„Ég veit að við verðum í toppbaráttunni“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 20:00 Anna Björk Kristjánsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir á æfingu. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta lítur mjög vel út,“ segja landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir sem ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta með Selfossi í sumar. Selfyssingar urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa síðan fengið afar sterka leikmenn, til að mynda í Dagnýju og Önnu Björk. „Við erum nokkrar nýjar þannig að eftir samkomubannið erum við búnar að reyna að púsla okkur betur saman og spila æfingaleiki, og það er mikilvægt að við séum klárar í fyrsta leik. Við höfum núna tvær vikur til stefnu,“ sagði Dagný í Sportinu í dag. Breiðablik og Valur töpuðu ekki leik á síðustu leiktíð en fá væntanlega meiri samkeppni í sumar: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni, þannig að við munum gefa þeim góða keppni. Ég held að deildin verði sú sterkasta sem verið hefur á Íslandi í langan tíma og það eru önnur lið þarna. Ég hef ekki séð mikið af Þór/KA en Fylkir er með sterkt lið, ÍBV er að bæta mörgum útlendingum við sig, og fleira, þannig að ég held að þetta verði mjög spennandi og maður þarf klárlega að gefa allt í alla leiki. Maður má ekki tapa mörgum stigum því þá er maður farinn úr toppbaráttunni,“ sagði Dagný, og ljóst af öllu á Selfossi að þar er stefnt á titil: „Það er bara þannig. Hér hefur verið mikil uppbygging. Fyrirliði U17-landsliðsins verður með Önnu Björk í miðverðinum, við erum með bakvörð í U19-landsliðinu, og fleiri ungar eru að koma upp. Svo er bara lagt mikið í kvennaboltann hérna, og komið eins fram við okkur eins og strákana. Við fáum jafnmikið og þeir og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Dagný. Alltaf sagt að við höndlum ekki umfjöllun en við fögnum henni Anna Björk segir ýmsar ástæður fyrir því að hún valdi Selfoss fram yfir sitt uppeldisfélag KR eða önnur lið: „Mér fannst metnaðurinn og stemningin í Selfossi heilla mjög mikið. Svo skoðaði ég líka hópinn, þekki Dagnýju og Fríðu [Hólmfríði Magnúsdóttur] mjög vel og fannst spennandi að spila með þeim, og svo er fullt af ungum og efnilegum leikmönnum hér. Það var margt sem að small saman hérna og mér fannst mjög spennandi að prófa nýtt lið sem að enginn bjóst við [að ég færi til],“ sagði Anna. Talsvert hefur verið rætt um launamál hennar eftir stóryrtar yfirlýsingar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en Anna Björk virðist ekki kippa sér upp við það: „Ég held að við séum kannski óvanar því í kvennafótbolta [að rætt sé um launamál leikmanna] en ég held að það sé samt sem áður bara flott skref fram á við. Það er alltaf verið að tala um það að við höndlum ekki umfjöllun en við fögnum henni bara og að það sé gert af virðingu. Við erum alltaf klárar í það.“ Klippa: Sportið í dag - Dagný og Anna Björk um sumarið á Selfossi Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. UMF Selfoss Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Tengdar fréttir Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Selfoss fær mikinn liðsstyrk frá PSV Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. 16. maí 2020 17:31 „Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
„Þetta lítur mjög vel út,“ segja landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir sem ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta með Selfossi í sumar. Selfyssingar urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa síðan fengið afar sterka leikmenn, til að mynda í Dagnýju og Önnu Björk. „Við erum nokkrar nýjar þannig að eftir samkomubannið erum við búnar að reyna að púsla okkur betur saman og spila æfingaleiki, og það er mikilvægt að við séum klárar í fyrsta leik. Við höfum núna tvær vikur til stefnu,“ sagði Dagný í Sportinu í dag. Breiðablik og Valur töpuðu ekki leik á síðustu leiktíð en fá væntanlega meiri samkeppni í sumar: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni, þannig að við munum gefa þeim góða keppni. Ég held að deildin verði sú sterkasta sem verið hefur á Íslandi í langan tíma og það eru önnur lið þarna. Ég hef ekki séð mikið af Þór/KA en Fylkir er með sterkt lið, ÍBV er að bæta mörgum útlendingum við sig, og fleira, þannig að ég held að þetta verði mjög spennandi og maður þarf klárlega að gefa allt í alla leiki. Maður má ekki tapa mörgum stigum því þá er maður farinn úr toppbaráttunni,“ sagði Dagný, og ljóst af öllu á Selfossi að þar er stefnt á titil: „Það er bara þannig. Hér hefur verið mikil uppbygging. Fyrirliði U17-landsliðsins verður með Önnu Björk í miðverðinum, við erum með bakvörð í U19-landsliðinu, og fleiri ungar eru að koma upp. Svo er bara lagt mikið í kvennaboltann hérna, og komið eins fram við okkur eins og strákana. Við fáum jafnmikið og þeir og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Dagný. Alltaf sagt að við höndlum ekki umfjöllun en við fögnum henni Anna Björk segir ýmsar ástæður fyrir því að hún valdi Selfoss fram yfir sitt uppeldisfélag KR eða önnur lið: „Mér fannst metnaðurinn og stemningin í Selfossi heilla mjög mikið. Svo skoðaði ég líka hópinn, þekki Dagnýju og Fríðu [Hólmfríði Magnúsdóttur] mjög vel og fannst spennandi að spila með þeim, og svo er fullt af ungum og efnilegum leikmönnum hér. Það var margt sem að small saman hérna og mér fannst mjög spennandi að prófa nýtt lið sem að enginn bjóst við [að ég færi til],“ sagði Anna. Talsvert hefur verið rætt um launamál hennar eftir stóryrtar yfirlýsingar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en Anna Björk virðist ekki kippa sér upp við það: „Ég held að við séum kannski óvanar því í kvennafótbolta [að rætt sé um launamál leikmanna] en ég held að það sé samt sem áður bara flott skref fram á við. Það er alltaf verið að tala um það að við höndlum ekki umfjöllun en við fögnum henni bara og að það sé gert af virðingu. Við erum alltaf klárar í það.“ Klippa: Sportið í dag - Dagný og Anna Björk um sumarið á Selfossi Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
UMF Selfoss Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Tengdar fréttir Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Selfoss fær mikinn liðsstyrk frá PSV Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. 16. maí 2020 17:31 „Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50
Selfoss fær mikinn liðsstyrk frá PSV Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. 16. maí 2020 17:31
„Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00