappsamlega að finna markaði. Bara núna á áðan var fólk að tala við okkur um möguleg kaup á metani. Við erum að vinna að ýmsum möguleikum og útfærslum í því sambandi. Við erum í stakk búin að tilkynna góða niðurstöðu úr því á næstu mánuðum. Þetta metan verður selt á næstu mánuðum, engin spurning,“ segir Helgi Þór. Sorpa Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. Gas- og jarðgerðarstöðin Gaja í Álfsnesi verður tekin í notkun 16. júní næstkomandi. Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu, segir hana marka byltingu í umhverfismálum á Íslandi. „Þegar við verðum farin að vinna hér í þessari stöð þá jafngildir það að taka 40 þúsund bensín- og dísilbíla úr umferð. Þetta hefur gríðarleg áhrif á kolefnisbúskapinn á okkar landi,“ segir Helgi Þór. Í stöðinni verður heimilissorpi breytt í metangas og moltu. „Urðun á ársvísu er um 140 þúsund tonn. En við erum að stíga risastór skref fari þessi urðun á næstu árum í 20 þúsund tonn eða minna,“ segir Helgi Þór. Hann segir þá sem fara með stjórnvölinn á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt mikla framsýni þegar þeir ákváðu fyrir tíu árum að hætta urðun á sorpi. Stöðin sé risastórt skref í því ferli. En það að reisa þessa stöð hefur reynst stormasamt ferli. Stjórn Sorpu ákvað að leysa Björn H. Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóra Sorpu, frá störfum í janúar. Það var gert eftir að rekstur Sorpu hafði farið 1,4 milljarða króna fram úr áætlun. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að rekstri Sorpu þurftu að samþykkja 990 milljóna króna lán til Sorpu svo hægt yrði að ljúka framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöðina. Heildarkostnaðurinn við að reisa þessa stöð stendur nú í 5,3 milljörðum króna. Stundin fjallaði um stöðina í síðasta tölublaði en þar var því haldið fram að tæknin sem hún byggir á sé úrelt. Var vísað til þess að sambærileg stöð í Noregi, sem byggir á sömu dönsku tækninni, hafi verið lokuð fimm árum eftir að hún var tekin í notkun árið 2006 og aldrei komist almennilega í gagnið. Helgi Þór vísar því á bug að tæknin sé barns síns tíma. „Það sem skiptir máli er að velja bestu fáanlegu tæknina. Þessi tækni sem við veðjum á er kölluð þurrgerjun. Í grunninn hefur þessi tækni ekki breyst um árabil. Það skiptir ekki máli ef tæknin er tíu ára eða tuttugu ára gömul. Hún er sú besta sem fáanleg er. Það á við um þessa tækni sem við höfum valið hér. Hún er viðeigandi og hentar og hún er frekar í sókn heldur en hitt á heimsvísu,“ segir Helgi. Í Stundinni er því haldið fram að moltan sem framleiða á í stöðunni muni ekki standast gæðakröfur né Evrópustaðla. Helgi segir moltuna uppfylla öll ákvæði samkvæmt starfsleyfi. „Við munum uppfylla þau ákvæði og framleið moltu sem er nýtanleg sem við munum sjá á mörgum sviðum. Við erum að þróa markaðinn og höfum fulla trú á þessari notkun. Það eru margir sem sýna henni áhuga og verður ekki vandamál að koma henni í notkun á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.“ Þá er því haldið fram að ekki sé eftirspurn hér á landi eftir öllu því metangasi sem á að framleiða í stöðinni. „Metangas er samvara, þetta er eldsneyti. Það eru fjölda margir sem hafa áhuga á þessu eldsneyti. Við erum að vinna kappsamlega að finna markaði. Bara núna á áðan var fólk að tala við okkur um möguleg kaup á metani. Við erum að vinna að ýmsum möguleikum og útfærslum í því sambandi. Við erum í stakk búin að tilkynna góða niðurstöðu úr því á næstu mánuðum. Þetta metan verður selt á næstu mánuðum, engin spurning,“ segir Helgi Þór.
Sorpa Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira